Lekt þak, brotið klósettrör og kaldur ofn Jón Pétursson skrifar 2. mars 2021 16:30 Eins stærsta fjárfesting hvers og eins er húsnæði. Þeim fer fjölgandi sem kjósa að kaupa ekki húsnæði heldur leigja. Seinustu ár hefur leigufélögum sem bjóða viðskiptavinum sínum upp á langtíma samninga fjölgað og er það vel. Húsnæðisöryggi er ein af grunnforsendum lífsgæða. Búferlaflutningar eru öllum dýrir hvort sem viðkomandi leigir eða kaupir og hafa margvísleg áhrif. Félagslegur kostnaður er yfirleitt vanmetinn, sem dæmi: að byrja í nýjum skóla eykur ekki aðeins álag á börn og foreldra, heldur skólana líka. Gallar eða fúsk? Í umræðunni undanfarin ár og misseri hefur mikið verið rætt um galla í nýbyggingum. Mest hefur verið rætt um myglu og rakaskemmdir en gallar geta líka verið af öðrum toga. Í eldri húsum er eðlilegt að eitthvað sé að en þá ber að sjálfsögðu að taka það fram við sölu eða leigu. Húsnæði má þó aldrei vera heilsuspillandi. Gallar á eldra húsnæði geta átt sér ýmsar skýringar. Yfirleitt hefur viðhaldi verið illa sinnt eða fúsk viðhaft. Við kaup á húsnæði ber seljanda að sjálfsögðu að upplýsa kaupanda um alla galla. Það er því miður ekki alltaf gert og eru dómsmál vegna galla í húsnæði, nýju eða gömlu, ófá. Hér á landi búum við svo vel að eiga mikið af hæfum iðnaðarmönnum. Því miður leynast inn á milli svartir sauðir. Þeir virðast endalaust geta haldið áfram störfum þrátt fyrir óvönduð vinnubrögð. Kannski er skýringin sú að okkur vantar iðnaðarmenn þrátt fyrir ítrekuð loforð um að efla iðnmenntun. Lög um mannvirki Um mannvirki gilda lög nr. 160/2010 í 57 gr. þeirra laga er fjallað um ábyrgð hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, beindi eftirfarandi spurningu til félags- og barnamálaráðherra: „ Hversu mörgum hönnuðum, byggingarstjórum eða iðnmeisturum hefur verið veitt áminning eða þeir verið sviptir starfsleyfi eða löggildingu vegna brota á ákvæðum laga, reglugerða eða samþykkta um skipulags- og byggingarmálefni, eða fyrir að hafa vanrækt hlutverk sitt og skyldur eða sýnt af sér ítrekaða eða alvarlega óvarkárni í starfi, sbr. 57. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki?“ Óvænt svar Meginmál svarsins var „Ekki hefur komið til þess að hönnuður, byggingarstjóri eða iðnmeistari hafi hlotið áminningu og misst löggildingu eða starfsleyfi á grundvelli 57. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki.“ Sjá hér (https://www.althingi.is/altext/151/s/0928.html) Vinnuskúrinn þrifinn Verktakafyrirtæki hafa orðið að bregða á það ráð að flytja inn iðnaðar og verkamenn sem margir hafa misjafnan bakgrunn. Það er þekkt að tungumálaerfiðleikar hafa orðið til þess að verk eru unnin á rangan hátt. Margir þekkja söguna um verkamennina sem voru beðnir um að þrífa vinnuskúrinn að afloknum vinnudegi en þegar verkstjórinn mætti til vinnu daginn eftir var búið að rífa skúrinn. Stóra húsnæðisbólan Á næstu tíu árum er áætlað að þurfi að byggja 30 þúsund íbúðir. Miðað við hvernig hefur gengið hingað til er ólíklegt að það takist. Það verður örugglega ekki gert með innlendum iðnaðarmönnum eingöngu. Hins vegar bera hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar ábyrgð á þessum framkvæmdum. Við stefnum í mikla bólumyndun á fasteignamarkaði sem þegar er byrjuð og mun á endanum springa. Ábyrgðin á bólumynduninni liggur fyrst og fremst hjá sveitarfélögunum en þau fara með skipulagsvaldið. Mörg þeirra eru ekki að standa sig þegar kemur að lóðaframboði. Skortur er á fasteignamarkaði, yfirverð er greitt fyrir húsnæði sem mun ekki breytast á meðan skortur er. Fólk kaupir því í neyð þær eignir sem eru í boði gallaðar eða ekki. Og enginn ber ábyrgð. Þess ber að geta að gallar geta komið fram að nokkrum árum liðnum. Mestur skortur á húsnæði er á höfuðborgarsvæðinu. Framboð umfram eftirspurn mun gefa fólki val sem leiðir til þess að bestu og vönduðustu eignirnar seljast, hinar ekki. Svörtu sauðirnir munu því heltast úr lestinni. Umræða um kjör og aðbúnað erlendra verka- og iðnaðarmanna er efni í annan pistil. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins og fulltrúi í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Jón Pétursson Húsnæðismál Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eins stærsta fjárfesting hvers og eins er húsnæði. Þeim fer fjölgandi sem kjósa að kaupa ekki húsnæði heldur leigja. Seinustu ár hefur leigufélögum sem bjóða viðskiptavinum sínum upp á langtíma samninga fjölgað og er það vel. Húsnæðisöryggi er ein af grunnforsendum lífsgæða. Búferlaflutningar eru öllum dýrir hvort sem viðkomandi leigir eða kaupir og hafa margvísleg áhrif. Félagslegur kostnaður er yfirleitt vanmetinn, sem dæmi: að byrja í nýjum skóla eykur ekki aðeins álag á börn og foreldra, heldur skólana líka. Gallar eða fúsk? Í umræðunni undanfarin ár og misseri hefur mikið verið rætt um galla í nýbyggingum. Mest hefur verið rætt um myglu og rakaskemmdir en gallar geta líka verið af öðrum toga. Í eldri húsum er eðlilegt að eitthvað sé að en þá ber að sjálfsögðu að taka það fram við sölu eða leigu. Húsnæði má þó aldrei vera heilsuspillandi. Gallar á eldra húsnæði geta átt sér ýmsar skýringar. Yfirleitt hefur viðhaldi verið illa sinnt eða fúsk viðhaft. Við kaup á húsnæði ber seljanda að sjálfsögðu að upplýsa kaupanda um alla galla. Það er því miður ekki alltaf gert og eru dómsmál vegna galla í húsnæði, nýju eða gömlu, ófá. Hér á landi búum við svo vel að eiga mikið af hæfum iðnaðarmönnum. Því miður leynast inn á milli svartir sauðir. Þeir virðast endalaust geta haldið áfram störfum þrátt fyrir óvönduð vinnubrögð. Kannski er skýringin sú að okkur vantar iðnaðarmenn þrátt fyrir ítrekuð loforð um að efla iðnmenntun. Lög um mannvirki Um mannvirki gilda lög nr. 160/2010 í 57 gr. þeirra laga er fjallað um ábyrgð hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, beindi eftirfarandi spurningu til félags- og barnamálaráðherra: „ Hversu mörgum hönnuðum, byggingarstjórum eða iðnmeisturum hefur verið veitt áminning eða þeir verið sviptir starfsleyfi eða löggildingu vegna brota á ákvæðum laga, reglugerða eða samþykkta um skipulags- og byggingarmálefni, eða fyrir að hafa vanrækt hlutverk sitt og skyldur eða sýnt af sér ítrekaða eða alvarlega óvarkárni í starfi, sbr. 57. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki?“ Óvænt svar Meginmál svarsins var „Ekki hefur komið til þess að hönnuður, byggingarstjóri eða iðnmeistari hafi hlotið áminningu og misst löggildingu eða starfsleyfi á grundvelli 57. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki.“ Sjá hér (https://www.althingi.is/altext/151/s/0928.html) Vinnuskúrinn þrifinn Verktakafyrirtæki hafa orðið að bregða á það ráð að flytja inn iðnaðar og verkamenn sem margir hafa misjafnan bakgrunn. Það er þekkt að tungumálaerfiðleikar hafa orðið til þess að verk eru unnin á rangan hátt. Margir þekkja söguna um verkamennina sem voru beðnir um að þrífa vinnuskúrinn að afloknum vinnudegi en þegar verkstjórinn mætti til vinnu daginn eftir var búið að rífa skúrinn. Stóra húsnæðisbólan Á næstu tíu árum er áætlað að þurfi að byggja 30 þúsund íbúðir. Miðað við hvernig hefur gengið hingað til er ólíklegt að það takist. Það verður örugglega ekki gert með innlendum iðnaðarmönnum eingöngu. Hins vegar bera hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar ábyrgð á þessum framkvæmdum. Við stefnum í mikla bólumyndun á fasteignamarkaði sem þegar er byrjuð og mun á endanum springa. Ábyrgðin á bólumynduninni liggur fyrst og fremst hjá sveitarfélögunum en þau fara með skipulagsvaldið. Mörg þeirra eru ekki að standa sig þegar kemur að lóðaframboði. Skortur er á fasteignamarkaði, yfirverð er greitt fyrir húsnæði sem mun ekki breytast á meðan skortur er. Fólk kaupir því í neyð þær eignir sem eru í boði gallaðar eða ekki. Og enginn ber ábyrgð. Þess ber að geta að gallar geta komið fram að nokkrum árum liðnum. Mestur skortur á húsnæði er á höfuðborgarsvæðinu. Framboð umfram eftirspurn mun gefa fólki val sem leiðir til þess að bestu og vönduðustu eignirnar seljast, hinar ekki. Svörtu sauðirnir munu því heltast úr lestinni. Umræða um kjör og aðbúnað erlendra verka- og iðnaðarmanna er efni í annan pistil. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins og fulltrúi í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar