Hvetja til gjaldtöku við gosstöðvarnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2021 16:38 Mikill fjöldi bíla beið í röð eftir að opnað var fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan tíu í morgun. Aðsend Fjölbreyttur hópur fólks er sammála um að skynsamlegt væri að koma á gjaldtöku fyrir bílastæði við Suðurstrandarveg. Björn Teitsson, kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag. Björn var á gosstöðvunum í gær eins og þúsundir annarra þar sem loka þurfti veginum um tíma eftir hádegið vegna álags. Þá var svæðið lokað frá klukkan níu í gærkvöldi til klukkan tíu í morgun til þess meðal annars að hvíla björgunarsveitarfólk sem staðið hefur vaktina þar undanfarna viku á öllum tímum sólarhringsins. Björn Teitsson.Ómar Sverrisson „Grindavíkurbær gæti strax byrjað að rukka 1.000 kall í stæði og það myndi þýða svona 5-10 milljónir á dag, sem væri hægt að nota í þjónustu. Nú er enginn að borga neitt nema frjáls framlög til björgunarsveita, sem er gott og blessað, en það munar engan um að borga líka 1.000 kall í stæði og allir eru til í það,“ sagði Björn í Morgunblaðinu í dag. Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, tekur undir þessi orð Björns í færslu á Facebook. „Það blasir við hverjum sem leggur leið sína þangað að gera þarf meiri ráðstafanir til að taka við þessum gríðarlega fjölda sem vill skoða gosið,“ segir Ólafur. „Ég er svo hjartanlega sammála því sem Björn Teitsson leggur til og blaðið segir frá, að rukkað verði fyrir bílastæði á svæðinu, þúsundkall á bíl og þá eru strax komnar nokkrar milljónir á dag til að setja í stígagerð, merkingar, gæzlu o.s.frv. Gerum þetta nú endilega ekki að enn einu málinu þar sem verður tiplað árum saman í kringum spurninguna um gjaldtöku, skellum henni bara á strax. Allir borga glaðir. Ég lagði inn á björgunarsveitina Þorbjörn fyrst ég fékk ekki að borga inn á svæðið.“ Ólafur Stephensen er framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda.Vísir/Vilhelm Bolli Valgarðsson almannatengill tekur undir. „Sjálfsagt og eðlilegt í þeirri vissu að fénu verði vel varið til uppbyggingar á svæðinu. Sömuleiðis ætti sams konar gjaldtaka að vera löngu hafin í Reykjadal ofan Hveragerðis,“ segir Bolli og Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor segir tillöguna skynsamlega. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir um „eðalhugmynd“ að ræða. „Þetta verður samþykkt í ráðuneytinu daginn eftir að gosinu lýkur, ef ég þekki landið mitt rétt,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur. Ásthildur Sturtudóttir, bæjarstjóri Akureyrar, fagnar hugmyndinni. Hjálmar Árnason, íbúi í Grafarvogi, sendi fréttastofu póst eftir hádegið. Hann vill minna á tækifæri fólks til þess að styrkja björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík með beinum hætti. 35 björgunarsveitarkappar hafa staðið vaktina undanfarna viku við gosstöðvarnar. „Tugir þúsunda Íslendinga hafa nú þegar heimsótt eldgosið í Geldingadal. Í okkur flestum býr nefnilega náttúrubarn sem vill upplifa náttúruna í sínum mesta ham. Og þvílík upplifun. Gangi spár eftir munum við getað fylgst með þessum öflum næstu 30 árin. Á örugglega eftir að verða fjölsóttasti ferðamannastaður okkar,“ segir Hjálmar. En ekkert gerist af engu. Björgunarsveitarmaður frá Þorbirni á tali við þyrluflugmenn Landhelgisgæslunnar.Vísir/JóiK „Við gætum ekki notið þessarar stórkostlegu náttúru ef ekki væri fyrir einstakt framlag björgunarsveitanna - ekki síst Þorbjarnar í Grindavík. Félagar hennar hafa vakað dag og nótt til að gera okkur kleyft að komast uppeftir. Þeir hafa lagt stíga, stikað leiðir, sett handrið, hjálpað slösuðum, fylgst með gasmengun, stýrt umferð og þannig má lengi telja. Og allt án þess að fá krónu fyrir vinnu sína.“ Hjálmar telur að fólki hætti til að taka þessu mikilvæga starfi og fórnfúsa sem sjálfsögðum hlut. Björgunarsveitarmenn komu upp þessu reipi til að hjálpa fólki upp og niður brattasta hjallann á leiðinni á gosstöðvarnar.Þorbjörn „Er ekki núna komið að okkur að þakka þessum vösku sveitum fyrir að hafa liðsinnt okkur á svo frábæran hátt? Ég skora á alla sem þarna hafa farið að leggja að lágmarki kr. 1000 á haus til Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík og sýna þannig þakklæti okkar í verki en um leið að styrkja sveitina til frekari starfa. Okkur munar lítið um 1000 kall en saman getum við lagt Þorbirni lið og átt aðstoð þeirra vísa áfram. Þau munu örugglega hafa sín ráð til að svara öðrum sveitum sem hafa veitt aðstoð.“ Kennitala Þorbjarnar: 5912830229 Bankanúmer: 0143-26-8665 Björgunarsveitin Þorbjörn er virk á Facebook og birti þessa skemmtilegu mynd í gær. Samband okkar og lögreglunnar er einstakt Það er alveg ljóst að þetta verkefni væri mun erfiðara ef ekki væri fyrir gott samband milli björgunarsveitarmanna og lögregluþjóna Lögreglan á Suðurnesjum Posted by Björgunarsveitin Þorbjörn on Sunday, March 28, 2021 Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Björn var á gosstöðvunum í gær eins og þúsundir annarra þar sem loka þurfti veginum um tíma eftir hádegið vegna álags. Þá var svæðið lokað frá klukkan níu í gærkvöldi til klukkan tíu í morgun til þess meðal annars að hvíla björgunarsveitarfólk sem staðið hefur vaktina þar undanfarna viku á öllum tímum sólarhringsins. Björn Teitsson.Ómar Sverrisson „Grindavíkurbær gæti strax byrjað að rukka 1.000 kall í stæði og það myndi þýða svona 5-10 milljónir á dag, sem væri hægt að nota í þjónustu. Nú er enginn að borga neitt nema frjáls framlög til björgunarsveita, sem er gott og blessað, en það munar engan um að borga líka 1.000 kall í stæði og allir eru til í það,“ sagði Björn í Morgunblaðinu í dag. Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, tekur undir þessi orð Björns í færslu á Facebook. „Það blasir við hverjum sem leggur leið sína þangað að gera þarf meiri ráðstafanir til að taka við þessum gríðarlega fjölda sem vill skoða gosið,“ segir Ólafur. „Ég er svo hjartanlega sammála því sem Björn Teitsson leggur til og blaðið segir frá, að rukkað verði fyrir bílastæði á svæðinu, þúsundkall á bíl og þá eru strax komnar nokkrar milljónir á dag til að setja í stígagerð, merkingar, gæzlu o.s.frv. Gerum þetta nú endilega ekki að enn einu málinu þar sem verður tiplað árum saman í kringum spurninguna um gjaldtöku, skellum henni bara á strax. Allir borga glaðir. Ég lagði inn á björgunarsveitina Þorbjörn fyrst ég fékk ekki að borga inn á svæðið.“ Ólafur Stephensen er framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda.Vísir/Vilhelm Bolli Valgarðsson almannatengill tekur undir. „Sjálfsagt og eðlilegt í þeirri vissu að fénu verði vel varið til uppbyggingar á svæðinu. Sömuleiðis ætti sams konar gjaldtaka að vera löngu hafin í Reykjadal ofan Hveragerðis,“ segir Bolli og Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor segir tillöguna skynsamlega. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir um „eðalhugmynd“ að ræða. „Þetta verður samþykkt í ráðuneytinu daginn eftir að gosinu lýkur, ef ég þekki landið mitt rétt,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur. Ásthildur Sturtudóttir, bæjarstjóri Akureyrar, fagnar hugmyndinni. Hjálmar Árnason, íbúi í Grafarvogi, sendi fréttastofu póst eftir hádegið. Hann vill minna á tækifæri fólks til þess að styrkja björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík með beinum hætti. 35 björgunarsveitarkappar hafa staðið vaktina undanfarna viku við gosstöðvarnar. „Tugir þúsunda Íslendinga hafa nú þegar heimsótt eldgosið í Geldingadal. Í okkur flestum býr nefnilega náttúrubarn sem vill upplifa náttúruna í sínum mesta ham. Og þvílík upplifun. Gangi spár eftir munum við getað fylgst með þessum öflum næstu 30 árin. Á örugglega eftir að verða fjölsóttasti ferðamannastaður okkar,“ segir Hjálmar. En ekkert gerist af engu. Björgunarsveitarmaður frá Þorbirni á tali við þyrluflugmenn Landhelgisgæslunnar.Vísir/JóiK „Við gætum ekki notið þessarar stórkostlegu náttúru ef ekki væri fyrir einstakt framlag björgunarsveitanna - ekki síst Þorbjarnar í Grindavík. Félagar hennar hafa vakað dag og nótt til að gera okkur kleyft að komast uppeftir. Þeir hafa lagt stíga, stikað leiðir, sett handrið, hjálpað slösuðum, fylgst með gasmengun, stýrt umferð og þannig má lengi telja. Og allt án þess að fá krónu fyrir vinnu sína.“ Hjálmar telur að fólki hætti til að taka þessu mikilvæga starfi og fórnfúsa sem sjálfsögðum hlut. Björgunarsveitarmenn komu upp þessu reipi til að hjálpa fólki upp og niður brattasta hjallann á leiðinni á gosstöðvarnar.Þorbjörn „Er ekki núna komið að okkur að þakka þessum vösku sveitum fyrir að hafa liðsinnt okkur á svo frábæran hátt? Ég skora á alla sem þarna hafa farið að leggja að lágmarki kr. 1000 á haus til Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík og sýna þannig þakklæti okkar í verki en um leið að styrkja sveitina til frekari starfa. Okkur munar lítið um 1000 kall en saman getum við lagt Þorbirni lið og átt aðstoð þeirra vísa áfram. Þau munu örugglega hafa sín ráð til að svara öðrum sveitum sem hafa veitt aðstoð.“ Kennitala Þorbjarnar: 5912830229 Bankanúmer: 0143-26-8665 Björgunarsveitin Þorbjörn er virk á Facebook og birti þessa skemmtilegu mynd í gær. Samband okkar og lögreglunnar er einstakt Það er alveg ljóst að þetta verkefni væri mun erfiðara ef ekki væri fyrir gott samband milli björgunarsveitarmanna og lögregluþjóna Lögreglan á Suðurnesjum Posted by Björgunarsveitin Þorbjörn on Sunday, March 28, 2021
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira