Eftirlit Alþingis virkar, þrátt fyrir árásir Jón Þór Ólafsson skrifar 5. mars 2021 13:31 Höfum eitt á kristaltæru: Eftirlit Alþingis með ákvörðunum og verklagi ráðherra er stjórnarskrárbundin skylda. Í Lekamálinu skipti dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sér af lögreglurannsókn á aðstoðarmanni hennar. Í Landsréttarmálinu braut dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lög til að skipa aðila tengda sér í Landsdóm. Á aðfangdag hringdi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins tvisvar í lögreglustjóra, sem var þá og er yfirmaður rannsóknar á mögulegu sóttvarnabroti annars ráðherra í sama flokki. Eftirlitsnefnd Alþingis hóf samkvæmt lögum og skyldum athugun á öllum málunum. Í öllum tilfellum hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni lagst gegn eftirlitinu eða ráðist á þá sem að hafa sinnt eftirlitinu. Það er grafalvarlegt að standa í vegi fyrir eða trufla stjórnarskrárbundna eftirlitsskyldu þingmanna og þingnefnda. Ítrekuð og alvarleg aðför að eftirliti Nýjasta dæmið eru ósannindi Brynjars Níelssonar og Óla Björns Kárasonar, þingmanna Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Þeir segja mig hafa brotið trúnað og farið með „dylgjur og rangfærslur“ þegar ég sagði í kvöldfréttum RÚV að: „Þær upplýsingar sem við fengum bæði hjá dómsmálaráðherra og lögreglustjóranum gefa tilefni til þess að við þurfum að athuga þetta nánar, til þess að sinna okkar eftirlitshlutverki.“ Þingskaparlög segja: „[...] Óheimilt er að vitna til orða nefndarmanna eða gesta sem falla á lokuðum nefndarfundi nema með leyfi viðkomandi [...]” Ég var mjög orðvar í kvöldfréttum RÚV og vitnaði ekki til orða þeirra sem komu fyrir nefndina. Ég sagði aðeins að fram hefðu komið nýjar upplýsingar sem gefa tilefni til þess að athuga þetta nánar. Fáum úr þessu skorið Þetta tel ég að geti varla talist trúnaðarbrestur. Ég hef engu að síður óskað eftir því að skrifstofa Alþingis kanni hvort, og þá hvar, formleg mörk liggja í þessum málum. Hvenær trúnaður sé rofinn og hvenær ekki. Jafnframt hef ég upplýst forseta Alþingis um málið og mikilvægi þess að fá úr þessu skorið. Ef að hófstilltu ummælin mín í gær teljast sem trúnaðarbrestur þá held ég að Alþingi sé vandi á höndum - því að það myndi binda hendur alþingismanna nokkuð svakalega ef þeir mega ekki tala á almennum nótum um störf þingnefnda Alþingis. Ég hef stjórnarskrárbundna eftirlitsskyldu sem þingmaður, nefndarmaður og formaður eftirlitsnefndar Alþingis til að upplýsa hvort dómsmálaráðherra hafi haft óeðlileg afskipti af lögreglurannsókn. Meðan ég sit í eftirlitsnefnd Alþingis mun hún sinna stjórnarskrárbundnum eftirlitsskyldu sínum gagnvart ráðherrum. Eftirlit með valdi er nauðsynlegt, bæði því sem ég fer með sem og valdi dómsmálaráðherra. Höfundur er þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Píratar Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Höfum eitt á kristaltæru: Eftirlit Alþingis með ákvörðunum og verklagi ráðherra er stjórnarskrárbundin skylda. Í Lekamálinu skipti dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sér af lögreglurannsókn á aðstoðarmanni hennar. Í Landsréttarmálinu braut dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lög til að skipa aðila tengda sér í Landsdóm. Á aðfangdag hringdi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins tvisvar í lögreglustjóra, sem var þá og er yfirmaður rannsóknar á mögulegu sóttvarnabroti annars ráðherra í sama flokki. Eftirlitsnefnd Alþingis hóf samkvæmt lögum og skyldum athugun á öllum málunum. Í öllum tilfellum hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni lagst gegn eftirlitinu eða ráðist á þá sem að hafa sinnt eftirlitinu. Það er grafalvarlegt að standa í vegi fyrir eða trufla stjórnarskrárbundna eftirlitsskyldu þingmanna og þingnefnda. Ítrekuð og alvarleg aðför að eftirliti Nýjasta dæmið eru ósannindi Brynjars Níelssonar og Óla Björns Kárasonar, þingmanna Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Þeir segja mig hafa brotið trúnað og farið með „dylgjur og rangfærslur“ þegar ég sagði í kvöldfréttum RÚV að: „Þær upplýsingar sem við fengum bæði hjá dómsmálaráðherra og lögreglustjóranum gefa tilefni til þess að við þurfum að athuga þetta nánar, til þess að sinna okkar eftirlitshlutverki.“ Þingskaparlög segja: „[...] Óheimilt er að vitna til orða nefndarmanna eða gesta sem falla á lokuðum nefndarfundi nema með leyfi viðkomandi [...]” Ég var mjög orðvar í kvöldfréttum RÚV og vitnaði ekki til orða þeirra sem komu fyrir nefndina. Ég sagði aðeins að fram hefðu komið nýjar upplýsingar sem gefa tilefni til þess að athuga þetta nánar. Fáum úr þessu skorið Þetta tel ég að geti varla talist trúnaðarbrestur. Ég hef engu að síður óskað eftir því að skrifstofa Alþingis kanni hvort, og þá hvar, formleg mörk liggja í þessum málum. Hvenær trúnaður sé rofinn og hvenær ekki. Jafnframt hef ég upplýst forseta Alþingis um málið og mikilvægi þess að fá úr þessu skorið. Ef að hófstilltu ummælin mín í gær teljast sem trúnaðarbrestur þá held ég að Alþingi sé vandi á höndum - því að það myndi binda hendur alþingismanna nokkuð svakalega ef þeir mega ekki tala á almennum nótum um störf þingnefnda Alþingis. Ég hef stjórnarskrárbundna eftirlitsskyldu sem þingmaður, nefndarmaður og formaður eftirlitsnefndar Alþingis til að upplýsa hvort dómsmálaráðherra hafi haft óeðlileg afskipti af lögreglurannsókn. Meðan ég sit í eftirlitsnefnd Alþingis mun hún sinna stjórnarskrárbundnum eftirlitsskyldu sínum gagnvart ráðherrum. Eftirlit með valdi er nauðsynlegt, bæði því sem ég fer með sem og valdi dómsmálaráðherra. Höfundur er þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun