Salmond formaður nýs sjálfstæðis-flokks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2021 18:11 Salmond var í fyrra sýknaður af ásökunum um kynferðisbrot. epa/Hannah Mckay Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, verður formaður nýs stjórnmálaflokks sem mun berjast fyrir aðskilnaði frá Bretlandi. Alba-flokkurinn var stofnaður í janúar og mun bjóða fram í þingkosningunum 6. maí. Hinn 66 ára Salmond, fyrrum leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, sagði í dag að flokkurinn myndi vinna að félagslega réttlátu og umhverfislega ábyrgu sjálfstæðu ríki. Sagði hann markmiðið að ná „ofur-meirihluta“ fyrir sjálfstæði á skoska þinginu. Salmond sagðist stefna á að bjóða fram að minnsta kosti fjóra einstaklinga í hverju kjördæmi og að vonir stæðu að ná inn þingmanni frá öllum landshlutum Skotlands. Þess ber að geta að þingmenn eru kjörnir með tvennum hætti. Landinu er annars vegar skipt í 73 einstaklingskjördæmi þar sem valið er á milli einstaklinga og hins vegar í átta kjördæmi þar sem 56 einstaklingar eru kjörnir til viðbótar en þar er valið á milli framboðslista. Alba-flokkurinn mun eingöngu bjóða fram í listakosningunum. Salmond segir kosningabaráttuna háða á jákvæðum forsendum og hefur hvatt kjósendur til að styðja Skoska þjóðarflokkinn eða aðra flokka sem styðja sjálfstæði í einstaklingskosningunum. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hefur sagt að ef hún nær meirihluta í þingkosningunum muni hún efna til annarar þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað. Sjálfstæði er meðal fárra hluta sem Salmond og Sturgeon eru sammála um þessi misserin en Sturgeon hefur verið ásökuð um embættisbrot eftir að nokkrar konur stigu fram og sökuðu Salmond um kynferðisbrot. Salmond segir Sturgeon hafa lagt á ráðin gegn sér en Sturgeon ásakar Salmond um að skálda samsæriskenningar gegn sér. Skotland Bretland Tengdar fréttir Salmond sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. 24. mars 2020 10:44 Salmond ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu konum Fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar mætti fyrir dómara í Edinborg í morgun. 21. nóvember 2019 11:20 Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra í skosku heimastjórninni, hefur verið handtekinn og ákærður í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. 24. janúar 2019 11:44 Hættir vegna áreitnimála Alex Salmond, fyrrverandi formaður Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, er hættur í flokknum. Þetta tilkynnti hann í löngu bréfi sem hann birti í gær. 30. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Hinn 66 ára Salmond, fyrrum leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, sagði í dag að flokkurinn myndi vinna að félagslega réttlátu og umhverfislega ábyrgu sjálfstæðu ríki. Sagði hann markmiðið að ná „ofur-meirihluta“ fyrir sjálfstæði á skoska þinginu. Salmond sagðist stefna á að bjóða fram að minnsta kosti fjóra einstaklinga í hverju kjördæmi og að vonir stæðu að ná inn þingmanni frá öllum landshlutum Skotlands. Þess ber að geta að þingmenn eru kjörnir með tvennum hætti. Landinu er annars vegar skipt í 73 einstaklingskjördæmi þar sem valið er á milli einstaklinga og hins vegar í átta kjördæmi þar sem 56 einstaklingar eru kjörnir til viðbótar en þar er valið á milli framboðslista. Alba-flokkurinn mun eingöngu bjóða fram í listakosningunum. Salmond segir kosningabaráttuna háða á jákvæðum forsendum og hefur hvatt kjósendur til að styðja Skoska þjóðarflokkinn eða aðra flokka sem styðja sjálfstæði í einstaklingskosningunum. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hefur sagt að ef hún nær meirihluta í þingkosningunum muni hún efna til annarar þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað. Sjálfstæði er meðal fárra hluta sem Salmond og Sturgeon eru sammála um þessi misserin en Sturgeon hefur verið ásökuð um embættisbrot eftir að nokkrar konur stigu fram og sökuðu Salmond um kynferðisbrot. Salmond segir Sturgeon hafa lagt á ráðin gegn sér en Sturgeon ásakar Salmond um að skálda samsæriskenningar gegn sér.
Skotland Bretland Tengdar fréttir Salmond sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. 24. mars 2020 10:44 Salmond ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu konum Fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar mætti fyrir dómara í Edinborg í morgun. 21. nóvember 2019 11:20 Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra í skosku heimastjórninni, hefur verið handtekinn og ákærður í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. 24. janúar 2019 11:44 Hættir vegna áreitnimála Alex Salmond, fyrrverandi formaður Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, er hættur í flokknum. Þetta tilkynnti hann í löngu bréfi sem hann birti í gær. 30. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Salmond sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. 24. mars 2020 10:44
Salmond ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu konum Fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar mætti fyrir dómara í Edinborg í morgun. 21. nóvember 2019 11:20
Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra í skosku heimastjórninni, hefur verið handtekinn og ákærður í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. 24. janúar 2019 11:44
Hættir vegna áreitnimála Alex Salmond, fyrrverandi formaður Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, er hættur í flokknum. Þetta tilkynnti hann í löngu bréfi sem hann birti í gær. 30. ágúst 2018 06:00