Fótbolti

Börsungar fengu að kenna á því frá spænsku pressunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Börsungar eru í vandræðum. Síðasta vika var ekki til að hjálpa ástandinu þar í bæ.
Börsungar eru í vandræðum. Síðasta vika var ekki til að hjálpa ástandinu þar í bæ. Xavier Bonilla/Getty

Börsungar eiga ekki möguleika á því að vinna spænsku úrvalsdeildina lengur, að mati spænskra blaðamanna, en Börsungar gerðu 1-1 jafntefli við Cadiz í gær.

Lionel Messi kom Barcelona yfir en hann varð á sama tíma leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. Cadiz jafnaði hins vegar úr vítaspyrnu á 89. mínútu og þar við sat.

Börsungar eru nú átta stigum á eftir toppliði Atletico og geta misst Sevilla upp fyrir sig vinni þeir Osasuna í kvöld.

Spænskir fjölmiðlar létu Barcelona finna fyrir því í blöðum sínum í morgun.

„Bless við deildina líka?“ stóð á forsíðu Marca. AS tók í svipaðan streng og skrifaði: „Barcelona geta sjálfum sér um kennt.“

Fleiri spænskir fjölmiðlar voru með Börsunga á forsíðum blaða sinna í morgun, þar á meðal Mundeo Deportivo og Sport.

„Ófyrirgefanlegt,“ skrifaði Mundo Deportivo og sagði varnarleik Clement Lenglet í vítinu sem Cadiz fékk „barnalegan.“

„Fáránlegt,“ skrifaði Sport og birti mynd af því er vítaspyrnan var dæmd á Lenglet.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×