ESB íhugar að banna útflutning á bóluefni til Bretlands Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2021 16:03 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Hún telur ekki hægt að una við það hversu slæmar heimtur hafa orðið á bóluefni frá AstraZeneca á Bretlandi. Vísir/EPA Evrópusambandið hótaði því að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Bretlands til að tryggja sem flesta skammta fyrir sína eigin þegna. Sambandið er ósátt við hversu fáir skammtar af bóluefni AstraZeneca sem samið var um hafa verið afhentir til þessa. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti óánægju sinni með hversu hægt hafi gengið að fá AstraZeneca til að afhenda bóluefni sem það seldi sambandinu á sama tíma og um tíu milljónir skammta af öðrum bóluefnum hafi verið fluttir frá meginlandinu til Bretlands. „Við erum í neyðarástandi aldarinnar,“ sagði hún og vísaði til þess að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins virtist í uppsiglingu víða í álfunni. Afar hægt hefur gengið að bólusetja gegn veirunni innan Evrópusambandsins. Reuters-fréttastofan segir að innan við tíu prósent íbúa aðildarríkjanna hafi verið fullbólusett til þessa. „Ef staðan breytist ekki verðum við að íhuga hvernig við gerum útflutning til landa sem framleiða bóluefni háðan hversu opin þau eru. Við munum íhuga hvort að samræmi sé í útflutning til landa með hærra hlutfall bólusettra en hjá okkur,“ sagði von der Leyen. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, furðaði sig á hótunum sambandsins í dag og sagði þær stangast á við þau fyrirheit sem framkvæmdastjórnin hefði gefið Bretlandi. „Við ætlumst til þess að þessi fyrirheit og lagalega tryggt framboð verði virt. Satt best að segja er ég hissa á að við skulum vera að ræða þetta,“ sagði Raab. Útflutningsstopp og tímabundið bann Mikill styr hefur staðið um bóluefnið AstraZeneca í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld beittu fyrr í þessum mánuði heimild til þess að stöðva útflutning á hundruð þúsundum skammta af bóluefninu til Ástralíu sem höfðu verið framleiddir á Ítalíu. Undanfarna daga hefur hvert Evrópuríki á fætur öðru, þar á meðal stóru ríkin Þýskaland, Frakkland og Spánn, sett tímabundið bann við notkun á bóluefni AstraZeneca vegna tilkynningar um að nokkrir einstaklingar af fleiri milljónum sem hafa fengið það hafi fengið blóðtappa í kjölfarið. Engar vísbendingar um orsakasamhengi liggja þó fyrir að svo stöddu. Til stendur að Lyfjastofnun Evrópu gefi út leiðbeiningar um notkun bóluefnis AstraZeneca á morgun. Ísland er eitt þeirra ríkja sem stöðvaði notkun bóluefnisins tímabundið í síðustu viku. Landspítalinn þurfti meðal annars að henda um hundrað skömmtum af efninu sem höfðu þegar verið blandaðir þegar ákvörðunin var tekin. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti óánægju sinni með hversu hægt hafi gengið að fá AstraZeneca til að afhenda bóluefni sem það seldi sambandinu á sama tíma og um tíu milljónir skammta af öðrum bóluefnum hafi verið fluttir frá meginlandinu til Bretlands. „Við erum í neyðarástandi aldarinnar,“ sagði hún og vísaði til þess að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins virtist í uppsiglingu víða í álfunni. Afar hægt hefur gengið að bólusetja gegn veirunni innan Evrópusambandsins. Reuters-fréttastofan segir að innan við tíu prósent íbúa aðildarríkjanna hafi verið fullbólusett til þessa. „Ef staðan breytist ekki verðum við að íhuga hvernig við gerum útflutning til landa sem framleiða bóluefni háðan hversu opin þau eru. Við munum íhuga hvort að samræmi sé í útflutning til landa með hærra hlutfall bólusettra en hjá okkur,“ sagði von der Leyen. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, furðaði sig á hótunum sambandsins í dag og sagði þær stangast á við þau fyrirheit sem framkvæmdastjórnin hefði gefið Bretlandi. „Við ætlumst til þess að þessi fyrirheit og lagalega tryggt framboð verði virt. Satt best að segja er ég hissa á að við skulum vera að ræða þetta,“ sagði Raab. Útflutningsstopp og tímabundið bann Mikill styr hefur staðið um bóluefnið AstraZeneca í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld beittu fyrr í þessum mánuði heimild til þess að stöðva útflutning á hundruð þúsundum skammta af bóluefninu til Ástralíu sem höfðu verið framleiddir á Ítalíu. Undanfarna daga hefur hvert Evrópuríki á fætur öðru, þar á meðal stóru ríkin Þýskaland, Frakkland og Spánn, sett tímabundið bann við notkun á bóluefni AstraZeneca vegna tilkynningar um að nokkrir einstaklingar af fleiri milljónum sem hafa fengið það hafi fengið blóðtappa í kjölfarið. Engar vísbendingar um orsakasamhengi liggja þó fyrir að svo stöddu. Til stendur að Lyfjastofnun Evrópu gefi út leiðbeiningar um notkun bóluefnis AstraZeneca á morgun. Ísland er eitt þeirra ríkja sem stöðvaði notkun bóluefnisins tímabundið í síðustu viku. Landspítalinn þurfti meðal annars að henda um hundrað skömmtum af efninu sem höfðu þegar verið blandaðir þegar ákvörðunin var tekin.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50
Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09