Með uppfinningunni má segja að hann hafi breytt því hvernig stór hluti fólks hlustaði á tónlist, en áætlað er að um 100 milljarðar kasetta, eða snælda, hafi verið seldar í heiminum frá því að þær voru kynntar til sögunnar á sjötta áratugnum.
Ottens lést í heimabæ sínum Duizel á þriðjudaginn, að því er segir í tilkynningu frá fjölskyldu hans.
Ottens var yfirmaður framleiðsluþróunar hjá Philips á sjötta áratugnum þar sem hann og teymi hans þróaði kasettuna. Hún var svo kynnt almenningi á ráðstefnu í Berlín árið 1963 og átti fljótt eftir að ná miklum vinsældum um allan heim.
Ottens samdi svo við Philips og Sony þannig að gerðin hans varð ríkjandi á markaði. Japanskir raftækjaframleiðendur hófu svo einnig framleiðslu á sömu tegund af kasettum.
Ottens átti síðar meir einnig eftir að koma að þróun geisladisksins.
BBC segir frá því að kasettan hafi átt ákveðna endurkomu á síðustu árum. Þannig hafa tónlistarmenn á borð við Lady Gaga og The Killers meðal annars gefið út nýja tónlist sína á því formi.