Mælt með að færa fjarvinnu að hluta til á kaffihús Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. mars 2021 07:00 Rannsóknir sýna að það að setjast niður til að vinna á kaffihúsum, eflir skapandi hugsun og getur hjálpað fólki að taka betri ákvarðanir eða fá nýjar hugmyndir. Vísir/Getty Nú þegar ljóst er að margir vinnustaðir gera ráð fyrir að fjarvinna verði hluti af fyrirkomulagi starfsfólks til framtíðar, velta margir fyrir sér hvernig þessari fjarvinnu verði háttað. Þar sýna rannsóknir að það getur verið góður valkostur fyrir fólk, að setjast niður til vinnu á kaffihúsum. Í Atvinnulífinu á Vísi í vetur hefur verið fylgst með þróun fjarvinnu og breytingum á vinnustöðum í kjölfar Covid. Í gær var fjallað um það hvaða breytingar vinnustaðir eru að sjá fyrir sér að verði varanlegar. Í dag er fjallað um hvernig fólk í fjarvinnu mun mögulega breyta sínum vinnudegi heima fyrir, meðal annars til að koma í veg fyrir einangrun og efla sköpun. Kaffihúsin þegar þekktur „vinnustaður“ Eins og staðan er í dag, þurfa heimsóknir á kaffihús fyrst og fremst að taka mið af þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi hverju sinni. En margir velta fyrir sér, hvort það að kjósa störf sem bjóða upp á fjarvinnu, þýði að unnið sé heiman frá? Í nýlegri umfjöllun BBC Worklife er fjallað um hvernig það að setjast niður til vinnu á kaffihúsum, eflir skapandi hugsun, getur auðveldað fólki að leysa úr verkefnum, hugsa út fyrir boxið eða fá nýjar hugmyndir. Því telja margir að þegar heimsfaraldri lýkur, verði kaffihús vinsæll valkostur margra sem kjósa að vinna í fjarvinnu. Þá má benda á að margir heimsþekktir einstaklingar hafa sagt að þeir hafi unnið að sínum bestu verkum á kaffihúsum. Sem dæmi má nefna Pablo Picasso, JK Rowling, Simone de Beauvoir, Jean-Paul Sartre eða Bob Dylan. Sagan af Harry Potter var til dæmis skrifuð að stórum hluta á kaffihúsum. Höfundurinn, JK Rowling, segir skýringuna þá að á kaffihúsi fái hún kaffi, upplifir sig ekki einangraða og fær næði til skrifta þótt þar sé fleira fólk. Rowling segir kaffihús líka góðan stað að vera á ef hún þarf að taka sér hlé frá vinnu og endurhlaða batteríin til að fá nýjar hugmyndir. Þá einfaldlega standi hún upp og færi sig á milli staða. Oft á annað kaffihús. Rannsóknir Í umfjöllun BBC Worklife er sagt frá nokkrum rannsóknum, meðal annars rannsókn sem birt var í Journal of Consumer Research árið 2012. Niðurstöður hennar sýna að smávægileg truflun, eins og bakgrunnshljóð, hefði þau áhrif á heilann að hann reynir meir en ella að einbeita sér og hugsa í lausnum. Sem aftur leiðir til þess að við getum verið betri og meira skapandi í því sem við erum að vinna í. Rannsókn frá árinu 2019 sýnir svipaðar niðurstöður. Þar kom fram að hljóðörvun, sambærileg og við verðum fyrir vegna bakgrunnshljóða á kaffihúsum, gagnast skynfærum okkar. Fyrir vikið eigum við auðveldara með að taka betri ákvarðanir. En það er ekki bara hljóðörvun sem hjálpar, heldur einnig sjónræn örvun. Í rannsókn frá árinu 2016 var fólk beðið um að leysa verkefni í tölvu. Niðurstöður sýndu að þegar fólk sat við hliðina á öðru fólki, sem var að gera það sama, gekk betur að leysa verkefnin í samanburði við það þegar fólk sat eitt og sér. Þá hafa rannsóknir sýnt að með því að sjá fólk í kringum sig, upplifir fólk ákveðna félagslega tengingu þótt það sitji eitt og sér við vinnu. Í raun má líkja því umhverfi við vinnustaði, þar sem hver og einn er að leysa úr sínum málum, þótt vinnufélagar séu í augsýn. Loks hafa rannsóknir sýnt að það getur örvað okkur í vinnu, að sjá annað fólk vinna. Að sjá annað fólk vinna gefur okkur oft kraftinn til að bretta upp ermar og ráðast í verkefni. Þótt fólk kjósi að vinna í fjarvinnu getur það að sitja alltaf heima fyrir orðið leiðingjarnt til lengdar, því við þekkjum öll húsgögn, öll hljóð og allt umhverfi svo vel. Hæfileg truflun í sjón og hlustun, getur örvað heilann til að einbeita sér betur og þannig náum við samkvæmt rannsóknum oft að efla skapandi hugsun í vinnu.Vísir/Getty En hvers vegna kaffihús? Það sem talið er skýra það út hvers vegna kaffihús eru góður staður fyrir skapandi vinnu eða úrlausn verkefna, er andrúmsloftið. Truflun er smávægileg í sjón og hljóði, en þó getur fólk setið í næði og unnið. Á kaffihúsum heyrum við í fólki, sjáum fólk, við finnum kaffi- og veitingailm, við heyrum í tónlist og erum í nýju umhverfi. Viðmælendur BBC segja þó fleiri atriði teljast til. Þar megi helst nefna að fjarvinna heima getur orðið þreytandi. Því þar þekkjum við öll húsgögn, alla lykt, öll hljóð eða annað í umhverfinu okkar. Skynfærin fá því ekki sömu örvun og þegar við skiptum um umhverfi eða verðum fyrir smávægilegri truflun, hljóðrænt eða sjónrænt. En hvað með þá sem þola ekki hávaða? Sumir velta því fyrir sér hvort kaffihús henti þá ekki fólki sem er mjög næmt fyrir hávaða eða er vant því að vinna með heyrnartól á vinnustöðum, til að útiloka bakgrunnshljóð. Að mati viðmælenda BBC, breytir þetta engu því það að vinna á kaffihúsi með heyrnartól, gerir jafn mikið gagn: Umhhverfið og andrúmsloftið örvar skynfærin og þar með heilann. Þá er á það minnst að það að setjast niður til vinnu á kaffihúsum, mælist ekki eingöngu vel fyrir hjá þeim sem sitja einir og sér og eru að vinna. Kaffihúsin hafi löngum þótt góður staður fyrir hópa að setjast niður þegar ræða á einstök verkefni eða taka rennsli í hugmyndarflugi. Ísland í kjölfar bólusetningar Á Íslandi er staðan eins og annars staðar: Allir taka mið af þeim sóttvarnarreglum sem í gildi eru hverju sinni. En fjarvinna er komin til að vera og það hafa fjölmargir viðmælendur Atvinnulífsins á Vísi staðfest síðustu mánuði. Þá sýna mælingar sem Gallup gerði fyrir Atvinnulífið á Vísi, að flestir sem unnið hafa fjarvinnu í kjölfar Covid, óska eftir því að í framtíðinni verði fyrirkomulagið í bland: að hluta unnið í fjarvinnu, en að hluta til á vinnustað. Hér að neðan má sjá umfjöllun Atvinnulífsins í gær, þar sem rætt var við mannauðstjóra nokkurra ólíkra vinnustaða. Í þeirri umfjöllun má einnig sjá samantekt ýmissa viðtala síðustu mánuði, sem öll styðja við það að fjarvinna er komin til að vera. En ef svo er, hlýtur næsta spurning að vera: Með hvaða hætti mun fólk þróa sig áfram í fjarvinnu, þannig að afköst, geta og líðan í vinnu, verði sem mest og best? Fjarvinna Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Tengdar fréttir Starfsfólk aldrei ánægðara en eftir Covid „Starfsfólk hefur aldrei verið ánægðara í starfi, það upplifir fleiri tækifæri til að þróast í starfi og það fær meira hrós og endurgjöf en áður,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsviðssviðs Origo um niðurstöður vinnustaðakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Origo í desember síðastliðnum. 4. febrúar 2021 07:00 Endalok skrifstofurýma Dagar skrifstofurýma eru senn taldir og skipuleggja þarf miðborgir upp á nýtt. Þá þarf að endurútfæra öll vinnuréttindi þar sem fjarvinna er komin til að vera. 17. september 2020 09:00 Fimm ráð fyrir þá sem vilja líta vel út á fjarfundum Það eru nokkur atriði sem fólk ætti að huga að áður en það situr fjarfundi. Til dæmis lýsingin og í hvaða hæð myndavélin á tölvunni er. 20. nóvember 2020 07:01 Allir að vinna í joggingbuxum? Fjarvinna í fatalufsum Eflaust hefur fátt haft jafn mikil áhrif á fatastíl landsmanna þessa dagana og fjarvinnan að heiman síðustu daga. 24. mars 2020 07:00 Náðu tökum á fjarvinnu: Sex ráð frá reynslubolta m skiptir máli að setja sér leikreglur um fjarvinnu svo dagarnir endi ekki við eldhúsborðið á náttbuxunum. 17. mars 2020 09:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Í Atvinnulífinu á Vísi í vetur hefur verið fylgst með þróun fjarvinnu og breytingum á vinnustöðum í kjölfar Covid. Í gær var fjallað um það hvaða breytingar vinnustaðir eru að sjá fyrir sér að verði varanlegar. Í dag er fjallað um hvernig fólk í fjarvinnu mun mögulega breyta sínum vinnudegi heima fyrir, meðal annars til að koma í veg fyrir einangrun og efla sköpun. Kaffihúsin þegar þekktur „vinnustaður“ Eins og staðan er í dag, þurfa heimsóknir á kaffihús fyrst og fremst að taka mið af þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi hverju sinni. En margir velta fyrir sér, hvort það að kjósa störf sem bjóða upp á fjarvinnu, þýði að unnið sé heiman frá? Í nýlegri umfjöllun BBC Worklife er fjallað um hvernig það að setjast niður til vinnu á kaffihúsum, eflir skapandi hugsun, getur auðveldað fólki að leysa úr verkefnum, hugsa út fyrir boxið eða fá nýjar hugmyndir. Því telja margir að þegar heimsfaraldri lýkur, verði kaffihús vinsæll valkostur margra sem kjósa að vinna í fjarvinnu. Þá má benda á að margir heimsþekktir einstaklingar hafa sagt að þeir hafi unnið að sínum bestu verkum á kaffihúsum. Sem dæmi má nefna Pablo Picasso, JK Rowling, Simone de Beauvoir, Jean-Paul Sartre eða Bob Dylan. Sagan af Harry Potter var til dæmis skrifuð að stórum hluta á kaffihúsum. Höfundurinn, JK Rowling, segir skýringuna þá að á kaffihúsi fái hún kaffi, upplifir sig ekki einangraða og fær næði til skrifta þótt þar sé fleira fólk. Rowling segir kaffihús líka góðan stað að vera á ef hún þarf að taka sér hlé frá vinnu og endurhlaða batteríin til að fá nýjar hugmyndir. Þá einfaldlega standi hún upp og færi sig á milli staða. Oft á annað kaffihús. Rannsóknir Í umfjöllun BBC Worklife er sagt frá nokkrum rannsóknum, meðal annars rannsókn sem birt var í Journal of Consumer Research árið 2012. Niðurstöður hennar sýna að smávægileg truflun, eins og bakgrunnshljóð, hefði þau áhrif á heilann að hann reynir meir en ella að einbeita sér og hugsa í lausnum. Sem aftur leiðir til þess að við getum verið betri og meira skapandi í því sem við erum að vinna í. Rannsókn frá árinu 2019 sýnir svipaðar niðurstöður. Þar kom fram að hljóðörvun, sambærileg og við verðum fyrir vegna bakgrunnshljóða á kaffihúsum, gagnast skynfærum okkar. Fyrir vikið eigum við auðveldara með að taka betri ákvarðanir. En það er ekki bara hljóðörvun sem hjálpar, heldur einnig sjónræn örvun. Í rannsókn frá árinu 2016 var fólk beðið um að leysa verkefni í tölvu. Niðurstöður sýndu að þegar fólk sat við hliðina á öðru fólki, sem var að gera það sama, gekk betur að leysa verkefnin í samanburði við það þegar fólk sat eitt og sér. Þá hafa rannsóknir sýnt að með því að sjá fólk í kringum sig, upplifir fólk ákveðna félagslega tengingu þótt það sitji eitt og sér við vinnu. Í raun má líkja því umhverfi við vinnustaði, þar sem hver og einn er að leysa úr sínum málum, þótt vinnufélagar séu í augsýn. Loks hafa rannsóknir sýnt að það getur örvað okkur í vinnu, að sjá annað fólk vinna. Að sjá annað fólk vinna gefur okkur oft kraftinn til að bretta upp ermar og ráðast í verkefni. Þótt fólk kjósi að vinna í fjarvinnu getur það að sitja alltaf heima fyrir orðið leiðingjarnt til lengdar, því við þekkjum öll húsgögn, öll hljóð og allt umhverfi svo vel. Hæfileg truflun í sjón og hlustun, getur örvað heilann til að einbeita sér betur og þannig náum við samkvæmt rannsóknum oft að efla skapandi hugsun í vinnu.Vísir/Getty En hvers vegna kaffihús? Það sem talið er skýra það út hvers vegna kaffihús eru góður staður fyrir skapandi vinnu eða úrlausn verkefna, er andrúmsloftið. Truflun er smávægileg í sjón og hljóði, en þó getur fólk setið í næði og unnið. Á kaffihúsum heyrum við í fólki, sjáum fólk, við finnum kaffi- og veitingailm, við heyrum í tónlist og erum í nýju umhverfi. Viðmælendur BBC segja þó fleiri atriði teljast til. Þar megi helst nefna að fjarvinna heima getur orðið þreytandi. Því þar þekkjum við öll húsgögn, alla lykt, öll hljóð eða annað í umhverfinu okkar. Skynfærin fá því ekki sömu örvun og þegar við skiptum um umhverfi eða verðum fyrir smávægilegri truflun, hljóðrænt eða sjónrænt. En hvað með þá sem þola ekki hávaða? Sumir velta því fyrir sér hvort kaffihús henti þá ekki fólki sem er mjög næmt fyrir hávaða eða er vant því að vinna með heyrnartól á vinnustöðum, til að útiloka bakgrunnshljóð. Að mati viðmælenda BBC, breytir þetta engu því það að vinna á kaffihúsi með heyrnartól, gerir jafn mikið gagn: Umhhverfið og andrúmsloftið örvar skynfærin og þar með heilann. Þá er á það minnst að það að setjast niður til vinnu á kaffihúsum, mælist ekki eingöngu vel fyrir hjá þeim sem sitja einir og sér og eru að vinna. Kaffihúsin hafi löngum þótt góður staður fyrir hópa að setjast niður þegar ræða á einstök verkefni eða taka rennsli í hugmyndarflugi. Ísland í kjölfar bólusetningar Á Íslandi er staðan eins og annars staðar: Allir taka mið af þeim sóttvarnarreglum sem í gildi eru hverju sinni. En fjarvinna er komin til að vera og það hafa fjölmargir viðmælendur Atvinnulífsins á Vísi staðfest síðustu mánuði. Þá sýna mælingar sem Gallup gerði fyrir Atvinnulífið á Vísi, að flestir sem unnið hafa fjarvinnu í kjölfar Covid, óska eftir því að í framtíðinni verði fyrirkomulagið í bland: að hluta unnið í fjarvinnu, en að hluta til á vinnustað. Hér að neðan má sjá umfjöllun Atvinnulífsins í gær, þar sem rætt var við mannauðstjóra nokkurra ólíkra vinnustaða. Í þeirri umfjöllun má einnig sjá samantekt ýmissa viðtala síðustu mánuði, sem öll styðja við það að fjarvinna er komin til að vera. En ef svo er, hlýtur næsta spurning að vera: Með hvaða hætti mun fólk þróa sig áfram í fjarvinnu, þannig að afköst, geta og líðan í vinnu, verði sem mest og best?
Fjarvinna Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Tengdar fréttir Starfsfólk aldrei ánægðara en eftir Covid „Starfsfólk hefur aldrei verið ánægðara í starfi, það upplifir fleiri tækifæri til að þróast í starfi og það fær meira hrós og endurgjöf en áður,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsviðssviðs Origo um niðurstöður vinnustaðakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Origo í desember síðastliðnum. 4. febrúar 2021 07:00 Endalok skrifstofurýma Dagar skrifstofurýma eru senn taldir og skipuleggja þarf miðborgir upp á nýtt. Þá þarf að endurútfæra öll vinnuréttindi þar sem fjarvinna er komin til að vera. 17. september 2020 09:00 Fimm ráð fyrir þá sem vilja líta vel út á fjarfundum Það eru nokkur atriði sem fólk ætti að huga að áður en það situr fjarfundi. Til dæmis lýsingin og í hvaða hæð myndavélin á tölvunni er. 20. nóvember 2020 07:01 Allir að vinna í joggingbuxum? Fjarvinna í fatalufsum Eflaust hefur fátt haft jafn mikil áhrif á fatastíl landsmanna þessa dagana og fjarvinnan að heiman síðustu daga. 24. mars 2020 07:00 Náðu tökum á fjarvinnu: Sex ráð frá reynslubolta m skiptir máli að setja sér leikreglur um fjarvinnu svo dagarnir endi ekki við eldhúsborðið á náttbuxunum. 17. mars 2020 09:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Starfsfólk aldrei ánægðara en eftir Covid „Starfsfólk hefur aldrei verið ánægðara í starfi, það upplifir fleiri tækifæri til að þróast í starfi og það fær meira hrós og endurgjöf en áður,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsviðssviðs Origo um niðurstöður vinnustaðakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Origo í desember síðastliðnum. 4. febrúar 2021 07:00
Endalok skrifstofurýma Dagar skrifstofurýma eru senn taldir og skipuleggja þarf miðborgir upp á nýtt. Þá þarf að endurútfæra öll vinnuréttindi þar sem fjarvinna er komin til að vera. 17. september 2020 09:00
Fimm ráð fyrir þá sem vilja líta vel út á fjarfundum Það eru nokkur atriði sem fólk ætti að huga að áður en það situr fjarfundi. Til dæmis lýsingin og í hvaða hæð myndavélin á tölvunni er. 20. nóvember 2020 07:01
Allir að vinna í joggingbuxum? Fjarvinna í fatalufsum Eflaust hefur fátt haft jafn mikil áhrif á fatastíl landsmanna þessa dagana og fjarvinnan að heiman síðustu daga. 24. mars 2020 07:00
Náðu tökum á fjarvinnu: Sex ráð frá reynslubolta m skiptir máli að setja sér leikreglur um fjarvinnu svo dagarnir endi ekki við eldhúsborðið á náttbuxunum. 17. mars 2020 09:00