Búið að handtaka eltihrellinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 18:12 Svona var aðkoman á þriðjudagsmorgun þegar Svala Lind ætlaði að setjast upp í bílinn sinn. Maðurinn er grunaður um að hafa unnið skemmdarverkið. Karlmaður á þrítugsaldri, sem meðal annars er grunaður um frelsissviptingu og ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, var handtekinn í dag. Hann hafði áður verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar 17. mars en sleppt eftir að héraðsdómur féllst ekki á að úrskurða hann í gæsluvarðhald. Mál mannsins hefur vakið mikla athygli en hann hefur stöðu sakbornings í fjölda mála sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur til meðferðar. Hann er til dæmis grunaður um að hafa með hótunum og ofbeldi frelsissvipt ungan mann í nóvember, sem hann grunaði um að hafa átt í tygjum við fyrrverandi kærustu sína. Héraðsdómur hafnaði í síðustu viku kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manninum. Lögregla kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu lögreglu. Rakið er í gæsluvarðhaldsúrskurðinum sem birtur var á vef Landsréttar í dag að maðurinn hafi verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar í Kópavogi 17. mars, þar sem hann hafi ruðst inn og látið ófriðlega. „Hey, 24 tímar“ Svala Lind Ægisdóttir, móðir unga mannsins sem maðurinn er grunaður um að hafa frelsissvipt, lýsti síðustu mánuðum í viðtali í Íslandi í dag í gærkvöldi. Líkt og Svala lýsti, og rakið er í úrskurðinum, er maðurinn grunaður um að hafa stungið á hjólbarða á bíl hennar og unnið á honum skemmdarverk. Þá var honum gert að sæta nálgunarbanni gagnvart bæði henni og syni hennar, sem hann er talinn hafa þverbrotið síðustu mánuði. Þá er því lýst í úrskurði héraðsdóms að Svala hafi fengið ítrekaðar símhringingar í mars frá einhverjum sem hún taldi vera manninn. Í eitt skipti hafi hún svarað símanum og aðilinn á hinni línunni sagt „Hey, 24 tímar“ og svo skellt á. Þá hafi hún um miðjan mars tekið upp símtöl frá manninum þar sem heyra má meintar hótanir, meðal annars: „Ég skal segja þér það að fjölskylda þín og allir sem tengjast þér missa lífið, bara að segja þér það.“ Greint var frá því í dag maðurinn hefði ekki enn gefið sig fram við lögreglu eftir að Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir við fréttastofu nú síðdegis að maðurinn hafi verið handtekinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ræddi málefni síbrotamanna í Reykjavík síðdegis í dag. Hún sagði meðal annars að á annan tug manna væru á síbrotalista lögreglu. Viðtalið við Huldu Elsu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu. 23. mars 2021 11:27 „Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. 23. mars 2021 10:31 Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22. mars 2021 14:07 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Mál mannsins hefur vakið mikla athygli en hann hefur stöðu sakbornings í fjölda mála sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur til meðferðar. Hann er til dæmis grunaður um að hafa með hótunum og ofbeldi frelsissvipt ungan mann í nóvember, sem hann grunaði um að hafa átt í tygjum við fyrrverandi kærustu sína. Héraðsdómur hafnaði í síðustu viku kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manninum. Lögregla kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu lögreglu. Rakið er í gæsluvarðhaldsúrskurðinum sem birtur var á vef Landsréttar í dag að maðurinn hafi verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar í Kópavogi 17. mars, þar sem hann hafi ruðst inn og látið ófriðlega. „Hey, 24 tímar“ Svala Lind Ægisdóttir, móðir unga mannsins sem maðurinn er grunaður um að hafa frelsissvipt, lýsti síðustu mánuðum í viðtali í Íslandi í dag í gærkvöldi. Líkt og Svala lýsti, og rakið er í úrskurðinum, er maðurinn grunaður um að hafa stungið á hjólbarða á bíl hennar og unnið á honum skemmdarverk. Þá var honum gert að sæta nálgunarbanni gagnvart bæði henni og syni hennar, sem hann er talinn hafa þverbrotið síðustu mánuði. Þá er því lýst í úrskurði héraðsdóms að Svala hafi fengið ítrekaðar símhringingar í mars frá einhverjum sem hún taldi vera manninn. Í eitt skipti hafi hún svarað símanum og aðilinn á hinni línunni sagt „Hey, 24 tímar“ og svo skellt á. Þá hafi hún um miðjan mars tekið upp símtöl frá manninum þar sem heyra má meintar hótanir, meðal annars: „Ég skal segja þér það að fjölskylda þín og allir sem tengjast þér missa lífið, bara að segja þér það.“ Greint var frá því í dag maðurinn hefði ekki enn gefið sig fram við lögreglu eftir að Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir við fréttastofu nú síðdegis að maðurinn hafi verið handtekinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ræddi málefni síbrotamanna í Reykjavík síðdegis í dag. Hún sagði meðal annars að á annan tug manna væru á síbrotalista lögreglu. Viðtalið við Huldu Elsu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu. 23. mars 2021 11:27 „Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. 23. mars 2021 10:31 Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22. mars 2021 14:07 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu. 23. mars 2021 11:27
„Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. 23. mars 2021 10:31
Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22. mars 2021 14:07
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent