Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2021 14:27 Frá gosstöðvunum í Geldingadal í gær. Vísir/Vilhelm Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að litlar breytingar hafi orðið á eldgosinu. „Eins og er þá er [staðan] svipuð og hún hefur verið frá því það byrjaði. Það er áframhaldandi hraunrennsli.“ Á gostímabili sé eðlilegt að ýmist aukist eða dragi úr ákefð gossins til skiptis. Því sé afar hæpið að draga ályktanir um endalok þess út frá vefmyndavélum á vettvangi. „Þetta getur komið í hviðum þannig að það er ekki hægt að segja til um þetta strax út frá vefmyndavélum að dæma. Við erum bara að horfa á þetta öðrum megin. Við sjáum ekki hvað er að ske hinum megin.“ Við mælingar í morgun kom í ljós að gasmengun er á gossvæðinu í Geldingadal og er mælingin komin upp fyrir hættumörk. „Síðast var mælt hjá okkur í gær. Við vitum ekki hver staðan er hjá okkur núna en fólk frá okkur fer að mæla eftir hádegi en þær tölur sem talað var um í morgun komu ekki frá okkur heldur viðbragðsaðilum með handmæla.“ Bryndís segir að á morgun sé afar líklegt að gosmengun fari upp úr öllu valdi í dalnum því þá er útlit fyrir að dragi úr vindi og þá safnast gas frekar fyrir. „Þá verður mun meiri hætta á gassöfnun ofan í dalnum við gosstöðvarnar og getur þá orðið lífshættulegt.“ Aðspurð hvort almenningi verði meinaður aðgangur að svæðinu alfarið ef mengunin mun teljast lífshættuleg svarar Bryndís því til að það sé líklegt en erfitt sé að fá fólk til að fara að tilmælum. „Það er spurning hvort það sé hægt. Þeir sem ætla sér að fara munu örugglega finn leið. En það munu að öllum líkindum koma tilmæli frá okkur, almannavörnum og viðbragðsaðilum að það verði alls ekki sniðugt að fara ef aðstæður verða þannig. Eins og sást í nótt var búið að vara við vondu veðri og fleira og björgunarsveitir voru á fullu að hjálpa fólki.“ Svona hegðun valdi mun meira álagi á björgunarsveitirnar og stofni lífi fjölda fólks í hættu. Eru einhverjar vísbendingar um að það gæti farið að gjósa á fleiri stöðum? „Það er alltaf möguleiki á að það opnist einhvers staðar á því svæði sem gangurinn liggur þannig að fólk þarf að hafa varann á og passa sig. Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir „Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34 Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir. 22. mars 2021 10:51 Þyrla Gæslunnar kölluð út til leitar Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálfátta í morgun til að aðstoða við leit að fólki í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal. 22. mars 2021 08:38 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að litlar breytingar hafi orðið á eldgosinu. „Eins og er þá er [staðan] svipuð og hún hefur verið frá því það byrjaði. Það er áframhaldandi hraunrennsli.“ Á gostímabili sé eðlilegt að ýmist aukist eða dragi úr ákefð gossins til skiptis. Því sé afar hæpið að draga ályktanir um endalok þess út frá vefmyndavélum á vettvangi. „Þetta getur komið í hviðum þannig að það er ekki hægt að segja til um þetta strax út frá vefmyndavélum að dæma. Við erum bara að horfa á þetta öðrum megin. Við sjáum ekki hvað er að ske hinum megin.“ Við mælingar í morgun kom í ljós að gasmengun er á gossvæðinu í Geldingadal og er mælingin komin upp fyrir hættumörk. „Síðast var mælt hjá okkur í gær. Við vitum ekki hver staðan er hjá okkur núna en fólk frá okkur fer að mæla eftir hádegi en þær tölur sem talað var um í morgun komu ekki frá okkur heldur viðbragðsaðilum með handmæla.“ Bryndís segir að á morgun sé afar líklegt að gosmengun fari upp úr öllu valdi í dalnum því þá er útlit fyrir að dragi úr vindi og þá safnast gas frekar fyrir. „Þá verður mun meiri hætta á gassöfnun ofan í dalnum við gosstöðvarnar og getur þá orðið lífshættulegt.“ Aðspurð hvort almenningi verði meinaður aðgangur að svæðinu alfarið ef mengunin mun teljast lífshættuleg svarar Bryndís því til að það sé líklegt en erfitt sé að fá fólk til að fara að tilmælum. „Það er spurning hvort það sé hægt. Þeir sem ætla sér að fara munu örugglega finn leið. En það munu að öllum líkindum koma tilmæli frá okkur, almannavörnum og viðbragðsaðilum að það verði alls ekki sniðugt að fara ef aðstæður verða þannig. Eins og sást í nótt var búið að vara við vondu veðri og fleira og björgunarsveitir voru á fullu að hjálpa fólki.“ Svona hegðun valdi mun meira álagi á björgunarsveitirnar og stofni lífi fjölda fólks í hættu. Eru einhverjar vísbendingar um að það gæti farið að gjósa á fleiri stöðum? „Það er alltaf möguleiki á að það opnist einhvers staðar á því svæði sem gangurinn liggur þannig að fólk þarf að hafa varann á og passa sig.
Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir „Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34 Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir. 22. mars 2021 10:51 Þyrla Gæslunnar kölluð út til leitar Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálfátta í morgun til að aðstoða við leit að fólki í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal. 22. mars 2021 08:38 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34
Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir. 22. mars 2021 10:51
Þyrla Gæslunnar kölluð út til leitar Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálfátta í morgun til að aðstoða við leit að fólki í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal. 22. mars 2021 08:38