Breytingar á vinnumarkaði kalla á viðbrögð Sigmundur Halldórsson skrifar 8. mars 2021 09:02 Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð mikil breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra tekið miklum breytingum. Því er nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Á sama tíma hefur fjöldi fólks ekki unnið störf á hefðbundnum vinnustað, heldur við misgóðar aðstæður á heimilum sínum. Þetta hefur kallað á alveg nýja nálgun hjá mörgum okkar félaga sem hafa þurft að sinna bæði starfi og fjölskyldu á sama tíma. Skilin milli heimilis og vinnustaðar hafa breyst og álag aukist. Framlínufólk í störfum sem við getum ekki kallað annað en nauðsynlegt hefur þurft að setja heilsu sína að veði. Allt á sama tíma og atvinnuleysi hefur aukist verulega. Sem kallar á mikla þjónustu frá VR og varðstöðu um áunnin réttindi. Gangi spár eftir um breytingar á vinnumarkaði vegna tæknibreytinga, þá munum við líklega sjá sambærilega þróun. Mögulega aukið atvinnuleysi, í það minnsta verulegar breytingar á eðli starfa sem munu kalla á endurmenntun og þjálfun. Varðstaða VR um réttindi og kjör launafólks er gríðarlega mikilvæg þegar svona stendur á. Við höfum orðið vitni að því sem gerist í löndunum í kringum okkur. Þar sem verkalýðshreyfingin hefur minna vægi en hér á landi. Ég hef lagt á það áherslu sem stjórnarmaður í VR að svar verkalýðshreyfingarinnar við þeim óumflýjanlegu breytingum sem eru að verða á vinnumarkaði. Sé að auka áhrif launafólks í stjórnum félaga. Þannig verði tryggt að tekið sé tillit allra hagaðila, því það er einfaldlega staðreynd að starfsöryggi skiptir launafólk verulegu máli. Raunar er það svo að fjármagn á mun auðveldara með að finna sér ný verkefni en launafólk og það á því sannarlega mikið undir því að vinnustaður þess sé vel rekin og skapi örugg og arðbær störf. Reynsla þeirra landa þar sem launafólk kemur með beinum hætti að stjórnun fyrirtækja, líkt og tíðkast á öllum hinum Norðurlöndunum, virðist jákvæð bæði fyrir launafólk og eigendur fyrirtækja. Það er alveg ljóst að í því ástandi sem við nú erum stödd í, líkt og vel gæti gerst samfara þeim tæknibreytingum sem nú eru að hefjast, þá er fjöldi fólks sem ekki finnur sér leið til þess að nýta starfskrafta sína. Við slíkar aðstæður er hlutverk VR klárlega að standa vörð um sitt félagsfólk sem er í atvinnuleit og þrýsta á stjórnvöld um úrræði sem gagnast þessum hóp. Nýleg skýrsla Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýnir vel hversu illa staddur stór hópur fólks í atvinnuleit er. Hér er því augljóst að VR getur ekki látið hjá líða að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir. Skiptir þar litlu máli hvaða stjórnmálaflokkar sitja við völd, því krafa okkar beinist að breytingum sem við teljum nauðsynlegar fyrir hönd okkar félagsfólks. Breytingum sem við teljum að séu löngu tímabærar hér á landi. Hér liggja raunar gríðarlegir hagsmunir. Ísland getur ekki leyft sér að dragast aftur úr í þeirri stafrænu umbreytingu sem nú á sér stað og VR mun sannarlega taka þátt í því umbreytingaferli. Því þrátt fyrir allar breytingar á vinnumarkaði, þá breytast gildi VR ekki og þörfin fyrir öfluga málssvara launafólks ekki heldur. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 24.05.2025 Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Halldór 24.05.2025 skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð mikil breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra tekið miklum breytingum. Því er nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Á sama tíma hefur fjöldi fólks ekki unnið störf á hefðbundnum vinnustað, heldur við misgóðar aðstæður á heimilum sínum. Þetta hefur kallað á alveg nýja nálgun hjá mörgum okkar félaga sem hafa þurft að sinna bæði starfi og fjölskyldu á sama tíma. Skilin milli heimilis og vinnustaðar hafa breyst og álag aukist. Framlínufólk í störfum sem við getum ekki kallað annað en nauðsynlegt hefur þurft að setja heilsu sína að veði. Allt á sama tíma og atvinnuleysi hefur aukist verulega. Sem kallar á mikla þjónustu frá VR og varðstöðu um áunnin réttindi. Gangi spár eftir um breytingar á vinnumarkaði vegna tæknibreytinga, þá munum við líklega sjá sambærilega þróun. Mögulega aukið atvinnuleysi, í það minnsta verulegar breytingar á eðli starfa sem munu kalla á endurmenntun og þjálfun. Varðstaða VR um réttindi og kjör launafólks er gríðarlega mikilvæg þegar svona stendur á. Við höfum orðið vitni að því sem gerist í löndunum í kringum okkur. Þar sem verkalýðshreyfingin hefur minna vægi en hér á landi. Ég hef lagt á það áherslu sem stjórnarmaður í VR að svar verkalýðshreyfingarinnar við þeim óumflýjanlegu breytingum sem eru að verða á vinnumarkaði. Sé að auka áhrif launafólks í stjórnum félaga. Þannig verði tryggt að tekið sé tillit allra hagaðila, því það er einfaldlega staðreynd að starfsöryggi skiptir launafólk verulegu máli. Raunar er það svo að fjármagn á mun auðveldara með að finna sér ný verkefni en launafólk og það á því sannarlega mikið undir því að vinnustaður þess sé vel rekin og skapi örugg og arðbær störf. Reynsla þeirra landa þar sem launafólk kemur með beinum hætti að stjórnun fyrirtækja, líkt og tíðkast á öllum hinum Norðurlöndunum, virðist jákvæð bæði fyrir launafólk og eigendur fyrirtækja. Það er alveg ljóst að í því ástandi sem við nú erum stödd í, líkt og vel gæti gerst samfara þeim tæknibreytingum sem nú eru að hefjast, þá er fjöldi fólks sem ekki finnur sér leið til þess að nýta starfskrafta sína. Við slíkar aðstæður er hlutverk VR klárlega að standa vörð um sitt félagsfólk sem er í atvinnuleit og þrýsta á stjórnvöld um úrræði sem gagnast þessum hóp. Nýleg skýrsla Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýnir vel hversu illa staddur stór hópur fólks í atvinnuleit er. Hér er því augljóst að VR getur ekki látið hjá líða að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir. Skiptir þar litlu máli hvaða stjórnmálaflokkar sitja við völd, því krafa okkar beinist að breytingum sem við teljum nauðsynlegar fyrir hönd okkar félagsfólks. Breytingum sem við teljum að séu löngu tímabærar hér á landi. Hér liggja raunar gríðarlegir hagsmunir. Ísland getur ekki leyft sér að dragast aftur úr í þeirri stafrænu umbreytingu sem nú á sér stað og VR mun sannarlega taka þátt í því umbreytingaferli. Því þrátt fyrir allar breytingar á vinnumarkaði, þá breytast gildi VR ekki og þörfin fyrir öfluga málssvara launafólks ekki heldur. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun