Búið að handtaka eltihrellinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 18:12 Svona var aðkoman á þriðjudagsmorgun þegar Svala Lind ætlaði að setjast upp í bílinn sinn. Maðurinn er grunaður um að hafa unnið skemmdarverkið. Karlmaður á þrítugsaldri, sem meðal annars er grunaður um frelsissviptingu og ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, var handtekinn í dag. Hann hafði áður verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar 17. mars en sleppt eftir að héraðsdómur féllst ekki á að úrskurða hann í gæsluvarðhald. Mál mannsins hefur vakið mikla athygli en hann hefur stöðu sakbornings í fjölda mála sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur til meðferðar. Hann er til dæmis grunaður um að hafa með hótunum og ofbeldi frelsissvipt ungan mann í nóvember, sem hann grunaði um að hafa átt í tygjum við fyrrverandi kærustu sína. Héraðsdómur hafnaði í síðustu viku kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manninum. Lögregla kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu lögreglu. Rakið er í gæsluvarðhaldsúrskurðinum sem birtur var á vef Landsréttar í dag að maðurinn hafi verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar í Kópavogi 17. mars, þar sem hann hafi ruðst inn og látið ófriðlega. „Hey, 24 tímar“ Svala Lind Ægisdóttir, móðir unga mannsins sem maðurinn er grunaður um að hafa frelsissvipt, lýsti síðustu mánuðum í viðtali í Íslandi í dag í gærkvöldi. Líkt og Svala lýsti, og rakið er í úrskurðinum, er maðurinn grunaður um að hafa stungið á hjólbarða á bíl hennar og unnið á honum skemmdarverk. Þá var honum gert að sæta nálgunarbanni gagnvart bæði henni og syni hennar, sem hann er talinn hafa þverbrotið síðustu mánuði. Þá er því lýst í úrskurði héraðsdóms að Svala hafi fengið ítrekaðar símhringingar í mars frá einhverjum sem hún taldi vera manninn. Í eitt skipti hafi hún svarað símanum og aðilinn á hinni línunni sagt „Hey, 24 tímar“ og svo skellt á. Þá hafi hún um miðjan mars tekið upp símtöl frá manninum þar sem heyra má meintar hótanir, meðal annars: „Ég skal segja þér það að fjölskylda þín og allir sem tengjast þér missa lífið, bara að segja þér það.“ Greint var frá því í dag maðurinn hefði ekki enn gefið sig fram við lögreglu eftir að Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir við fréttastofu nú síðdegis að maðurinn hafi verið handtekinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ræddi málefni síbrotamanna í Reykjavík síðdegis í dag. Hún sagði meðal annars að á annan tug manna væru á síbrotalista lögreglu. Viðtalið við Huldu Elsu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu. 23. mars 2021 11:27 „Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. 23. mars 2021 10:31 Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22. mars 2021 14:07 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Mál mannsins hefur vakið mikla athygli en hann hefur stöðu sakbornings í fjölda mála sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur til meðferðar. Hann er til dæmis grunaður um að hafa með hótunum og ofbeldi frelsissvipt ungan mann í nóvember, sem hann grunaði um að hafa átt í tygjum við fyrrverandi kærustu sína. Héraðsdómur hafnaði í síðustu viku kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manninum. Lögregla kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu lögreglu. Rakið er í gæsluvarðhaldsúrskurðinum sem birtur var á vef Landsréttar í dag að maðurinn hafi verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar í Kópavogi 17. mars, þar sem hann hafi ruðst inn og látið ófriðlega. „Hey, 24 tímar“ Svala Lind Ægisdóttir, móðir unga mannsins sem maðurinn er grunaður um að hafa frelsissvipt, lýsti síðustu mánuðum í viðtali í Íslandi í dag í gærkvöldi. Líkt og Svala lýsti, og rakið er í úrskurðinum, er maðurinn grunaður um að hafa stungið á hjólbarða á bíl hennar og unnið á honum skemmdarverk. Þá var honum gert að sæta nálgunarbanni gagnvart bæði henni og syni hennar, sem hann er talinn hafa þverbrotið síðustu mánuði. Þá er því lýst í úrskurði héraðsdóms að Svala hafi fengið ítrekaðar símhringingar í mars frá einhverjum sem hún taldi vera manninn. Í eitt skipti hafi hún svarað símanum og aðilinn á hinni línunni sagt „Hey, 24 tímar“ og svo skellt á. Þá hafi hún um miðjan mars tekið upp símtöl frá manninum þar sem heyra má meintar hótanir, meðal annars: „Ég skal segja þér það að fjölskylda þín og allir sem tengjast þér missa lífið, bara að segja þér það.“ Greint var frá því í dag maðurinn hefði ekki enn gefið sig fram við lögreglu eftir að Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir við fréttastofu nú síðdegis að maðurinn hafi verið handtekinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ræddi málefni síbrotamanna í Reykjavík síðdegis í dag. Hún sagði meðal annars að á annan tug manna væru á síbrotalista lögreglu. Viðtalið við Huldu Elsu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu. 23. mars 2021 11:27 „Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. 23. mars 2021 10:31 Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22. mars 2021 14:07 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu. 23. mars 2021 11:27
„Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. 23. mars 2021 10:31
Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22. mars 2021 14:07
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels