„Þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 20:02 Sveinn kviknakinn með eldgosið í baksýn á sunnudag. Sveinn Snorri Sighvatsson hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að hann reif sig úr öllum fötunum og sat fyrir nakinn – beint fyrir framan glóandi hraunið í Geldingadal. Sveinn, sem er leiðsögumaður og hlaðvarpsstjórnandi, segir í samtali við Vísi að hann hafi farið að gosstöðvunum á sunnudag ásamt vinum sínum. Einn þeirra, ljósmyndari með stóran fylgjendahóp á Instagram, hafi sagt honum frá sólgleraugum sem hann var að auglýsa. Þá kviknaði hugmyndin. „Þetta var alveg spontant. Og ég spurði: Myndi eitthvað toppa það ef ég færi hérna úr fötunum nakinn í hrauninu? Svo bað ég hann um að hafa myndavélina tilbúna og svo bara reif ég mig úr fötunum, setti gleraugun á nefið og pósaði þarna. Ég held það hafi verði þrjú eða fjögur hundruð manns sem horfðu á þetta,“ segir Sveinn. View this post on Instagram A post shared by Norris Niman | Iceland (@norrisniman) Myndbönd af Sveini, alsnöktum fyrir framan myndavélina með hraunið í baksýn, hafa farið víða á samfélagsmiðlum síðustu daga. Hann segir viðbrögðin enda ekki hafa látið á sér standa. „Það sprakk allt internetið. Facebook, Instagram – og Messengerinn fór alveg á kaf.“ Þér hefur væntanlega verið hlýtt? „Ég syndi í köldum ám og hef farið úr svona áður og þá hefur mér alltaf verið kalt. En þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast. Það var mjög heitt. Það beit í húðina, það beit virkilega í.“ Nektarmyndirnar af Sveini voru teknar við gosstöðvarnar á sunnudag. Þegar Vísir náði tali af honum nú á áttunda tímanum í kvöld var hann við gosstöðvarnar í annað sinn – í þann mund að tygja sig heim, enda svæðið rýmt síðdegis. „Það er mikill munur á gígnum, hann hefur hækkað töluvert og svo hefur fyllst heilmikið upp í dalinn. Hann er alveg að fara á kaf hérna sunnan megin.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15 Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Sveinn, sem er leiðsögumaður og hlaðvarpsstjórnandi, segir í samtali við Vísi að hann hafi farið að gosstöðvunum á sunnudag ásamt vinum sínum. Einn þeirra, ljósmyndari með stóran fylgjendahóp á Instagram, hafi sagt honum frá sólgleraugum sem hann var að auglýsa. Þá kviknaði hugmyndin. „Þetta var alveg spontant. Og ég spurði: Myndi eitthvað toppa það ef ég færi hérna úr fötunum nakinn í hrauninu? Svo bað ég hann um að hafa myndavélina tilbúna og svo bara reif ég mig úr fötunum, setti gleraugun á nefið og pósaði þarna. Ég held það hafi verði þrjú eða fjögur hundruð manns sem horfðu á þetta,“ segir Sveinn. View this post on Instagram A post shared by Norris Niman | Iceland (@norrisniman) Myndbönd af Sveini, alsnöktum fyrir framan myndavélina með hraunið í baksýn, hafa farið víða á samfélagsmiðlum síðustu daga. Hann segir viðbrögðin enda ekki hafa látið á sér standa. „Það sprakk allt internetið. Facebook, Instagram – og Messengerinn fór alveg á kaf.“ Þér hefur væntanlega verið hlýtt? „Ég syndi í köldum ám og hef farið úr svona áður og þá hefur mér alltaf verið kalt. En þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast. Það var mjög heitt. Það beit í húðina, það beit virkilega í.“ Nektarmyndirnar af Sveini voru teknar við gosstöðvarnar á sunnudag. Þegar Vísir náði tali af honum nú á áttunda tímanum í kvöld var hann við gosstöðvarnar í annað sinn – í þann mund að tygja sig heim, enda svæðið rýmt síðdegis. „Það er mikill munur á gígnum, hann hefur hækkað töluvert og svo hefur fyllst heilmikið upp í dalinn. Hann er alveg að fara á kaf hérna sunnan megin.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15 Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55
Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15
Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08