Stika langstystu leiðina inn á gossvæðið Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 22. mars 2021 16:38 Björgunarsveitarmenn sjást hér stika gönguleið að gosinu í Geldingadal nú á fimmta tímanum. Vísir/Egill Björgunarsveitarmenn eru þessa stundina að hefjast handa við að stika gönguleið frá Suðurstrandarvegi upp að Nátthagakrika sem er talin vera besta leiðin inn á gossvæðið í Geldingadal. „Þetta er langstysta leiðin,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum. Mikil umræða hefur skapast í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum í dag og um helgina vegna ferða fólks að gossvæðinu. Vegalengdin mun vera um fjórir kílómetrar hvora leið og hækkunin nemur um 300 metrum samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hjálmar segir að stikunin fari fram nú í samráði við Almannavarnir og Veðurstofu Íslands. Þar skipti meðal annars máli að ekki sé gengið um Nátthaga á leiðinni á gosstöðvarnar þar sem órói sé á því svæði. Hér má sjá gönguleiðina sem flestir mæla með að gosstöðvunum í Geldingadal og sú sem verður stikuð.Vísir/Loftmyndir ehf „Við teljum þetta vera öruggustu leiðina miðað við þær upplýsingar sem við höfum.“ Gul veðurviðvörun er í gildi í dag og líkur á gassöfnun á morgun. „Vandamálið sem við glímum við í dag er að veður er vont og kalt. Svæðið er því lokað. Morgundagurinn býður upp á betra veður en þá kemur önnur hætta sem er gassöfnun.“ Hann minnir á að gossvæðinu hafi verið lokað af Almannavörnum í dag og það sé þeirra að aflétta þeirri lokun þegar tilefni sé til. Samvinna við stikun nú síðdegis.Vísir/Jóhann K. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, ræddi stöðu mála í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir meðal annars til skoðunar að opna Suðurstrandarveg að hluta en vegurinn er lokaður sem stendur vegna skemmda. Þá sagði Rögnvaldur ekkert til í því að mælt hefði verið með því að leggja langt í burtu til að letja fólk frá því að koma á svæðið. Þær ráðleggingar snúist um aðra hluti. Verið sé að skoða bílastæðamál varðandi gönguleiðina. V iðtalið má heyra hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira
„Þetta er langstysta leiðin,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum. Mikil umræða hefur skapast í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum í dag og um helgina vegna ferða fólks að gossvæðinu. Vegalengdin mun vera um fjórir kílómetrar hvora leið og hækkunin nemur um 300 metrum samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hjálmar segir að stikunin fari fram nú í samráði við Almannavarnir og Veðurstofu Íslands. Þar skipti meðal annars máli að ekki sé gengið um Nátthaga á leiðinni á gosstöðvarnar þar sem órói sé á því svæði. Hér má sjá gönguleiðina sem flestir mæla með að gosstöðvunum í Geldingadal og sú sem verður stikuð.Vísir/Loftmyndir ehf „Við teljum þetta vera öruggustu leiðina miðað við þær upplýsingar sem við höfum.“ Gul veðurviðvörun er í gildi í dag og líkur á gassöfnun á morgun. „Vandamálið sem við glímum við í dag er að veður er vont og kalt. Svæðið er því lokað. Morgundagurinn býður upp á betra veður en þá kemur önnur hætta sem er gassöfnun.“ Hann minnir á að gossvæðinu hafi verið lokað af Almannavörnum í dag og það sé þeirra að aflétta þeirri lokun þegar tilefni sé til. Samvinna við stikun nú síðdegis.Vísir/Jóhann K. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, ræddi stöðu mála í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir meðal annars til skoðunar að opna Suðurstrandarveg að hluta en vegurinn er lokaður sem stendur vegna skemmda. Þá sagði Rögnvaldur ekkert til í því að mælt hefði verið með því að leggja langt í burtu til að letja fólk frá því að koma á svæðið. Þær ráðleggingar snúist um aðra hluti. Verið sé að skoða bílastæðamál varðandi gönguleiðina. V iðtalið má heyra hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira