Er allt í rugli með sóttvarnirnar? Jóhannes Þór Skúlason skrifar 23. mars 2021 16:01 Nei, sannarlega ekki. En umræðan um bólusetningar, sóttkvíarreglur, breytingar á sóttvörnum gagnvart fólki utan Schengen og fyrirhugaða breytingu á sóttvarnarreglum frá og með 1. maí hefur grautast töluvert saman undanfarna viku. Í öllu því brasi er þó fernt sem er mikilvægt að hafa ætíð í huga. Reglurnar eru byggðar á gögnum en ekki geðþótta Okkur Íslendingum hefur farnast það vel sem ýmsum öðrum hefur gengið verr, að byggja reglur um sóttvarnir á gögnum fremur en t.d. pólitískum duttlungum. Þar hafa gögn um útbreiðslu veirunnar, niðurstöður skimana og önnur sóttvarnavísindaleg nálgun vissulega verið í forgrunni, en ekki má gleyma því að til hliðar við þau eru fleiri gögn sem ríkisstjórnin þarf að hafa í huga þegar ákvarðanir eru teknar. Gögn um efnahagslegar afleiðingar, neikvæð samfélagsleg áhrif atvinnuleysis o.s.frv. skipta þar ekki síður máli. Það er fleira sem er undir en aðeins það hversu margir smitast eða veikjast. Fleira hefur afleiðingar á lífsviðurværi fólks og heilsu heldur en sjúkdómurinn sjálfur. Það verður að gæta þess að lækningin sé ekki skæðari en sjúkdómurinn. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er þess vegna ekki að gera bara allt sem sóttvarnalæknir segir. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er að meta öll gögnin, sóttvarnarleg og efnahagsleg, og taka ákvörðun út frá því sem líkleg er til að skila hagstæðastri niðurstöðu fyrir okkur öll inn í framtíðina. Virðum reglurnar Að þessu sögðu er mjög mikilvægt að við virðum reglurnar á meðan þær eru í gildi. Við getum haft á þeim mismunandi skoðanir, verið sammála eða ósammála eða þótt þurfa að breyta þeim, jafnvel barist fyrir því opinberlega. En við eigum að virða þær engu að síður. Því er það ótrúlegt að sjá að Íslendingar og aðrir búsettir hér á landi skuli dag hvern mæta út á flugvöll til að taka á móti fólki sem á að fara beint í sóttkví. Í gær birtist frétt um að tveir ferðamenn hefður brotið sóttkví á Norðurlandi. Sjaldséðari eru fréttir um íslenska og erlenda ríkisborgara sem búa hér á landi og svindla á sóttkvínni. Um það er fjöldi dæma en þó er ekkert um það fjallað. Ég er augljóslega talsmaður þeirra hagsmuna ferðaþjónustufyrirtækja að ferðamenn þurfi ekki að sæta sóttkví. Ég er hins vegar fyrsti maður til að taka undir að á meðan sú regla gildir eiga allir komufarþegar til landsins að virða sóttkví – bæði ferðamenn og íbúar landsins. Því eru skilaboðin einföld: Hættið að sækja fólk sem á að fara í sóttkví út á flugvöll. Notið grímur. Virðið fjarlægðartakmörk og sóttkví. En haldið áfram að gagnrýna það sem er gagnrýnivert. Það er grundvallarþáttur í lýðræðisþjóðfélagi. Treystum vísindunum Sóttvarnalæknir benti á það á dögunum að engin faraldsfræðileg rök væru fyrir því að taka ekki gild bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen alveg eins og frá ríkjum innan Schengen, og reglugerð heilbrigðisráðherra um það er byggð á ráðleggingum frá sóttvarnalækni. Ef við ætlum á annað borð að treysta bólusetningum hér á landi er engin ástæða til að treysta síður bólusetningum frá öðrum löndum. Og bólusettur Breti er alveg jafn bólusettur og bólusettur Þjóðverji. Íslendingar hafa hlotið jákvæða umfjöllun á alþjóðavettvangi fyrir það hvernig við höfum hanterað þennan faraldur hingað til, og það hefur orðið til þess að auka áhuga á Íslandi og fjölga þeim sem hafa áhuga á að ferðast til þessa græna og góða lands sem hefur staðið sig svo vel í baráttunni við Covid. Í því felast hagsmunir fyrir okkur öll en ekki bara fyrir ferðaþjónustuna sem eitthvað afmarkað mengi sem ekki snertir þjóðina. Ferðaþjónustan er ekkert annað en fólkið sem hefur af henni atvinnu og fær af henni tekjur til að halda heimili og fjölskyldu. Og virðiskeðja hennar er svo víð að þegar hún kemst aftur í gang mun allt samfélagið njóta góðs af. Rökræðum málin af skynsemi Eitt af því sem hefur komið upp í umræðunni er hræðsla við að ferðamenn muni unnvörpum falsa vottorð um bólusetningar. Það er furðuleg röksemd. Við getum bara sjálf spurt okkur þess, þegar keypt hefur verið ferð til útlanda fyrir fjölskylduna fyrir hundruð þúsunda, hvort við myndum sjálf stefna þeim peningum og fjölskyldufríinu í hættu út á að vera gripin í landamæraeftirliti erlendis með fölsuð vottorð? Yfirgnæfandi meirihluti svarar þessari spurning neitandi. Við tökum ekki þá áhættu, heldur verðum okkur frekar úti um alvöru vottorð. Það sama gildir um yfirgnæfandi meirihluta gesta okkar sem ferðast til landsins. Erlendir ferðamenn eru nefnilega ekki einhver hjörð óalandi og óferjandi svindlara, heldur bara venjulegt fólk eins og þú og ég. Ferðamenn hafa bara neikvæða hagsmuni af því að falsa vottorð og áhættan af því er því hverfandi. Aðrir hópar hafa mögulega jákvæða efnahagslega hagsmuni af því að falsa vottorð til að komast inn í landið, t.d. þeir sem búa á Íslandi eða koma hingað vegna vinnu. Það hafa t.d. nýleg dæmi erlendis frá sýnt. Auk þess gerir krafa um framvísun neikvæðs PCR vottorðs þeim sem ferðast í gegn um þriðja land mun erfiðara fyrir að fela slóð sína. Að lokum er rétt að hafa þetta í huga: Gögn úr landamæraskimun sýna að ferðamenn frá svæðum þar sem faraldurinn er í litlum vexti eru mun ólíklegri til að valda innanlandssmitum en fólk sem hefur tengsl við samfélagið hér á landi. Þá hafa Thor Aspelund o.fl. nýlega sýnt fram á að einna minnstar líkur séu á að ferðamenn valdi innanlandssmitum ef einmitt er notuð aðferðin sem taka á upp gagnvart grænum og gulum ríkjum frá 1. maí – þ.e. framvísun neikvæðs PCR prófs og landamæraskimun. Treystum því gögnunum, virðum reglurnar og rökræðum málin af skynsemi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Nei, sannarlega ekki. En umræðan um bólusetningar, sóttkvíarreglur, breytingar á sóttvörnum gagnvart fólki utan Schengen og fyrirhugaða breytingu á sóttvarnarreglum frá og með 1. maí hefur grautast töluvert saman undanfarna viku. Í öllu því brasi er þó fernt sem er mikilvægt að hafa ætíð í huga. Reglurnar eru byggðar á gögnum en ekki geðþótta Okkur Íslendingum hefur farnast það vel sem ýmsum öðrum hefur gengið verr, að byggja reglur um sóttvarnir á gögnum fremur en t.d. pólitískum duttlungum. Þar hafa gögn um útbreiðslu veirunnar, niðurstöður skimana og önnur sóttvarnavísindaleg nálgun vissulega verið í forgrunni, en ekki má gleyma því að til hliðar við þau eru fleiri gögn sem ríkisstjórnin þarf að hafa í huga þegar ákvarðanir eru teknar. Gögn um efnahagslegar afleiðingar, neikvæð samfélagsleg áhrif atvinnuleysis o.s.frv. skipta þar ekki síður máli. Það er fleira sem er undir en aðeins það hversu margir smitast eða veikjast. Fleira hefur afleiðingar á lífsviðurværi fólks og heilsu heldur en sjúkdómurinn sjálfur. Það verður að gæta þess að lækningin sé ekki skæðari en sjúkdómurinn. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er þess vegna ekki að gera bara allt sem sóttvarnalæknir segir. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er að meta öll gögnin, sóttvarnarleg og efnahagsleg, og taka ákvörðun út frá því sem líkleg er til að skila hagstæðastri niðurstöðu fyrir okkur öll inn í framtíðina. Virðum reglurnar Að þessu sögðu er mjög mikilvægt að við virðum reglurnar á meðan þær eru í gildi. Við getum haft á þeim mismunandi skoðanir, verið sammála eða ósammála eða þótt þurfa að breyta þeim, jafnvel barist fyrir því opinberlega. En við eigum að virða þær engu að síður. Því er það ótrúlegt að sjá að Íslendingar og aðrir búsettir hér á landi skuli dag hvern mæta út á flugvöll til að taka á móti fólki sem á að fara beint í sóttkví. Í gær birtist frétt um að tveir ferðamenn hefður brotið sóttkví á Norðurlandi. Sjaldséðari eru fréttir um íslenska og erlenda ríkisborgara sem búa hér á landi og svindla á sóttkvínni. Um það er fjöldi dæma en þó er ekkert um það fjallað. Ég er augljóslega talsmaður þeirra hagsmuna ferðaþjónustufyrirtækja að ferðamenn þurfi ekki að sæta sóttkví. Ég er hins vegar fyrsti maður til að taka undir að á meðan sú regla gildir eiga allir komufarþegar til landsins að virða sóttkví – bæði ferðamenn og íbúar landsins. Því eru skilaboðin einföld: Hættið að sækja fólk sem á að fara í sóttkví út á flugvöll. Notið grímur. Virðið fjarlægðartakmörk og sóttkví. En haldið áfram að gagnrýna það sem er gagnrýnivert. Það er grundvallarþáttur í lýðræðisþjóðfélagi. Treystum vísindunum Sóttvarnalæknir benti á það á dögunum að engin faraldsfræðileg rök væru fyrir því að taka ekki gild bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen alveg eins og frá ríkjum innan Schengen, og reglugerð heilbrigðisráðherra um það er byggð á ráðleggingum frá sóttvarnalækni. Ef við ætlum á annað borð að treysta bólusetningum hér á landi er engin ástæða til að treysta síður bólusetningum frá öðrum löndum. Og bólusettur Breti er alveg jafn bólusettur og bólusettur Þjóðverji. Íslendingar hafa hlotið jákvæða umfjöllun á alþjóðavettvangi fyrir það hvernig við höfum hanterað þennan faraldur hingað til, og það hefur orðið til þess að auka áhuga á Íslandi og fjölga þeim sem hafa áhuga á að ferðast til þessa græna og góða lands sem hefur staðið sig svo vel í baráttunni við Covid. Í því felast hagsmunir fyrir okkur öll en ekki bara fyrir ferðaþjónustuna sem eitthvað afmarkað mengi sem ekki snertir þjóðina. Ferðaþjónustan er ekkert annað en fólkið sem hefur af henni atvinnu og fær af henni tekjur til að halda heimili og fjölskyldu. Og virðiskeðja hennar er svo víð að þegar hún kemst aftur í gang mun allt samfélagið njóta góðs af. Rökræðum málin af skynsemi Eitt af því sem hefur komið upp í umræðunni er hræðsla við að ferðamenn muni unnvörpum falsa vottorð um bólusetningar. Það er furðuleg röksemd. Við getum bara sjálf spurt okkur þess, þegar keypt hefur verið ferð til útlanda fyrir fjölskylduna fyrir hundruð þúsunda, hvort við myndum sjálf stefna þeim peningum og fjölskyldufríinu í hættu út á að vera gripin í landamæraeftirliti erlendis með fölsuð vottorð? Yfirgnæfandi meirihluti svarar þessari spurning neitandi. Við tökum ekki þá áhættu, heldur verðum okkur frekar úti um alvöru vottorð. Það sama gildir um yfirgnæfandi meirihluta gesta okkar sem ferðast til landsins. Erlendir ferðamenn eru nefnilega ekki einhver hjörð óalandi og óferjandi svindlara, heldur bara venjulegt fólk eins og þú og ég. Ferðamenn hafa bara neikvæða hagsmuni af því að falsa vottorð og áhættan af því er því hverfandi. Aðrir hópar hafa mögulega jákvæða efnahagslega hagsmuni af því að falsa vottorð til að komast inn í landið, t.d. þeir sem búa á Íslandi eða koma hingað vegna vinnu. Það hafa t.d. nýleg dæmi erlendis frá sýnt. Auk þess gerir krafa um framvísun neikvæðs PCR vottorðs þeim sem ferðast í gegn um þriðja land mun erfiðara fyrir að fela slóð sína. Að lokum er rétt að hafa þetta í huga: Gögn úr landamæraskimun sýna að ferðamenn frá svæðum þar sem faraldurinn er í litlum vexti eru mun ólíklegri til að valda innanlandssmitum en fólk sem hefur tengsl við samfélagið hér á landi. Þá hafa Thor Aspelund o.fl. nýlega sýnt fram á að einna minnstar líkur séu á að ferðamenn valdi innanlandssmitum ef einmitt er notuð aðferðin sem taka á upp gagnvart grænum og gulum ríkjum frá 1. maí – þ.e. framvísun neikvæðs PCR prófs og landamæraskimun. Treystum því gögnunum, virðum reglurnar og rökræðum málin af skynsemi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun