Öllum stafar ógn af ríkjum í afneitun og feluleik Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2021 14:28 Sérfræðingur segir faraldurinn hafa leitt í ljós hversu mikilvæg öflug forysta er. epa Þrjú ríki virðast í afneitun eða feluleik þegar kemur að Covid-19 og hafa ekki deilt upplýsingum um stöðu mála. Umrædd ríki eru Tansanía, Túrkmenistan og Norður-Kórea en sérfræðingar segja áhyggjuefni að SARS-CoV-2 fái mögulega að grassera óáreitt á ákveðnum stöðum. Fyrir utan þá þjáningu og dauðsföll sem óheftur faraldur hefur í för með sér, eru mögulegar afleiðingar meðal annars að smit berist til annarra ríkja og fleiri alvarlegar stökkbreytingar veirunnar. CNN greinir frá því að engar nýjar tölur hafi borist um stöðu faraldursins í Tansaníu frá því í maí á síðasta ári, þegar 509 voru sagðir hafa greinst með Covid-19 og 21 látist. Þá hafa stjórnvöld í Túrkmenistan ekki tilkynnt nein tilvik til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Norður-Kórea hefur heldur ekki tilkynnt um nein tilfelli, sem þykir grunsamlegt, ekki síst í ljósi þess að íbúar landsins telja 26 milljónir og landamæri þess liggja að Kína, þar sem faraldurinn braust út. Hins vegar er mögulegt að stjórnvöldum þar hafi tekist að halda veirunni í skefjum með auknum einangrunaraðgerðum. Hættulegt þegar leiðtogar neita að horfast í augu við vandann Að sögn Dorit Nitzan, svæðisstjóra hjá WHO, hafa fjórtán ríki ekki tilkynnt tilfelli Covid-19 en mörg þeirra eru tiltölulega einangraðar smáþjóðir á borð við Kiribati og Tuvalu. Í Tansaníu hefur forsetinn John Magugfuli ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hvatt íbúa til að „biðja veirunna í burtu“, auk þess að grípa til hefðbundinna úrræða á borð við að anda að sér gufu. Forsetinn hefur einnig neitað að falast eftir bóluefnum og sagt þau hættuleg þjóðinni. Samkvæmt bandaríska sendiráðinu í borginni Dar es Salaam hefur tilvikum kórónuveirunnar farið fjölgandi frá því í janúar. Peter Drobac, sérfræðingur í alþjóðaheilbrigðismálum, segir faraldurinn hafa leitt í ljós hversu mikilvæg öflug forysta sé og hversu hættulegt það er þegar leiðtogar neita að horfast í augu við vandann. Misvísandi skilaboð og afneitun gagnvart gagnsemi sóttvarna á borð við grímunotkun hefði meðal annars hraðað dreifingu veirunnar í Bandaríkjunum og Brasilíu og leitt til dauðsfalla sem hefði mátt koma í veg fyrir. Hvetja til grímunotkunar vegna „rykagna“ í andrúmsloftinu „Ekkert okkar er öruggt neins staðar fyrr en við erum öll örugg alls staðar,“ segir Drobac. Í Túrkmenistan hafa stjórnvöld takmarkað ferðalög og hvatt fólk til að halda fjarlægð og vera með grímur en ekki vegna Covid-19, heldur vegna „rykagna“ í andrúmsloftinu. Samkvæmt Human Rights Watch hafa þarlend stjórnvöld meðal annars aukið á neyð þjóðarinnar með afneitun sinni og jafnvel þvingað heilbrigðisstarfsfólk til að ræða ekki um útbreiðslu veirunnar. Enginn sjálfstæður fjölmiðill er í landinu. Diana Serebryannik, framkvæmdastjóri Rights and Freedoms of Turkmenistan Citizens, segir ástandið í landinu grafalvarlegt. Veikir hafi ekki aðgang að viðeigandi úrræðum og læknar viti ekki hvernig þeir eigi að meðhöndla þá. Samtökin hafa opnað netþjónustu fyrir þá sem gruna að þeir hafi smitast af Covid-19 og þegar hafa 3.500 manns haft samband. „Það er engin viðurkenning á því að vírusinn sé í landinu,“ segir Serebryannik. Ítarlega frétt um málið má finna hjá CNN. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Fyrir utan þá þjáningu og dauðsföll sem óheftur faraldur hefur í för með sér, eru mögulegar afleiðingar meðal annars að smit berist til annarra ríkja og fleiri alvarlegar stökkbreytingar veirunnar. CNN greinir frá því að engar nýjar tölur hafi borist um stöðu faraldursins í Tansaníu frá því í maí á síðasta ári, þegar 509 voru sagðir hafa greinst með Covid-19 og 21 látist. Þá hafa stjórnvöld í Túrkmenistan ekki tilkynnt nein tilvik til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Norður-Kórea hefur heldur ekki tilkynnt um nein tilfelli, sem þykir grunsamlegt, ekki síst í ljósi þess að íbúar landsins telja 26 milljónir og landamæri þess liggja að Kína, þar sem faraldurinn braust út. Hins vegar er mögulegt að stjórnvöldum þar hafi tekist að halda veirunni í skefjum með auknum einangrunaraðgerðum. Hættulegt þegar leiðtogar neita að horfast í augu við vandann Að sögn Dorit Nitzan, svæðisstjóra hjá WHO, hafa fjórtán ríki ekki tilkynnt tilfelli Covid-19 en mörg þeirra eru tiltölulega einangraðar smáþjóðir á borð við Kiribati og Tuvalu. Í Tansaníu hefur forsetinn John Magugfuli ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hvatt íbúa til að „biðja veirunna í burtu“, auk þess að grípa til hefðbundinna úrræða á borð við að anda að sér gufu. Forsetinn hefur einnig neitað að falast eftir bóluefnum og sagt þau hættuleg þjóðinni. Samkvæmt bandaríska sendiráðinu í borginni Dar es Salaam hefur tilvikum kórónuveirunnar farið fjölgandi frá því í janúar. Peter Drobac, sérfræðingur í alþjóðaheilbrigðismálum, segir faraldurinn hafa leitt í ljós hversu mikilvæg öflug forysta sé og hversu hættulegt það er þegar leiðtogar neita að horfast í augu við vandann. Misvísandi skilaboð og afneitun gagnvart gagnsemi sóttvarna á borð við grímunotkun hefði meðal annars hraðað dreifingu veirunnar í Bandaríkjunum og Brasilíu og leitt til dauðsfalla sem hefði mátt koma í veg fyrir. Hvetja til grímunotkunar vegna „rykagna“ í andrúmsloftinu „Ekkert okkar er öruggt neins staðar fyrr en við erum öll örugg alls staðar,“ segir Drobac. Í Túrkmenistan hafa stjórnvöld takmarkað ferðalög og hvatt fólk til að halda fjarlægð og vera með grímur en ekki vegna Covid-19, heldur vegna „rykagna“ í andrúmsloftinu. Samkvæmt Human Rights Watch hafa þarlend stjórnvöld meðal annars aukið á neyð þjóðarinnar með afneitun sinni og jafnvel þvingað heilbrigðisstarfsfólk til að ræða ekki um útbreiðslu veirunnar. Enginn sjálfstæður fjölmiðill er í landinu. Diana Serebryannik, framkvæmdastjóri Rights and Freedoms of Turkmenistan Citizens, segir ástandið í landinu grafalvarlegt. Veikir hafi ekki aðgang að viðeigandi úrræðum og læknar viti ekki hvernig þeir eigi að meðhöndla þá. Samtökin hafa opnað netþjónustu fyrir þá sem gruna að þeir hafi smitast af Covid-19 og þegar hafa 3.500 manns haft samband. „Það er engin viðurkenning á því að vírusinn sé í landinu,“ segir Serebryannik. Ítarlega frétt um málið má finna hjá CNN.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira