Það eru ekki dýrin sem eru skepnur, heldur mennirnir! Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. febrúar 2021 14:01 Síðla sumars í fyrra kom upp COVID-smit á Hótel Rangá, þar sem ráðherrar höfðu fundað. Þurfti því að skima þá, en ekki náðist í utanríkisráðherra. Eftirgrennslan leiddi í ljós, að ráðherrann var í fríi á Austurlandi, þar sem hann var við hreindýraveiðar, sér til dægradvalar og skemmtunar - að drepa eitt hreindýr að gamni sínu - því varla voru þarfir til drápsins til staðar hjá ráðherranum. Það kom líka í ljós, að með í förum var aðstoðarmaður félags-málaráðherra. Virðist sá hálfgerður atvinnumaður í hreindýradrápi, enda sýnir hann sig á Facebook með drepið dýr annars vegar og skotvopn vígalegt hins vegar, glaðbeittur og skælbrosandi; að því er virðist einn þeirra, sem telja sig hetju, ef þeir geta drepið saklaust og varnarlaust dýrið, úr langri fjarlægð, með hljóðdeyfðum riffli. Miklar hetjur það. Ef þeir þá hitta dýrið, en særa það ekki aðeins, til þess eins, að það kveljist og þjáist, kannske í vikur eða mánuði – e.t.v. kom skot í höfuð eða trýni og gerði dýrinu ókleyft éta, kannske lenti skot í fæti, þannig, að dýrið varð að bjargast, jafn lengi og slíkt gengur, á þremur fótum - en af þeim hreindýrum, sem felld voru sumarið 2018, höfðu 33 dýr verið skotin og limlest áður, en tórðu, misilla á sig komin, og lentu svo í annari árás og voru endanlega drepin það sumar. Nefna má hér, að aðstoðarmaður félagsmálaráðherra er í Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum, en það félag var einmitt að mæla sterklega með því, að veiðar hreindýra með boga og örvum verði leyfðar. Undirrituðum verður stundum hugsað til þess, að það eru ekki dýrin, sem eru skepnur, heldur mennirnir. Önnur eins hugmynd og annað eins stefnumál; að murka líftóruna úr hreindýrum með boga og örvum. Illskiljanlegur blóðþorsti og grimmd gagnvart saklausum og varnarlausum dýrum! Ónáttúra og skepnuskapur! Hví er um þetta fjallað hér og nú!? Í janúar í fyrra héldu Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, umhverfisráðuneytið og Náttúrustofa Austurlands fund, þar sem þau tilmæli lágu fyrir, að mylkar hreindýrakýr yrðu ekki felldar frá kálfum sínum. Þar sem hreinkýr eru mjólkandi í minnst 5 mánuði og hreinkálfar fæðast um mánaðamótin maí/júní, hefði þessi stefnumörkun átta að þýða, að kúaveiðar hefðu ekki mátt hefjast fyrr en 1. nóvember, þegar kálfar eru 5 mánaða. Á þeim tíma hefði fengitími hreindýra, sem er í október, líka komið inn í þetta ferli, en á fengitíma losnar nokkuð um tengsl hreinmóður og kálfs, sem hefði gert kálfum móðurmissirinn nokkru bærilegri, þó að móðir og kálfur séu áfram nátengd og fylgist að fram á næsta vor, ef bæði lifa. Ofangreind tilmæli, frá janúar 2020, voru því okkur, Jarðarvinum, mjög að skapi, en við höfum verið að berjast fyrir því, að griðatími hreinkálfa yrði lengdur, en fram til þessa hafði dráp á kúm verið leyft og stundað frá 1. ágúst. Þetta þýðir auðvitað, að kálfaskinnin standa rétt í fæturna, þegar mæðurnar eru drepnar frá þeim, og, að þeir standa þá eftir mjólkurlausir, leiðsagnarlausir og verndarlausir. Hvernig er tilfinningarlíf og siðferði og hver er sjálfsvirðing veiðimanna? Hugmynd stjórnvalda, frá janúar 2020, um griðatíma kálfa til 1. nóvember hefði því verið mikið framfaraspor fyrir blessaða kálfana. Þeir hefðu haldið mæðrum sínum í minnst 5 mánuði í stað 2ja. En, hvað gerist!? Fylgdi umhverfisráðherra, sem á að vera grænn, nú varaformaður Vinstri grænna, þessari línu um lengdan griðatíma og meiri mannúð!? Nei, aldeilis ekki! Í millitíðinni komu auðvitað veiðimenn, sem munu vera um 10.000 í þessu landi - þar af sækjast um 3-4.000 veiðimenn eftir gleðinni af því að fá að drepa saklaus og varnarlaus hreindýrin -svo og bandamenn þeirra að málinu og höfðu saman greinilega síðasta orðið. Eins og fram kom í byrjun þessa máls, eru margir veiðimenn háttsettir í þjóðfélaginu, svokallaðir hvítflibbar, efna- og áhrifamenn, enda kostar þessi drápsskemmtun mikla fjármuni, sem lægra settir ráða vart við, og er umhverfisráðherra - sem á að vera grænn, en virðist því miður í reynd grár og gugginn - engin fyrirstaða fyrir blóðþyrsta veiðimenn og Skotvís. Gegn þessu ofurefli veiðimanna, utanríkisráðherra og aðstoðarmaður félagsmálaráðherra - beint eða óbeint - meðtaldir, beygði umhverfisráðherra sig svo í duftið og úrskurðaði: Hreindýr má áfram fella frá og með 1. ágúst (þegar yngstu hreinkálfar eru 8 vikna), en nú er þeim tilmælum beint til veiðimanna og leiðsögumanna þeirra, að þeir drepi mest geldar kýr fram til 15. ágúst. Þetta er auðvitað helber skrípaleikur, því hreindýr eru hjarðdýr og geldar kýr ekki nema 10-15% af kúahópnum og nánast ómögulegt að greina þær frá hinum kúnum, munur nánast enginn, nema helzt á júgrum, en hvernig á að sjá hann úr 200-300m fjarlægð? Þessi ljóta leikur heldur því áfram, líka nú í ár; sami skammarlegi skrípa-leikurinn. Í haust eru kosningar. Allir hugsandi menn, ekki sízt þeir, sem láta sér annt um dýr, umhverfi og náttúru - lífríki þessarar einu jarðar, sem við eigum - ættu að skoða frambjóðendur vel; kynna sér, hvað leynist á bak við breitt brosið og fögur orð, hvern mann þeir hafa í reynd að geyma, áður en kosið er. Höfundur er stofnanndi og formaður dýra-, náttúru- og umhverfisverndarsamtakanna Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skotveiði Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Síðla sumars í fyrra kom upp COVID-smit á Hótel Rangá, þar sem ráðherrar höfðu fundað. Þurfti því að skima þá, en ekki náðist í utanríkisráðherra. Eftirgrennslan leiddi í ljós, að ráðherrann var í fríi á Austurlandi, þar sem hann var við hreindýraveiðar, sér til dægradvalar og skemmtunar - að drepa eitt hreindýr að gamni sínu - því varla voru þarfir til drápsins til staðar hjá ráðherranum. Það kom líka í ljós, að með í förum var aðstoðarmaður félags-málaráðherra. Virðist sá hálfgerður atvinnumaður í hreindýradrápi, enda sýnir hann sig á Facebook með drepið dýr annars vegar og skotvopn vígalegt hins vegar, glaðbeittur og skælbrosandi; að því er virðist einn þeirra, sem telja sig hetju, ef þeir geta drepið saklaust og varnarlaust dýrið, úr langri fjarlægð, með hljóðdeyfðum riffli. Miklar hetjur það. Ef þeir þá hitta dýrið, en særa það ekki aðeins, til þess eins, að það kveljist og þjáist, kannske í vikur eða mánuði – e.t.v. kom skot í höfuð eða trýni og gerði dýrinu ókleyft éta, kannske lenti skot í fæti, þannig, að dýrið varð að bjargast, jafn lengi og slíkt gengur, á þremur fótum - en af þeim hreindýrum, sem felld voru sumarið 2018, höfðu 33 dýr verið skotin og limlest áður, en tórðu, misilla á sig komin, og lentu svo í annari árás og voru endanlega drepin það sumar. Nefna má hér, að aðstoðarmaður félagsmálaráðherra er í Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum, en það félag var einmitt að mæla sterklega með því, að veiðar hreindýra með boga og örvum verði leyfðar. Undirrituðum verður stundum hugsað til þess, að það eru ekki dýrin, sem eru skepnur, heldur mennirnir. Önnur eins hugmynd og annað eins stefnumál; að murka líftóruna úr hreindýrum með boga og örvum. Illskiljanlegur blóðþorsti og grimmd gagnvart saklausum og varnarlausum dýrum! Ónáttúra og skepnuskapur! Hví er um þetta fjallað hér og nú!? Í janúar í fyrra héldu Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, umhverfisráðuneytið og Náttúrustofa Austurlands fund, þar sem þau tilmæli lágu fyrir, að mylkar hreindýrakýr yrðu ekki felldar frá kálfum sínum. Þar sem hreinkýr eru mjólkandi í minnst 5 mánuði og hreinkálfar fæðast um mánaðamótin maí/júní, hefði þessi stefnumörkun átta að þýða, að kúaveiðar hefðu ekki mátt hefjast fyrr en 1. nóvember, þegar kálfar eru 5 mánaða. Á þeim tíma hefði fengitími hreindýra, sem er í október, líka komið inn í þetta ferli, en á fengitíma losnar nokkuð um tengsl hreinmóður og kálfs, sem hefði gert kálfum móðurmissirinn nokkru bærilegri, þó að móðir og kálfur séu áfram nátengd og fylgist að fram á næsta vor, ef bæði lifa. Ofangreind tilmæli, frá janúar 2020, voru því okkur, Jarðarvinum, mjög að skapi, en við höfum verið að berjast fyrir því, að griðatími hreinkálfa yrði lengdur, en fram til þessa hafði dráp á kúm verið leyft og stundað frá 1. ágúst. Þetta þýðir auðvitað, að kálfaskinnin standa rétt í fæturna, þegar mæðurnar eru drepnar frá þeim, og, að þeir standa þá eftir mjólkurlausir, leiðsagnarlausir og verndarlausir. Hvernig er tilfinningarlíf og siðferði og hver er sjálfsvirðing veiðimanna? Hugmynd stjórnvalda, frá janúar 2020, um griðatíma kálfa til 1. nóvember hefði því verið mikið framfaraspor fyrir blessaða kálfana. Þeir hefðu haldið mæðrum sínum í minnst 5 mánuði í stað 2ja. En, hvað gerist!? Fylgdi umhverfisráðherra, sem á að vera grænn, nú varaformaður Vinstri grænna, þessari línu um lengdan griðatíma og meiri mannúð!? Nei, aldeilis ekki! Í millitíðinni komu auðvitað veiðimenn, sem munu vera um 10.000 í þessu landi - þar af sækjast um 3-4.000 veiðimenn eftir gleðinni af því að fá að drepa saklaus og varnarlaus hreindýrin -svo og bandamenn þeirra að málinu og höfðu saman greinilega síðasta orðið. Eins og fram kom í byrjun þessa máls, eru margir veiðimenn háttsettir í þjóðfélaginu, svokallaðir hvítflibbar, efna- og áhrifamenn, enda kostar þessi drápsskemmtun mikla fjármuni, sem lægra settir ráða vart við, og er umhverfisráðherra - sem á að vera grænn, en virðist því miður í reynd grár og gugginn - engin fyrirstaða fyrir blóðþyrsta veiðimenn og Skotvís. Gegn þessu ofurefli veiðimanna, utanríkisráðherra og aðstoðarmaður félagsmálaráðherra - beint eða óbeint - meðtaldir, beygði umhverfisráðherra sig svo í duftið og úrskurðaði: Hreindýr má áfram fella frá og með 1. ágúst (þegar yngstu hreinkálfar eru 8 vikna), en nú er þeim tilmælum beint til veiðimanna og leiðsögumanna þeirra, að þeir drepi mest geldar kýr fram til 15. ágúst. Þetta er auðvitað helber skrípaleikur, því hreindýr eru hjarðdýr og geldar kýr ekki nema 10-15% af kúahópnum og nánast ómögulegt að greina þær frá hinum kúnum, munur nánast enginn, nema helzt á júgrum, en hvernig á að sjá hann úr 200-300m fjarlægð? Þessi ljóta leikur heldur því áfram, líka nú í ár; sami skammarlegi skrípa-leikurinn. Í haust eru kosningar. Allir hugsandi menn, ekki sízt þeir, sem láta sér annt um dýr, umhverfi og náttúru - lífríki þessarar einu jarðar, sem við eigum - ættu að skoða frambjóðendur vel; kynna sér, hvað leynist á bak við breitt brosið og fögur orð, hvern mann þeir hafa í reynd að geyma, áður en kosið er. Höfundur er stofnanndi og formaður dýra-, náttúru- og umhverfisverndarsamtakanna Jarðarvina.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun