Klopp, Solskjaer og Guardiola hafa áhyggjur af sóttkví leikmanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. mars 2021 16:00 Jürgen Klopp og Pep Guardiola faðmast eftir leik Liverpool og Manchester City á dögunum Peter Byrne/Getty Nokkrir þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni hafa áhyggjur af því að leikmenn þeirra þurfi að fara í 10 daga sóttkví eftir komandi landsleikjahlé. Meðal þeirra eru Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, Pep Guardiola, þjálfari Manchester City og Ole Gunnar Solskjaer, þjálfari Manchester United. Reglur í Englandi kveða á um að allir þeir sem koma inn í landið frá löndum af svokölluðum rauðum lista vgna kórónuveirunnar, þurfi að fara í 10 daga sóttkví. Meðal landa á þessum rauða lista eru Portúgal, öll Suður-Ameríka og nokkur Afríkulönd. Nú þegar að stutt er í næsta landsleikjahlé hafa nokkrir þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni áhyggjur af því að leikmenn þeirra þurfi að fara í sóttkví við komuna til baka og geti því misst af mikilvægum leikjum í deildinni. Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, gekk svo langt að hann sagðist ætla að banna leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni ef það þýddi að þeir þyrftu að fara í 10 daga sóttkví. "It makes no sense..." Pep Guardiola says he will stop Manchester City players from joining up with their international teams this month if they are required to quarantine for 10 days on their return. pic.twitter.com/yiV6i6i7Wz— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 5, 2021 Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, tekur í sama streng og segir að það sé ekki hægt að geðjast öllum. „Leikmennirnir fá borgað frá félögunum og það þýðir að við þurfum að vera efstir í forgangsröðinni,“ sagði Klopp. „Ég held að allir geti verið sammála um það að við getum ekki leyft leikömmun að fara og spila fyrir sína þjóð, koma svo til baka og þurfa að vera í 10 daga sóttkví á hóteli. Það er ekki mögulegt.“ Ole Gunnar Solskjaer, þjálfari Manchester United, var ekki jafn harðorður, en var þó sammála kollegum sínum. Solskjaer sagði að leikmönnum sínum yrði ráðlagt að ferðast ekki og sagði að það væri óskiljanlegt ef leikmenn fara í landsliðsverkefni og þurfi að vera frá liðinu í 10 daga við heimkomu. Fleiri þjálfarar hafa tekið í sama streng, þar á meðal Steve Bruce, þjálfari Newcastle, og Carlo Ancelotti, þjálfari Everton. Ljóst er að þetta gæti haft áhrif á fjölda liða, en alls eru sjö lið sem eru með þrjá eða fleiri leikmenn sem eru frá löndum sem eru af þessum rauða lista. Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Sjá meira
Reglur í Englandi kveða á um að allir þeir sem koma inn í landið frá löndum af svokölluðum rauðum lista vgna kórónuveirunnar, þurfi að fara í 10 daga sóttkví. Meðal landa á þessum rauða lista eru Portúgal, öll Suður-Ameríka og nokkur Afríkulönd. Nú þegar að stutt er í næsta landsleikjahlé hafa nokkrir þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni áhyggjur af því að leikmenn þeirra þurfi að fara í sóttkví við komuna til baka og geti því misst af mikilvægum leikjum í deildinni. Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, gekk svo langt að hann sagðist ætla að banna leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni ef það þýddi að þeir þyrftu að fara í 10 daga sóttkví. "It makes no sense..." Pep Guardiola says he will stop Manchester City players from joining up with their international teams this month if they are required to quarantine for 10 days on their return. pic.twitter.com/yiV6i6i7Wz— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 5, 2021 Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, tekur í sama streng og segir að það sé ekki hægt að geðjast öllum. „Leikmennirnir fá borgað frá félögunum og það þýðir að við þurfum að vera efstir í forgangsröðinni,“ sagði Klopp. „Ég held að allir geti verið sammála um það að við getum ekki leyft leikömmun að fara og spila fyrir sína þjóð, koma svo til baka og þurfa að vera í 10 daga sóttkví á hóteli. Það er ekki mögulegt.“ Ole Gunnar Solskjaer, þjálfari Manchester United, var ekki jafn harðorður, en var þó sammála kollegum sínum. Solskjaer sagði að leikmönnum sínum yrði ráðlagt að ferðast ekki og sagði að það væri óskiljanlegt ef leikmenn fara í landsliðsverkefni og þurfi að vera frá liðinu í 10 daga við heimkomu. Fleiri þjálfarar hafa tekið í sama streng, þar á meðal Steve Bruce, þjálfari Newcastle, og Carlo Ancelotti, þjálfari Everton. Ljóst er að þetta gæti haft áhrif á fjölda liða, en alls eru sjö lið sem eru með þrjá eða fleiri leikmenn sem eru frá löndum sem eru af þessum rauða lista.
Enski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Sjá meira