Biðlisti eftir fangelsisplássi? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 29. mars 2021 07:01 Málsmeðferðartími innan réttarkerfisins kom aftur til umræðu nýlega þegar fréttir bárust af sérstöku verkefni af hálfu dómsmálaráðherra um vinnu við að rýna málsmeðferðartíma í efnahagsbrotamálunum. Þessi vandi á hins vegar við um marga brotaflokka og allir armar kerfisins verða þess vegna að hafa burði til að vinna hratt, án þess að gefa afslátt á gæðum málsmeðferðar. Það eru þess vegna sérstök skilaboð að taka sérstaklega fyrir einn brotaflokk og annan en þann mest hefur verið til umfjöllunar vegna þessa vanda. Það er nefnilega enn reglulega að gerast að dómar fyrir alvarleg kynferðisbrot séu mildaðir á áfrýjunarstigi vegna þess að málin hafa dregist. Dómar fyrir kynferðisbrot mildaðir Þessi vandi hefur eðli máls samkvæmt mesta þýðingu í þeim málum þar sem þungir dómar falla, svo það er eðlilegt að horfa á alla þá brotaflokka sem það á við um. Efnahagsbrotamálin eru vissulega þar á meðal en sannarlega ekki ein. Dómar í nauðgunarmálum eru mildaðir og dómar í málum þar sem sakfellt er fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn börnum. Dæmin um þetta eru fjölmörg og yfir nokkurra ára tímabil og umræðunnar virði hvort þar sé að eiga sér stað einhver breyting af hálfu dómstóla um það hversu fast þeir stíga niður fæti, en það gera þeir hins vegar með þann grundvallarrétt sakborninga í huga að þeir eigi rétt á skjótri málsmeðferð. Í dómum er gjarnan talað um að ákæruvaldið hafi ekki getað gefið skýringar á töfum. Svarið er hins vegar ekki flóknara en að kerfið hefur ekki haft undan. Afleiðingin er að dómar fyrir alvarleg brot eru vægari en annars hefði verið og það bitnar á brotaþolum og samfélaginu öllu. Þetta hefur gerst á undanförnum árum þrátt fyrir að kynferðisbrotamálin séu í forgangi innan kerfisins og þrátt fyrir að margt gott hefur verið gert inni í kerfinu til að bregðast við. Þar er árangur að nást þrátt fyrir að málafjöldi aukist. Það blasir hins vegar við að það er bæði erfitt og sárt fyrir þolendur að þurfa að bíða lengi eftir því að fá svör um afdrif máls, máls sem varðar stórt áfall í lífi þeirra og að fá svo til viðbótar að upplifa það refsing sé milduð vegna tafa. Óvissan er auðvitað mönnum sem sæta rannsókn einnig þungbær. Á þessari stöðu bera stjórnvöld ábyrgð og þeim ber að bregðast við í þágu hagsmuna samfélagsins alls. 638 biðu eftir afplánun En biðin er vandamál víðar í kerfinu. Dæmdir menn bíða lengi eftir því að komast í afplánun eftir að dómur fellur. Meðalbiðtími eftir afplánun er nú um 7 mánuðir og biðin í einhverjum tilvikum því lengri. Og við sjáum að dómar eru að fyrnast. Hvað þýðir það, að dómur fyrnist? Það þýðir að menn þurfa ekki að afplána dóminn. Til þess dómar hafi tilætluð áhrif fyrir þann dæmda þarf hann að geta setið dóminn af sér sem fyrst. Dragist það lengi getur líf sakbornings verið á allt öðrum og betri stað þegar loks kemur að afplánun og afplánun þá farin að vinna gegn upphaflegu markmiði. Biðin felur í sér viðbótarrefsingu því líf manna er í biðstöðu á meðan afplánunar er beðið. Dæmdir menn hafa beðið mánuðum saman eftir að sitja dóma af sér. Í lok árs 2020, biðu 638 menn á eftir að hefja afplánun. Dómsmálaráðherra er nú að bregðast við biðlistum í fangelsi með því að leggja fram frumvarp um að auka samfélagsþjónustu sem taki þá til allt að 2 ára dóma. Í greinargerð með frumvarpinu er rakið hvers vegna þessi leið er farin, en það er gert til að stytta boðunarlista í fangelsin sem hefur lengst síðustu ár þannig að biðtími eftir að afplána hefur lengst verulega. Það væri kannski brosleg tilhugsun, að það séu biðlistar á Íslandi eftir því að komast í fangelsi ef hagsmunirnir að baki væru ekki svona alvarlegir. Biðlisti í fangelsi er auðvitað absúrd staða. Viðbrögðin við þessum vanda eru þess vegna eðlileg en með þessu er hins vegar ekki ráðist að rót vandans, heldur bara klippt aftan á alltof langan boðunarlista í fangelsi. Samfélagsþjónusta er hins vegar af hinu góða og ég er þeirrar skoðunar að dómarar ættu að hafa heimild til að dæma menn í samfélagsþjónustu. Þessi staða er um málsmeðferðartíma innan kerfisins er því miður ekki ný. Það hvernig samfélag bregðast við, taka á og reyna að sporna gegn afbrotum er ákveðinn spegill á samfélagsgerðina. Þessi staða er kannski til marks um að skynsamleg refsipólitík er ekki ofarlega á dagskrá stjórnvalda. Í umræðum um síðustu fjármálaáætlun átti ég samtal við dómsmálaráðherra um þetta efni og aftur nú við umræðu um þá fjármálaáætlun sem nú liggur fyrir þinginu. Ég sé því miður ekki engar sérstakar grundvallarbreytingar sem munu ná markvisst að vinna á þessum vanda. Það er áhyggjuefni. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Fangelsismál Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Málsmeðferðartími innan réttarkerfisins kom aftur til umræðu nýlega þegar fréttir bárust af sérstöku verkefni af hálfu dómsmálaráðherra um vinnu við að rýna málsmeðferðartíma í efnahagsbrotamálunum. Þessi vandi á hins vegar við um marga brotaflokka og allir armar kerfisins verða þess vegna að hafa burði til að vinna hratt, án þess að gefa afslátt á gæðum málsmeðferðar. Það eru þess vegna sérstök skilaboð að taka sérstaklega fyrir einn brotaflokk og annan en þann mest hefur verið til umfjöllunar vegna þessa vanda. Það er nefnilega enn reglulega að gerast að dómar fyrir alvarleg kynferðisbrot séu mildaðir á áfrýjunarstigi vegna þess að málin hafa dregist. Dómar fyrir kynferðisbrot mildaðir Þessi vandi hefur eðli máls samkvæmt mesta þýðingu í þeim málum þar sem þungir dómar falla, svo það er eðlilegt að horfa á alla þá brotaflokka sem það á við um. Efnahagsbrotamálin eru vissulega þar á meðal en sannarlega ekki ein. Dómar í nauðgunarmálum eru mildaðir og dómar í málum þar sem sakfellt er fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn börnum. Dæmin um þetta eru fjölmörg og yfir nokkurra ára tímabil og umræðunnar virði hvort þar sé að eiga sér stað einhver breyting af hálfu dómstóla um það hversu fast þeir stíga niður fæti, en það gera þeir hins vegar með þann grundvallarrétt sakborninga í huga að þeir eigi rétt á skjótri málsmeðferð. Í dómum er gjarnan talað um að ákæruvaldið hafi ekki getað gefið skýringar á töfum. Svarið er hins vegar ekki flóknara en að kerfið hefur ekki haft undan. Afleiðingin er að dómar fyrir alvarleg brot eru vægari en annars hefði verið og það bitnar á brotaþolum og samfélaginu öllu. Þetta hefur gerst á undanförnum árum þrátt fyrir að kynferðisbrotamálin séu í forgangi innan kerfisins og þrátt fyrir að margt gott hefur verið gert inni í kerfinu til að bregðast við. Þar er árangur að nást þrátt fyrir að málafjöldi aukist. Það blasir hins vegar við að það er bæði erfitt og sárt fyrir þolendur að þurfa að bíða lengi eftir því að fá svör um afdrif máls, máls sem varðar stórt áfall í lífi þeirra og að fá svo til viðbótar að upplifa það refsing sé milduð vegna tafa. Óvissan er auðvitað mönnum sem sæta rannsókn einnig þungbær. Á þessari stöðu bera stjórnvöld ábyrgð og þeim ber að bregðast við í þágu hagsmuna samfélagsins alls. 638 biðu eftir afplánun En biðin er vandamál víðar í kerfinu. Dæmdir menn bíða lengi eftir því að komast í afplánun eftir að dómur fellur. Meðalbiðtími eftir afplánun er nú um 7 mánuðir og biðin í einhverjum tilvikum því lengri. Og við sjáum að dómar eru að fyrnast. Hvað þýðir það, að dómur fyrnist? Það þýðir að menn þurfa ekki að afplána dóminn. Til þess dómar hafi tilætluð áhrif fyrir þann dæmda þarf hann að geta setið dóminn af sér sem fyrst. Dragist það lengi getur líf sakbornings verið á allt öðrum og betri stað þegar loks kemur að afplánun og afplánun þá farin að vinna gegn upphaflegu markmiði. Biðin felur í sér viðbótarrefsingu því líf manna er í biðstöðu á meðan afplánunar er beðið. Dæmdir menn hafa beðið mánuðum saman eftir að sitja dóma af sér. Í lok árs 2020, biðu 638 menn á eftir að hefja afplánun. Dómsmálaráðherra er nú að bregðast við biðlistum í fangelsi með því að leggja fram frumvarp um að auka samfélagsþjónustu sem taki þá til allt að 2 ára dóma. Í greinargerð með frumvarpinu er rakið hvers vegna þessi leið er farin, en það er gert til að stytta boðunarlista í fangelsin sem hefur lengst síðustu ár þannig að biðtími eftir að afplána hefur lengst verulega. Það væri kannski brosleg tilhugsun, að það séu biðlistar á Íslandi eftir því að komast í fangelsi ef hagsmunirnir að baki væru ekki svona alvarlegir. Biðlisti í fangelsi er auðvitað absúrd staða. Viðbrögðin við þessum vanda eru þess vegna eðlileg en með þessu er hins vegar ekki ráðist að rót vandans, heldur bara klippt aftan á alltof langan boðunarlista í fangelsi. Samfélagsþjónusta er hins vegar af hinu góða og ég er þeirrar skoðunar að dómarar ættu að hafa heimild til að dæma menn í samfélagsþjónustu. Þessi staða er um málsmeðferðartíma innan kerfisins er því miður ekki ný. Það hvernig samfélag bregðast við, taka á og reyna að sporna gegn afbrotum er ákveðinn spegill á samfélagsgerðina. Þessi staða er kannski til marks um að skynsamleg refsipólitík er ekki ofarlega á dagskrá stjórnvalda. Í umræðum um síðustu fjármálaáætlun átti ég samtal við dómsmálaráðherra um þetta efni og aftur nú við umræðu um þá fjármálaáætlun sem nú liggur fyrir þinginu. Ég sé því miður ekki engar sérstakar grundvallarbreytingar sem munu ná markvisst að vinna á þessum vanda. Það er áhyggjuefni. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar