Fótbolti

Sigur­mark skömmu fyrir leiks­lok og níu stiga for­ysta Inter

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lautaro Martinez fagnar sigurmarkinu.
Lautaro Martinez fagnar sigurmarkinu. Valerio Pennicino/Getty Images

Lautaro Martinez tryggði Inter stigin þrjú er liðið vann 2-1 sigur á Torino á útivelli í Seriu A í dag. Forysta Inter á toppnum er níu stig.

Staðan var markalaus í hálfleik en eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik fengu Inter vítaspyrnu sem Romelu Lukaku skoraði úr.

Antonio Sanabria jafnaði metin átta mínútum síðar en það var svo fimm mínútum fyrir leikslok sem Lautaro Martinez skoraði sigurmarkið eftir undirbúning Alexis Sanchez.

Inter er því með 65 stig á toppi deildarinnar en AC Milan er í öðru sætinu með 56 stig. Forysta Inter verður að minnsta kosti níu stig fram á kvöld er AC Milan mætir Napoli.

Torino er í átjánda sætinu, fallsæti, tveimur stigum frá öruggu sæti.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×