Upptökur sýna hvað gerðist í Sundhöllinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2021 14:39 Maðurinn fannst látinn í innilaug Sundhallar Reykjavíkur. Reykjavíkurborg Upptökur úr öryggismyndavélum í Sundhöll Reykjavíkur sýna hvað gerðist í aðdraganda andláts ungs manns, sem fannst látinn á botni laugarinnar 21. janúar síðastliðinn. Þá staðfesta upptökurnar að maðurinn lá á botninum í rúmar sex mínútur, að sögn lögreglu. Maðurinn sem lést hét Guðni Pétur Guðnason og var 31 árs. Hann starfaði hjá geðþjónustu Reykjavíkurborgar og var í sundi með skjólstæðingi sínum þegar hann fannst meðvitundarlaus í innilaug Sundhallar Reykjavíkur. Hann var síðar úrskurðaður látinn. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að enn sé beðið niðurstöðu úr krufningu. Hann býst við að hún liggi fyrir innan skamms. Þá er búið að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum í Sundhöllinni umræddan dag. Guðmundur getur ekki gefið upp hvað nákvæmlega upptökurnar sýna. Hann segir þó að upptökurnar varpi ljósi á atburðarásina og sýni hvað gerðist í aðdraganda andlátsins. Ekki sé hins vegar hægt að ráða af upptökunum hvernig maðurinn lést. Það þurfi niðurstöður úr krufningu að leiða í ljós. Rúmar sex mínútur Fram hefur komið í máli Guðna Heiðars Guðnasonar, föður mannsins sem lést, að sonur hans hafi legið á botni sundlaugarinnar í sex mínútur. Guðmundur segir að upptökurnar staðfesti að maðurinn hafi legið á botninum í þennan tíma, og rúmlega það. Þegar er búið að ræða við vitni og laugarverði sem voru á vakt umræddan dag. Guðmundur staðfestir að svo virðist ekki vera sem laugarverðir hafi tekið eftir því að eitthvað hafi verið að. Inntur eftir því hvers vegna það hafi verið kveðst Guðmundur ekki vilja tjá sig um það. Verið sé að rannsaka þetta og „allir hlutir“ skoðaðir. Sundlaugar Lögreglumál Reykjavík Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir Sundhöllin er með skynjara sem sendir viðbragð ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni sundlaugar Sundhöll Reykjavíkur er með eftirlitskerfi í innilaug sem sendir frá sér viðvörun ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni laugarinnar. Fyrirtækið Swimeye sem selur búnaðinn segir búnaðinn bregðast fyrr við en sundlaugarverðir. Faðir manns sem lést eftir að hafa legið á botni sundlaugarinnar á fimmtudag veltir fyrir sér hvað fór úrskeiðis. 26. janúar 2021 13:18 „Hann var einfaldlega perla þessi drengur“ Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör. 25. janúar 2021 19:45 Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Maðurinn sem lést hét Guðni Pétur Guðnason og var 31 árs. Hann starfaði hjá geðþjónustu Reykjavíkurborgar og var í sundi með skjólstæðingi sínum þegar hann fannst meðvitundarlaus í innilaug Sundhallar Reykjavíkur. Hann var síðar úrskurðaður látinn. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að enn sé beðið niðurstöðu úr krufningu. Hann býst við að hún liggi fyrir innan skamms. Þá er búið að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum í Sundhöllinni umræddan dag. Guðmundur getur ekki gefið upp hvað nákvæmlega upptökurnar sýna. Hann segir þó að upptökurnar varpi ljósi á atburðarásina og sýni hvað gerðist í aðdraganda andlátsins. Ekki sé hins vegar hægt að ráða af upptökunum hvernig maðurinn lést. Það þurfi niðurstöður úr krufningu að leiða í ljós. Rúmar sex mínútur Fram hefur komið í máli Guðna Heiðars Guðnasonar, föður mannsins sem lést, að sonur hans hafi legið á botni sundlaugarinnar í sex mínútur. Guðmundur segir að upptökurnar staðfesti að maðurinn hafi legið á botninum í þennan tíma, og rúmlega það. Þegar er búið að ræða við vitni og laugarverði sem voru á vakt umræddan dag. Guðmundur staðfestir að svo virðist ekki vera sem laugarverðir hafi tekið eftir því að eitthvað hafi verið að. Inntur eftir því hvers vegna það hafi verið kveðst Guðmundur ekki vilja tjá sig um það. Verið sé að rannsaka þetta og „allir hlutir“ skoðaðir.
Sundlaugar Lögreglumál Reykjavík Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir Sundhöllin er með skynjara sem sendir viðbragð ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni sundlaugar Sundhöll Reykjavíkur er með eftirlitskerfi í innilaug sem sendir frá sér viðvörun ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni laugarinnar. Fyrirtækið Swimeye sem selur búnaðinn segir búnaðinn bregðast fyrr við en sundlaugarverðir. Faðir manns sem lést eftir að hafa legið á botni sundlaugarinnar á fimmtudag veltir fyrir sér hvað fór úrskeiðis. 26. janúar 2021 13:18 „Hann var einfaldlega perla þessi drengur“ Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör. 25. janúar 2021 19:45 Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Sundhöllin er með skynjara sem sendir viðbragð ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni sundlaugar Sundhöll Reykjavíkur er með eftirlitskerfi í innilaug sem sendir frá sér viðvörun ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni laugarinnar. Fyrirtækið Swimeye sem selur búnaðinn segir búnaðinn bregðast fyrr við en sundlaugarverðir. Faðir manns sem lést eftir að hafa legið á botni sundlaugarinnar á fimmtudag veltir fyrir sér hvað fór úrskeiðis. 26. janúar 2021 13:18
„Hann var einfaldlega perla þessi drengur“ Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör. 25. janúar 2021 19:45
Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28