Þjóðverjar skella í lás yfir páskana Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 11:44 Merkel kanslari fundaði með leiðtogum sambandslandanna sextán. Í kjölfarið kynnti landsstjórnin framlengingu sóttvarnaaðgerða. Vísir/EPA Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki. Nýgengi kórónuveirusmita í Þýskalandi er nú yfir hundrað manns á hverja hundrað þúsund íbúa. Tilkynnt hefur verið um hátt í 7.500 ný smit og 250 dauðsföll síðasta sólarhringinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Af þeim sökum segir Angela Merkel kanslari að núgildandi sóttvarnaðgerðir verði framlengdar til 18. apríl. Enn strangari samkomutakmarkanir verða í gildi dagana 1.-5. apríl og verður flestum verslunum gert að loka. Trúarathöfnum sem fara fram í persónu verður aflýst og stórar fjölskyldusamkomur verða bannaðar. „Veldisvöxtur er í smitum og gjörgæslurúm eru aftur að fyllast,“ sagði Merkel þegar hún kynnti aðgerðirnar í dag. Ákvörðunin var tekin eftir fund hennar með leiðtogum sambandslandanna sextán. Fyrr í þessum mánuði höfðu sömu leiðtogar sammælst um að byrja á að slaka varfærnislega á takmörkunum. Breska afbrigði kórónuveirunnar breiðist nú um Þýskaland og líkti Merkel því við að glíma við nýja veiru sem er mun banvænni og meira smitandi en sú upprunalega. Sagði hún stöðuna í faraldrinum alvarlega. Ástandið í nágrannaríkinu Póllandi er enn svartara. Þar er smittíðnin þrefalt meiri en í Þýskalandi. Í Frakklandi glíma stjórnvöld einnig við þriðju bylgju faraldursins. Fleiri en 470 manns voru lagðir inn á gjörgæslu með Covid-19 þar síðasta sólarhringinn. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gætu lagt fjársektir á þá sem reyna að ferðast frá Englandi Breska ríkisstjórnin ætlar að leggja hundruð þúsunda króna sekt á Englendinga sem reyna að ferðast til útlanda fyrir lok júní. Sektirnar eru hluti af hertum aðgerðum breskra stjórnvalda á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2021 10:32 Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. 22. mars 2021 23:59 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Nýgengi kórónuveirusmita í Þýskalandi er nú yfir hundrað manns á hverja hundrað þúsund íbúa. Tilkynnt hefur verið um hátt í 7.500 ný smit og 250 dauðsföll síðasta sólarhringinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Af þeim sökum segir Angela Merkel kanslari að núgildandi sóttvarnaðgerðir verði framlengdar til 18. apríl. Enn strangari samkomutakmarkanir verða í gildi dagana 1.-5. apríl og verður flestum verslunum gert að loka. Trúarathöfnum sem fara fram í persónu verður aflýst og stórar fjölskyldusamkomur verða bannaðar. „Veldisvöxtur er í smitum og gjörgæslurúm eru aftur að fyllast,“ sagði Merkel þegar hún kynnti aðgerðirnar í dag. Ákvörðunin var tekin eftir fund hennar með leiðtogum sambandslandanna sextán. Fyrr í þessum mánuði höfðu sömu leiðtogar sammælst um að byrja á að slaka varfærnislega á takmörkunum. Breska afbrigði kórónuveirunnar breiðist nú um Þýskaland og líkti Merkel því við að glíma við nýja veiru sem er mun banvænni og meira smitandi en sú upprunalega. Sagði hún stöðuna í faraldrinum alvarlega. Ástandið í nágrannaríkinu Póllandi er enn svartara. Þar er smittíðnin þrefalt meiri en í Þýskalandi. Í Frakklandi glíma stjórnvöld einnig við þriðju bylgju faraldursins. Fleiri en 470 manns voru lagðir inn á gjörgæslu með Covid-19 þar síðasta sólarhringinn.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gætu lagt fjársektir á þá sem reyna að ferðast frá Englandi Breska ríkisstjórnin ætlar að leggja hundruð þúsunda króna sekt á Englendinga sem reyna að ferðast til útlanda fyrir lok júní. Sektirnar eru hluti af hertum aðgerðum breskra stjórnvalda á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2021 10:32 Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. 22. mars 2021 23:59 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Gætu lagt fjársektir á þá sem reyna að ferðast frá Englandi Breska ríkisstjórnin ætlar að leggja hundruð þúsunda króna sekt á Englendinga sem reyna að ferðast til útlanda fyrir lok júní. Sektirnar eru hluti af hertum aðgerðum breskra stjórnvalda á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2021 10:32
Kynnti langtímaáætlun um tilslakanir næstu tvo mánuði Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði. 22. mars 2021 23:59