Ekki hægt að opna gamla Suðurstrandarveg að fullu vegna grjóthrunshættu Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 13. mars 2021 13:09 Vegurinn er lokaður en vinna við að opna hann að hluta stendur nú yfir. Aðsend Bæjaryfirvöldum í Grindavík hafa borist ábendingar um að gamli Suðurstrandarvegurinn sé lokaður. Það geti skapað hættu ef það gjósi vestan við Grindavík og komi til rýmingar um Suðurstrandarveg. Atli Geir Júlusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs hjá bænum segir ekki hægt að opna allan veginn að svo stöddu vegna hættu á grjóthruni. Bent hefur verið á mikilvægi þess að opna veginn svo hægt sé að nýta hann sem mögulega flóttaleið, ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga. Í aðalskipulagi Grindavíkurbæjar segir að vegurinn eigi að nýtast sem möguleg leið fyrir viðbragðsaðila til að koma föngum á svæðið, ef þörf væri á. „Eins og aðstæður eru núna þá eru allar þær sviðsmyndir sem eru uppi þannig að við munum hreinlega loka öllum leiðum um þetta svæði, þannig það eru engar líkur á við munum þurfa að nota Suðurstrandarveginn í þeim tilgangi,“ segir Atli Geir. Líkurnar á að nota þurfi veginn ekki miklar Atli Geir segir veginn að stórum hluta lokaðan vegna grjóthruns, þar sem vegurinn liggur meðfram fjöllum. „Við erum ekki að fara að hreyfa við því grjóti þegar skjálftarnir eru og áfram grjóthrun. Auðvitað á hann að notast fyrir viðbragðsaðila þegar þetta er eina leiðin þeirra inn í bæinn, en líkurnar á því að það þurfi núna eru svo sem ekki miklar,“ segir Atli Geir. Vinna við að opna veginn sem næst Grindavík sé þó hafin. „Við munum ekki fara að tína grjót af honum austar, það er hreinlega hættulegt fyrir menn að fara þar um núna út af grjóthruni. Það grjót verður bara tínt af veginum þegar róast.“ Atli Geir segir stöðuna í Grindavík vera óbreytta og enn sé mikil skjálftavirkni á svæðinu. Íbúar séu margir orðnir þreyttir. „Við vöknum ótt og títt við skjálfta en menn bera sig vel og það er svo sem ekkert annað að gera en að reyna bara að halda áfram.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ölfus Samgöngur Hafnarfjörður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Bent hefur verið á mikilvægi þess að opna veginn svo hægt sé að nýta hann sem mögulega flóttaleið, ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga. Í aðalskipulagi Grindavíkurbæjar segir að vegurinn eigi að nýtast sem möguleg leið fyrir viðbragðsaðila til að koma föngum á svæðið, ef þörf væri á. „Eins og aðstæður eru núna þá eru allar þær sviðsmyndir sem eru uppi þannig að við munum hreinlega loka öllum leiðum um þetta svæði, þannig það eru engar líkur á við munum þurfa að nota Suðurstrandarveginn í þeim tilgangi,“ segir Atli Geir. Líkurnar á að nota þurfi veginn ekki miklar Atli Geir segir veginn að stórum hluta lokaðan vegna grjóthruns, þar sem vegurinn liggur meðfram fjöllum. „Við erum ekki að fara að hreyfa við því grjóti þegar skjálftarnir eru og áfram grjóthrun. Auðvitað á hann að notast fyrir viðbragðsaðila þegar þetta er eina leiðin þeirra inn í bæinn, en líkurnar á því að það þurfi núna eru svo sem ekki miklar,“ segir Atli Geir. Vinna við að opna veginn sem næst Grindavík sé þó hafin. „Við munum ekki fara að tína grjót af honum austar, það er hreinlega hættulegt fyrir menn að fara þar um núna út af grjóthruni. Það grjót verður bara tínt af veginum þegar róast.“ Atli Geir segir stöðuna í Grindavík vera óbreytta og enn sé mikil skjálftavirkni á svæðinu. Íbúar séu margir orðnir þreyttir. „Við vöknum ótt og títt við skjálfta en menn bera sig vel og það er svo sem ekkert annað að gera en að reyna bara að halda áfram.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ölfus Samgöngur Hafnarfjörður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira