Keyptu hús á 2.500 krónur og gerðu upp Stefán Árni Pálsson skrifar 13. mars 2021 21:31 Janne líður vel í húsinu á Þingeyri. Hin danska Janne og hinn belgíski Wouter kynntust í Reykjavík árið 2005. Þau fluttu til Þingeyrar sama ár og keyptu hús þar í bænum á 2.500 krónur. Janne og Wouter gerðu húsið upp frá grunni og útkoman er mjög flott eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir með fréttinni. Húsið er kallað Simbahöllin og þau reka þar heimilislegt kaffihús sem þau opnuðu 2009. „Ég fékk tækifæri að koma til Íslands og fara í Háskólann sem skiptinemi árið 2005. Ég kynntist Wouter í Reykjavík en hann var búinn að vera á Þingeyri. Við fluttum þangað og keyptum húsið. Mér fannst þingeyri fallegasti bær sem ég hafði séð á Íslandi,“ segir Janne. Þarf ekki að læsa húsinu „Ég kom til Íslands sem ferðamaður að leita að ævintýrum. Þingeyri er mjög kósí bær. Allir þekkja alla. Það þarf ekkert að læsa húsinu," segir Wouter. Húsið sem þau keyptu og gerðu upp er á Fjarðargötu 5 og var byggt árið 1908. Það hýsti lengi vel verslun Sigmundar Jónssonar kaupmanns. Á þessu notalega kaffihúsi er m.a. hægt að gæða sér á heitu súkkulaði og belgískum vöfflum. „Við fórum strax af stað með að gera húsið upp. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Wouter. Janne bætir við að þegar vinnan við að gera húsið upp byrjaði hafi komið í ljós gamlar og fallegar innréttingar. Draumahúsið „Þá fannst okkur við þurfa að gera eitthvað meira fyrir húsið. Ég held að við eigum heima hérna á Þingeyri núna. Þetta er eiginlega draumahúsið mitt og mér finnst best að vera hér og eiga heima hér,“ segir Janne enn fremur. Wouter segir að sér finnist veturinn besti hlutinn af árinu núna þótt það hafi tekið tíma að venjast veðráttunni til að byrja með. Jannes tekur undir þetta með Wouter. „Við gerum svo mikið á sumrin þegar kaffihúsið er í gangi og fullt af gestum. Veturinn er meira chill og kósí tími þar sem við getum notið umhverfisins og náttúrunnar og það sem við viljum gera. Stundum erum við bara föst út af veðrinu og það er bara fínt,“ segir hún. Janne og Wouter sögðu sögu sína í spjalli við 66°Norður en fyrirtækið hefur í gegnum árin tekið púlsinn á fólki í sínu daglega lífi víða um landið. Ísafjarðarbær Hús og heimili Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Húsið er kallað Simbahöllin og þau reka þar heimilislegt kaffihús sem þau opnuðu 2009. „Ég fékk tækifæri að koma til Íslands og fara í Háskólann sem skiptinemi árið 2005. Ég kynntist Wouter í Reykjavík en hann var búinn að vera á Þingeyri. Við fluttum þangað og keyptum húsið. Mér fannst þingeyri fallegasti bær sem ég hafði séð á Íslandi,“ segir Janne. Þarf ekki að læsa húsinu „Ég kom til Íslands sem ferðamaður að leita að ævintýrum. Þingeyri er mjög kósí bær. Allir þekkja alla. Það þarf ekkert að læsa húsinu," segir Wouter. Húsið sem þau keyptu og gerðu upp er á Fjarðargötu 5 og var byggt árið 1908. Það hýsti lengi vel verslun Sigmundar Jónssonar kaupmanns. Á þessu notalega kaffihúsi er m.a. hægt að gæða sér á heitu súkkulaði og belgískum vöfflum. „Við fórum strax af stað með að gera húsið upp. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Wouter. Janne bætir við að þegar vinnan við að gera húsið upp byrjaði hafi komið í ljós gamlar og fallegar innréttingar. Draumahúsið „Þá fannst okkur við þurfa að gera eitthvað meira fyrir húsið. Ég held að við eigum heima hérna á Þingeyri núna. Þetta er eiginlega draumahúsið mitt og mér finnst best að vera hér og eiga heima hér,“ segir Janne enn fremur. Wouter segir að sér finnist veturinn besti hlutinn af árinu núna þótt það hafi tekið tíma að venjast veðráttunni til að byrja með. Jannes tekur undir þetta með Wouter. „Við gerum svo mikið á sumrin þegar kaffihúsið er í gangi og fullt af gestum. Veturinn er meira chill og kósí tími þar sem við getum notið umhverfisins og náttúrunnar og það sem við viljum gera. Stundum erum við bara föst út af veðrinu og það er bara fínt,“ segir hún. Janne og Wouter sögðu sögu sína í spjalli við 66°Norður en fyrirtækið hefur í gegnum árin tekið púlsinn á fólki í sínu daglega lífi víða um landið.
Ísafjarðarbær Hús og heimili Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira