Viðskipti innlent

Eignast helmings­hlut í Hring­rás og HP Gámum

Atli Ísleifsson skrifar
Frá athafnasvæði félagsins. Á myndinni eru fulltrúar Hópsness, Hringrásar og HP gáma til vinstri og fulltrúar Íslenskra Verðbréfa til hægri.
Frá athafnasvæði félagsins. Á myndinni eru fulltrúar Hópsness, Hringrásar og HP gáma til vinstri og fulltrúar Íslenskra Verðbréfa til hægri. Aðsend

Samkomulag hefur náðst um að TFII framtakssjóður eignist helmingshlut í Hringrás og HP Gámum.

Í tilkynningu segir að Hópsnes ehf., sem er eigandi Hringrásar ehf. og HP Gáma ehf., og TFII slhf., sem sé fagfjárfestasjóður í umsjón Íslenskra verðbréfa, hafi komist að samkomulagi þessa efnis. Sjóðurinn muni leggja sameinuðu félagi til nýtt hlutafé sem ætlunin sé að nota til frekari uppbyggingar og framsóknar þess.

Fram kemur að ekki séu fyrirhugaðar neinar breytingar á stjórnun eða starfsmannamálum félaganna tengt þessum viðskiptum. Alexander G. Edvardsson, forstjóri Hringrásar og einn eigenda Hópsness, mun gegna starfi forstjóra sameinaðs félags ásamt framkvæmdastjóra HP gáma, Jörgen Þór Þráinssyni.

Samkomulagið um kaupin er háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Hópsnes, sem áður átti HP Gáma, festi kaup á Hringrás fyrir rúmlega ári síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×