Reykjavík - fyrir okkur öll! Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 17. mars 2021 08:30 Undanfarna mánuði hefur farið fram víðtækt samráð um mótun velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Í ferlinu hefur markvisst verið kallað eftir og hlýtt á fjölbreyttar raddir borgarbúa, samstarfsaðila, hagsmunaaðila, starfsfólks og kjörinna fulltrúa. Markmið stefnunnar er að auka lífsgæði fólks og tryggja að Reykjavík sé fyrir okkur öll. Nú liggja drög að velferðarstefnunni fyrir. Hún er hugsuð sem vegvísir fyrir borgarbúa og er rammi utan um metnaðarfullt og mannvænt velferðarstarf sem hefur það að markmiði að auka lífsgæði og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Áfram eru til stefnur í einstaka málaflokkum, s.s. í húsnæðismálum, málefnum aldraðra og málefnum fatlaðs fólks. Á velferðarsviði starfa yfir þrjú þúsund manns á rúmlega 100 starfsstöðum víðsvegar um borgina. Sviðið býður upp á margskonar einstaklingsbundna þjónustu, í heimahúsum, í skammtímadvölum, íbúðakjörnum, neyðarskýlum og félagsmiðstöðvum en einnig viðtöl og félagslega ráðgjöf. Kjarninn í velferðarstefnunni er að engin tveir einstaklingar eru eins en það á að vera grundvallarnálgun í velferðarþjónustu borgarinnar. Við viljum tryggja nálægð og aðgengileika, þjónustulipurð og skilvirkni, virðingu og umhyggju. Ennfremur er markmiðið að sýna frumkvæði og bregðast við fjölbreyttum þörfum einstaklinga og fjölskyldna fyrir velferðarþjónustu en það er mikilvæg nálgun í því fjölmenningarlega samfélagi sem Reykjavík er. Loks er mikilvægt að eiga reglubundið samtal og samráð við samfélagið, ekki síst fulltrúa notenda þjónustunnar. Auk greinarhöfundar sem er formaður velferðarráðs og stýrihóps um mótun stefnunnar áttu borgarfulltrúarnir Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri Græn og Egill Þór Jónsson Sjálfstæðisflokki sæti í hópnum, Ásta Þórdís Skjóldal Guðjónsdóttir frá Pepp, samtökum fólks í fátækt, Bergsteinn Þórðarson frá Öryrkjabandalaginu, Ingibjörg Sverrisdóttir frá félagi eldri borgara í Reykjavík, Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri og Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Verkefnisstjóri hópsins var Dís Sigurgeirsdóttir skrifstofustjóri. Um leið og ég færi þeim og þeim hundruðum borgarabúa, samstarfsaðila og starfsmanna sem hafa lagt hönd á plóg bestu þakkir fyrir samstarfið þá hvet ég borgarbúa til að kynna sér stefnudrögin og nota tækifærið til að gera athugasemdir við þau, koma með tillögur um hvernig borgin getur best sannarlega verið fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur farið fram víðtækt samráð um mótun velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Í ferlinu hefur markvisst verið kallað eftir og hlýtt á fjölbreyttar raddir borgarbúa, samstarfsaðila, hagsmunaaðila, starfsfólks og kjörinna fulltrúa. Markmið stefnunnar er að auka lífsgæði fólks og tryggja að Reykjavík sé fyrir okkur öll. Nú liggja drög að velferðarstefnunni fyrir. Hún er hugsuð sem vegvísir fyrir borgarbúa og er rammi utan um metnaðarfullt og mannvænt velferðarstarf sem hefur það að markmiði að auka lífsgæði og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Áfram eru til stefnur í einstaka málaflokkum, s.s. í húsnæðismálum, málefnum aldraðra og málefnum fatlaðs fólks. Á velferðarsviði starfa yfir þrjú þúsund manns á rúmlega 100 starfsstöðum víðsvegar um borgina. Sviðið býður upp á margskonar einstaklingsbundna þjónustu, í heimahúsum, í skammtímadvölum, íbúðakjörnum, neyðarskýlum og félagsmiðstöðvum en einnig viðtöl og félagslega ráðgjöf. Kjarninn í velferðarstefnunni er að engin tveir einstaklingar eru eins en það á að vera grundvallarnálgun í velferðarþjónustu borgarinnar. Við viljum tryggja nálægð og aðgengileika, þjónustulipurð og skilvirkni, virðingu og umhyggju. Ennfremur er markmiðið að sýna frumkvæði og bregðast við fjölbreyttum þörfum einstaklinga og fjölskyldna fyrir velferðarþjónustu en það er mikilvæg nálgun í því fjölmenningarlega samfélagi sem Reykjavík er. Loks er mikilvægt að eiga reglubundið samtal og samráð við samfélagið, ekki síst fulltrúa notenda þjónustunnar. Auk greinarhöfundar sem er formaður velferðarráðs og stýrihóps um mótun stefnunnar áttu borgarfulltrúarnir Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri Græn og Egill Þór Jónsson Sjálfstæðisflokki sæti í hópnum, Ásta Þórdís Skjóldal Guðjónsdóttir frá Pepp, samtökum fólks í fátækt, Bergsteinn Þórðarson frá Öryrkjabandalaginu, Ingibjörg Sverrisdóttir frá félagi eldri borgara í Reykjavík, Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri og Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Verkefnisstjóri hópsins var Dís Sigurgeirsdóttir skrifstofustjóri. Um leið og ég færi þeim og þeim hundruðum borgarabúa, samstarfsaðila og starfsmanna sem hafa lagt hönd á plóg bestu þakkir fyrir samstarfið þá hvet ég borgarbúa til að kynna sér stefnudrögin og nota tækifærið til að gera athugasemdir við þau, koma með tillögur um hvernig borgin getur best sannarlega verið fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun