Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. mars 2021 11:47 Suðurstrandarvegur liggur frá Grindavík til Þorlákshafnar. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs. Skjálftinn við Eldvörp í morgun varð sex kílómetra vestan við Grindavík og fannst allt norður á Akranes og Hvanneyri og austur á Hvolsvöll. Sérfræðingar segja skjálftann hafa orðið vegna spennubreytinga á svæðinu vestan við Fagradalsfjall. Frá miðnætti til klukkan sjö í morgun mældust um 800 jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Virknin er að mestu bundin við syðsta enda kvikugangsins við Fagradalsfjall. Enginn gosórói hefur þó mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stærstu skjálftana núna vera vegna spennulosunar á svæðinu. Fagradalsfjall á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm „Gangurinn virðist áfram vera að stækka og þrýstingur að vera að byggjast upp sem veldur þessum gikkskjálftum og þeir geta verið langt í burtu frá þeim stað þar sem að kvikan er að koma upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín. Engin merki eru um að kvika sér að ganga til annarsstaðar á svæðinu en eftir því sem jarðskjálftavirkni heldur áfram er mun líklegra að atburðurinn endi með eldgosi. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandarveginn,“ segir Kristín. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandaveginn,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Komi upp eldgos á þessum stað eru afar litlar líkur eru á að hætta muni skapast í byggð. Fyrr í vikunni var grein frá því að kvika væri á um eins kílómetra dýpi en ekki liggja fyrir upplýsinga um að hún hafi færst nær yfirborði. „Nei við erum ekki með neitt í hendi akkúrat núna um það. Við erum að fylgjast með þessu og ef að gangurinn er að vaxa í þessa átt þá ættum við að sjá það greinilega í skjálftavirkninni að það er í rauninni þessi fremsti hluti gangsins að er virkur hverju sinni og við höfum séð mestu virknina veran sannarlega í Fagradalsfjallinu. Það er svæðið sem við erum að horfa á núna,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Samgöngur Grindavík Hafnarfjörður Ölfus Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Skjálftinn við Eldvörp í morgun varð sex kílómetra vestan við Grindavík og fannst allt norður á Akranes og Hvanneyri og austur á Hvolsvöll. Sérfræðingar segja skjálftann hafa orðið vegna spennubreytinga á svæðinu vestan við Fagradalsfjall. Frá miðnætti til klukkan sjö í morgun mældust um 800 jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Virknin er að mestu bundin við syðsta enda kvikugangsins við Fagradalsfjall. Enginn gosórói hefur þó mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stærstu skjálftana núna vera vegna spennulosunar á svæðinu. Fagradalsfjall á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm „Gangurinn virðist áfram vera að stækka og þrýstingur að vera að byggjast upp sem veldur þessum gikkskjálftum og þeir geta verið langt í burtu frá þeim stað þar sem að kvikan er að koma upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín. Engin merki eru um að kvika sér að ganga til annarsstaðar á svæðinu en eftir því sem jarðskjálftavirkni heldur áfram er mun líklegra að atburðurinn endi með eldgosi. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandarveginn,“ segir Kristín. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandaveginn,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Komi upp eldgos á þessum stað eru afar litlar líkur eru á að hætta muni skapast í byggð. Fyrr í vikunni var grein frá því að kvika væri á um eins kílómetra dýpi en ekki liggja fyrir upplýsinga um að hún hafi færst nær yfirborði. „Nei við erum ekki með neitt í hendi akkúrat núna um það. Við erum að fylgjast með þessu og ef að gangurinn er að vaxa í þessa átt þá ættum við að sjá það greinilega í skjálftavirkninni að það er í rauninni þessi fremsti hluti gangsins að er virkur hverju sinni og við höfum séð mestu virknina veran sannarlega í Fagradalsfjallinu. Það er svæðið sem við erum að horfa á núna,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Samgöngur Grindavík Hafnarfjörður Ölfus Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira