Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Kristján Már Unnarsson skrifar 15. febrúar 2021 20:50 Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL í Straumsvík. Egill Aðalsteinsson Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. Mörgum var brugðið, ekki síst fimmhundruð starfsmönnum í Straumsvík, þegar eigandinn Rio Tinto hótaði lokun álversins í febrúar í fyrra og hóf jafnframt opinberar skylmingar við Landsvirkjun. En í dag náðist sátt með undirritun nýs raforkusamnings sem eyðir óvissu um rekstur álversins. Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifa undir raforkusamninginn í dag. Með þeim á myndinni eru Sigurður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri Rio Tinto á íslandi, og Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Orkusölusviðs Landsnets. „Já, þeirri óvissu er eytt. Við náðum samkomulagi við Landsvirkjun sem gerir okkur samkeppnishæf, - vegna þess að raforkuverðið er komið á þann stað að við erum samkeppnishæf. Og það léttir þá af óvissu um lokunina. Og við munum setja verksmiðjuna á fullan kraft aftur,“ segir Rannveig í viðtali við Stöð 2. „Við förum upp í full afköst. Við erum búin að vera á minnkuðum afköstum núna um allt of langt skeið og núna förum við á fulla ferð aftur.“ Frá ÍSAL í Straumsvík, álveri Rio Tinto.Vilhelm Í sameiginlegri fréttatilkynningu fagna báðir aðilar en trúnaður ríkir áfram um orkuverðið. Þó er upplýst að tekin er á ný upp tenging við álverð en að litlum hluta. Þá er samningurinn áfram tengdur við bandaríkjadal og vísitölu í Bandaríkjunum. „En að hluta til tengdur við álverð sem hjálpar okkur á erfiðum tímum. Síðan er allskonar sveigjanleiki í honum sem hjálpar Landsvirkjun. Þannig að það er í þessum samningi „win-win“ fyrir báða aðila og kemur báðum aðilum vel. En hann er trúnaðarmál, þessi samningur, þannig að það er ekki hægt að greina nákvæmar frá því,“ segir Rannveig. Hún segir að starfsmönnum í Straumsvík sé létt. „Já, það er léttir hjá okkur. Þetta er búið að liggja á okkur eins og farg í dálítið langan tíma og þessi óvissa verður alltaf meiri og meiri eftir því sem tíminn líður. Þannig að það er mikill léttir að þessu skyldi ljúka og það skyldi takast að ná þessu samkomulagi. Það er mjög mikill léttir og mikill gleðidagur hjá okkur,“ segir forstjóri ÍSAL í Straumsvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Áliðnaður Stóriðja Landsvirkjun Orkumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Landsvirkjun og Rio Tinto ná samkomulagi Landsvirkjun og Rio Tinto á íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010, sem ætlað er að auka samkeppnishæfni álversins og er sagður styrkja rekstrargrundvöll álversins á næstu árum. 15. febrúar 2021 11:39 Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. 5. janúar 2021 21:50 Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. 23. ágúst 2020 19:50 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Hörður segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. 23. febrúar 2020 21:00 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Mörgum var brugðið, ekki síst fimmhundruð starfsmönnum í Straumsvík, þegar eigandinn Rio Tinto hótaði lokun álversins í febrúar í fyrra og hóf jafnframt opinberar skylmingar við Landsvirkjun. En í dag náðist sátt með undirritun nýs raforkusamnings sem eyðir óvissu um rekstur álversins. Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifa undir raforkusamninginn í dag. Með þeim á myndinni eru Sigurður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri Rio Tinto á íslandi, og Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Orkusölusviðs Landsnets. „Já, þeirri óvissu er eytt. Við náðum samkomulagi við Landsvirkjun sem gerir okkur samkeppnishæf, - vegna þess að raforkuverðið er komið á þann stað að við erum samkeppnishæf. Og það léttir þá af óvissu um lokunina. Og við munum setja verksmiðjuna á fullan kraft aftur,“ segir Rannveig í viðtali við Stöð 2. „Við förum upp í full afköst. Við erum búin að vera á minnkuðum afköstum núna um allt of langt skeið og núna förum við á fulla ferð aftur.“ Frá ÍSAL í Straumsvík, álveri Rio Tinto.Vilhelm Í sameiginlegri fréttatilkynningu fagna báðir aðilar en trúnaður ríkir áfram um orkuverðið. Þó er upplýst að tekin er á ný upp tenging við álverð en að litlum hluta. Þá er samningurinn áfram tengdur við bandaríkjadal og vísitölu í Bandaríkjunum. „En að hluta til tengdur við álverð sem hjálpar okkur á erfiðum tímum. Síðan er allskonar sveigjanleiki í honum sem hjálpar Landsvirkjun. Þannig að það er í þessum samningi „win-win“ fyrir báða aðila og kemur báðum aðilum vel. En hann er trúnaðarmál, þessi samningur, þannig að það er ekki hægt að greina nákvæmar frá því,“ segir Rannveig. Hún segir að starfsmönnum í Straumsvík sé létt. „Já, það er léttir hjá okkur. Þetta er búið að liggja á okkur eins og farg í dálítið langan tíma og þessi óvissa verður alltaf meiri og meiri eftir því sem tíminn líður. Þannig að það er mikill léttir að þessu skyldi ljúka og það skyldi takast að ná þessu samkomulagi. Það er mjög mikill léttir og mikill gleðidagur hjá okkur,“ segir forstjóri ÍSAL í Straumsvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Áliðnaður Stóriðja Landsvirkjun Orkumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Landsvirkjun og Rio Tinto ná samkomulagi Landsvirkjun og Rio Tinto á íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010, sem ætlað er að auka samkeppnishæfni álversins og er sagður styrkja rekstrargrundvöll álversins á næstu árum. 15. febrúar 2021 11:39 Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. 5. janúar 2021 21:50 Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. 23. ágúst 2020 19:50 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Hörður segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. 23. febrúar 2020 21:00 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Landsvirkjun og Rio Tinto ná samkomulagi Landsvirkjun og Rio Tinto á íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010, sem ætlað er að auka samkeppnishæfni álversins og er sagður styrkja rekstrargrundvöll álversins á næstu árum. 15. febrúar 2021 11:39
Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. 5. janúar 2021 21:50
Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. 23. ágúst 2020 19:50
Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07
Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35
Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Hörður segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. 23. febrúar 2020 21:00