ESB íhugar að banna útflutning á bóluefni til Bretlands Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2021 16:03 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Hún telur ekki hægt að una við það hversu slæmar heimtur hafa orðið á bóluefni frá AstraZeneca á Bretlandi. Vísir/EPA Evrópusambandið hótaði því að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Bretlands til að tryggja sem flesta skammta fyrir sína eigin þegna. Sambandið er ósátt við hversu fáir skammtar af bóluefni AstraZeneca sem samið var um hafa verið afhentir til þessa. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti óánægju sinni með hversu hægt hafi gengið að fá AstraZeneca til að afhenda bóluefni sem það seldi sambandinu á sama tíma og um tíu milljónir skammta af öðrum bóluefnum hafi verið fluttir frá meginlandinu til Bretlands. „Við erum í neyðarástandi aldarinnar,“ sagði hún og vísaði til þess að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins virtist í uppsiglingu víða í álfunni. Afar hægt hefur gengið að bólusetja gegn veirunni innan Evrópusambandsins. Reuters-fréttastofan segir að innan við tíu prósent íbúa aðildarríkjanna hafi verið fullbólusett til þessa. „Ef staðan breytist ekki verðum við að íhuga hvernig við gerum útflutning til landa sem framleiða bóluefni háðan hversu opin þau eru. Við munum íhuga hvort að samræmi sé í útflutning til landa með hærra hlutfall bólusettra en hjá okkur,“ sagði von der Leyen. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, furðaði sig á hótunum sambandsins í dag og sagði þær stangast á við þau fyrirheit sem framkvæmdastjórnin hefði gefið Bretlandi. „Við ætlumst til þess að þessi fyrirheit og lagalega tryggt framboð verði virt. Satt best að segja er ég hissa á að við skulum vera að ræða þetta,“ sagði Raab. Útflutningsstopp og tímabundið bann Mikill styr hefur staðið um bóluefnið AstraZeneca í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld beittu fyrr í þessum mánuði heimild til þess að stöðva útflutning á hundruð þúsundum skammta af bóluefninu til Ástralíu sem höfðu verið framleiddir á Ítalíu. Undanfarna daga hefur hvert Evrópuríki á fætur öðru, þar á meðal stóru ríkin Þýskaland, Frakkland og Spánn, sett tímabundið bann við notkun á bóluefni AstraZeneca vegna tilkynningar um að nokkrir einstaklingar af fleiri milljónum sem hafa fengið það hafi fengið blóðtappa í kjölfarið. Engar vísbendingar um orsakasamhengi liggja þó fyrir að svo stöddu. Til stendur að Lyfjastofnun Evrópu gefi út leiðbeiningar um notkun bóluefnis AstraZeneca á morgun. Ísland er eitt þeirra ríkja sem stöðvaði notkun bóluefnisins tímabundið í síðustu viku. Landspítalinn þurfti meðal annars að henda um hundrað skömmtum af efninu sem höfðu þegar verið blandaðir þegar ákvörðunin var tekin. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Sjá meira
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti óánægju sinni með hversu hægt hafi gengið að fá AstraZeneca til að afhenda bóluefni sem það seldi sambandinu á sama tíma og um tíu milljónir skammta af öðrum bóluefnum hafi verið fluttir frá meginlandinu til Bretlands. „Við erum í neyðarástandi aldarinnar,“ sagði hún og vísaði til þess að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins virtist í uppsiglingu víða í álfunni. Afar hægt hefur gengið að bólusetja gegn veirunni innan Evrópusambandsins. Reuters-fréttastofan segir að innan við tíu prósent íbúa aðildarríkjanna hafi verið fullbólusett til þessa. „Ef staðan breytist ekki verðum við að íhuga hvernig við gerum útflutning til landa sem framleiða bóluefni háðan hversu opin þau eru. Við munum íhuga hvort að samræmi sé í útflutning til landa með hærra hlutfall bólusettra en hjá okkur,“ sagði von der Leyen. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, furðaði sig á hótunum sambandsins í dag og sagði þær stangast á við þau fyrirheit sem framkvæmdastjórnin hefði gefið Bretlandi. „Við ætlumst til þess að þessi fyrirheit og lagalega tryggt framboð verði virt. Satt best að segja er ég hissa á að við skulum vera að ræða þetta,“ sagði Raab. Útflutningsstopp og tímabundið bann Mikill styr hefur staðið um bóluefnið AstraZeneca í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld beittu fyrr í þessum mánuði heimild til þess að stöðva útflutning á hundruð þúsundum skammta af bóluefninu til Ástralíu sem höfðu verið framleiddir á Ítalíu. Undanfarna daga hefur hvert Evrópuríki á fætur öðru, þar á meðal stóru ríkin Þýskaland, Frakkland og Spánn, sett tímabundið bann við notkun á bóluefni AstraZeneca vegna tilkynningar um að nokkrir einstaklingar af fleiri milljónum sem hafa fengið það hafi fengið blóðtappa í kjölfarið. Engar vísbendingar um orsakasamhengi liggja þó fyrir að svo stöddu. Til stendur að Lyfjastofnun Evrópu gefi út leiðbeiningar um notkun bóluefnis AstraZeneca á morgun. Ísland er eitt þeirra ríkja sem stöðvaði notkun bóluefnisins tímabundið í síðustu viku. Landspítalinn þurfti meðal annars að henda um hundrað skömmtum af efninu sem höfðu þegar verið blandaðir þegar ákvörðunin var tekin.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Sjá meira
Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50
Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09