Hagkvæmur geðvandi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. febrúar 2021 07:01 Að spara í geðheilbrigðismálum er ekki ólíkt því að spara með því að sleppa skoðun á vinnubíl. Vandamálin sem eru til staðar eru áfram til staðar, þú veist bara ekki af þeim fyrr en vélin bræðir úr sér. Ef bíllinn er ekki ónýtur verður umtalsverður kostnaður við að gera við hann auk vinnutaps. Góðar líkur eru á að það hefði mátt koma í veg fyrir stóran hluta kostnaðarins og vinnutapsins með því að grípa fyrr inn í. Sömu sögu má segja með mannfólk. Það er samfélaginu dýrt að bregðast of seint við geðvandamálum og missa fólk af vinnumarkaðnum eða að missa það alfarið. Svo ekki sé minnst á þá lífsgæðaskerðingu og sársauka sem fylgir því að einstaklingar fái ekki viðeigandi aðstoð. Efnahagslegur ávinningur Þrjátíu og níu. Það er meðalfjöldi árlegra sjálfsvíga á Íslandi síðast liðinn áratug (1). Árlega láta svo að meðaltali tuttugu og átta lífið vegna lyfjaeitrunar, en tæplega þriðjungur þeirra eru sjálfsvíg. Rúmlega helmingur þeirra sem láta lífið vegna lyfjaeitrunar falla undir óhappaeitranir (2). Vafalaust er hluti óhappaeitrananna vegna ofskömmtunar vímuefna, en helmingur þeirra sem sem haldnir eru fíknivanda glímir einnig við annan geðheilbrigðisvanda (3). Af framangreindu má sjá að við missum hátt í sextíu manns árlega vegna sjálfsvíga og lyfjaeitranna. Án þess að setja fram ákveðna tölu er óhætt að segja að mjög stór hluti þeirra eiga rætur sínar að rekja til geðvanda. Setjum þessar tölur nú í efnahagslegt samhengi. Meðallaun Íslendinga voru rétt undir 600 þ.kr árið 2019 en miðgildi launa var rétt undir 500 þ.kr (4). Ef við miðum við laun upp á 500 þ.kr þá eru mánaðarlegar skattgreiðslur tæpar 110 þ.kr og því um rúmar 1,3 m.kr á ári. Af þeim karlmönnum sem frömdu sjálfsvíg síðastliðinn áratug voru flestir á aldrinum 30-44 ára, en karlmenn fremja sjálfsvíg í um 4:1 hlutfalli á við konur1. Með tilliti til framangreinds má með hóflegu mati ráðgera að samfélagið verði af tuttugu starfsárum við hvert slíkt dauðsfall og um tuttugu og sex milljónum í tapaðan tekjuskatt. Þá er ótalinn allur virðisaukaskattur og önnur gjöld sem falla til ríkisins af starfi og lífi viðkomandi, allur mannauður sem tapast með einstaklingnum, örvun viðskipta og atvinnusköpun og allt það sem einstaklingurinn leggur til samfélagsins og er fjárhagslegs eðlis. En það er einnig mikill efnahagslegur skaði af öðrum afleiðingum geðvanda. Einstaklingur sem dettur af vinnumarkaðnum sökum geðvanda skapar samfélaginu ekki tekjur á meðan. Því til viðbótar þarf hann hjálparhönd úr sameiginlegum sjóðum samfélagsins sem er kostnaðarsamt. Þessu tengt má nefna að af Norðurlöndunum hefur Ísland hæðsta hlutfall öryrkja (8,6%) og einnig hæðsta hlutfall ungra öryrkja, en 29% íslenskra öryrkja eru á aldrinum 18-39 ára og eru geðraskanir helsta orsök örorku þessa hóps (5). Hér má svo einnig benda á að ómeðhöndlaður geðvandi kann að hafa í för með sér önnur afleiðu áhrif, svo sem skerta getu einstaklings til þess að sækja sér menntun og skapa samfélaginu mannauð, skerta getu barna einstaklings með ómeðhöndlaðan geðvanda til að sækja sér menntun og fleira. Eyðum krónu í dag og spörum fúlgu á morgun Af ofangreindu má sjá að jafnvel þó að við lítum ekki á neitt nema krónurnar þá er ljóst að Íslenska ríkið og íslenskt samfélag getur hagnast verulega með því að auka fjárútlát til geðheilbrigðismála. Hreinar skatttekjur sem við missum af sökum sjálfsvíga og andláta vegna lyfjaeitrunar hleypur á yfir milljarði árlega, mögulega milljörðum. Stærsta vandamál ungra öryrkja, sem fara að slaga í 10.000 manns fljótlega, er geðvandi. Jafnvel þó ekki væri hægt að ná 1/10 þeirra út á vinnumarkaðinn væri það gríðarleg tekjusköpun og kostnaðarhagræðing fyrir ríkið. Og það er hópur sem á langa starfsævi framundan. Það er því marg milljarða svigrúm sem ríkið hefur til þess að setja í geðheilbrigðismál áður en það fer að hafa neikvæð fjárhagsleg áhrif. Allt útlit er fyrir að við græðum stórlega efnahagslega séð sem og aukum lífsánægju með því að auka slík fjárútlát. Ég tel því, út frá efnahagslegum og skaðaminnkunar sjónarmiðum, að það sé öllum Íslendingum til hagsbóta að við aukum fjárframlög til geðheilbrigðismála og grípum fyrr, oftar og betur inn í. Af tengdri umræðu þá styð ég lögleiðingu vímuefna út frá efnahagslegum, skaðaminnkunar og persónufrelsis sjónarmiðum. Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. 1 https://www.landlaeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/tolfraedi/danarorsakir/sjalfsvig/ 2 https://www.landlaeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/tolfraedi/danarorsakir/lyfjatengdandlat/ 3 https://www.althingi.is/altext/149/s/0430.html 4 https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/07/09/medaltekjur_573_thusund_a_manudi/ 5 https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Felagsmalaraduneytid/N%C3%BDtt%20kerfi%20starfsendurh%C3%A6fingar%20og%20mats%20%C3%A1%20starfsgetu.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Haukur V. Alfreðsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Að spara í geðheilbrigðismálum er ekki ólíkt því að spara með því að sleppa skoðun á vinnubíl. Vandamálin sem eru til staðar eru áfram til staðar, þú veist bara ekki af þeim fyrr en vélin bræðir úr sér. Ef bíllinn er ekki ónýtur verður umtalsverður kostnaður við að gera við hann auk vinnutaps. Góðar líkur eru á að það hefði mátt koma í veg fyrir stóran hluta kostnaðarins og vinnutapsins með því að grípa fyrr inn í. Sömu sögu má segja með mannfólk. Það er samfélaginu dýrt að bregðast of seint við geðvandamálum og missa fólk af vinnumarkaðnum eða að missa það alfarið. Svo ekki sé minnst á þá lífsgæðaskerðingu og sársauka sem fylgir því að einstaklingar fái ekki viðeigandi aðstoð. Efnahagslegur ávinningur Þrjátíu og níu. Það er meðalfjöldi árlegra sjálfsvíga á Íslandi síðast liðinn áratug (1). Árlega láta svo að meðaltali tuttugu og átta lífið vegna lyfjaeitrunar, en tæplega þriðjungur þeirra eru sjálfsvíg. Rúmlega helmingur þeirra sem láta lífið vegna lyfjaeitrunar falla undir óhappaeitranir (2). Vafalaust er hluti óhappaeitrananna vegna ofskömmtunar vímuefna, en helmingur þeirra sem sem haldnir eru fíknivanda glímir einnig við annan geðheilbrigðisvanda (3). Af framangreindu má sjá að við missum hátt í sextíu manns árlega vegna sjálfsvíga og lyfjaeitranna. Án þess að setja fram ákveðna tölu er óhætt að segja að mjög stór hluti þeirra eiga rætur sínar að rekja til geðvanda. Setjum þessar tölur nú í efnahagslegt samhengi. Meðallaun Íslendinga voru rétt undir 600 þ.kr árið 2019 en miðgildi launa var rétt undir 500 þ.kr (4). Ef við miðum við laun upp á 500 þ.kr þá eru mánaðarlegar skattgreiðslur tæpar 110 þ.kr og því um rúmar 1,3 m.kr á ári. Af þeim karlmönnum sem frömdu sjálfsvíg síðastliðinn áratug voru flestir á aldrinum 30-44 ára, en karlmenn fremja sjálfsvíg í um 4:1 hlutfalli á við konur1. Með tilliti til framangreinds má með hóflegu mati ráðgera að samfélagið verði af tuttugu starfsárum við hvert slíkt dauðsfall og um tuttugu og sex milljónum í tapaðan tekjuskatt. Þá er ótalinn allur virðisaukaskattur og önnur gjöld sem falla til ríkisins af starfi og lífi viðkomandi, allur mannauður sem tapast með einstaklingnum, örvun viðskipta og atvinnusköpun og allt það sem einstaklingurinn leggur til samfélagsins og er fjárhagslegs eðlis. En það er einnig mikill efnahagslegur skaði af öðrum afleiðingum geðvanda. Einstaklingur sem dettur af vinnumarkaðnum sökum geðvanda skapar samfélaginu ekki tekjur á meðan. Því til viðbótar þarf hann hjálparhönd úr sameiginlegum sjóðum samfélagsins sem er kostnaðarsamt. Þessu tengt má nefna að af Norðurlöndunum hefur Ísland hæðsta hlutfall öryrkja (8,6%) og einnig hæðsta hlutfall ungra öryrkja, en 29% íslenskra öryrkja eru á aldrinum 18-39 ára og eru geðraskanir helsta orsök örorku þessa hóps (5). Hér má svo einnig benda á að ómeðhöndlaður geðvandi kann að hafa í för með sér önnur afleiðu áhrif, svo sem skerta getu einstaklings til þess að sækja sér menntun og skapa samfélaginu mannauð, skerta getu barna einstaklings með ómeðhöndlaðan geðvanda til að sækja sér menntun og fleira. Eyðum krónu í dag og spörum fúlgu á morgun Af ofangreindu má sjá að jafnvel þó að við lítum ekki á neitt nema krónurnar þá er ljóst að Íslenska ríkið og íslenskt samfélag getur hagnast verulega með því að auka fjárútlát til geðheilbrigðismála. Hreinar skatttekjur sem við missum af sökum sjálfsvíga og andláta vegna lyfjaeitrunar hleypur á yfir milljarði árlega, mögulega milljörðum. Stærsta vandamál ungra öryrkja, sem fara að slaga í 10.000 manns fljótlega, er geðvandi. Jafnvel þó ekki væri hægt að ná 1/10 þeirra út á vinnumarkaðinn væri það gríðarleg tekjusköpun og kostnaðarhagræðing fyrir ríkið. Og það er hópur sem á langa starfsævi framundan. Það er því marg milljarða svigrúm sem ríkið hefur til þess að setja í geðheilbrigðismál áður en það fer að hafa neikvæð fjárhagsleg áhrif. Allt útlit er fyrir að við græðum stórlega efnahagslega séð sem og aukum lífsánægju með því að auka slík fjárútlát. Ég tel því, út frá efnahagslegum og skaðaminnkunar sjónarmiðum, að það sé öllum Íslendingum til hagsbóta að við aukum fjárframlög til geðheilbrigðismála og grípum fyrr, oftar og betur inn í. Af tengdri umræðu þá styð ég lögleiðingu vímuefna út frá efnahagslegum, skaðaminnkunar og persónufrelsis sjónarmiðum. Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. 1 https://www.landlaeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/tolfraedi/danarorsakir/sjalfsvig/ 2 https://www.landlaeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/tolfraedi/danarorsakir/lyfjatengdandlat/ 3 https://www.althingi.is/altext/149/s/0430.html 4 https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/07/09/medaltekjur_573_thusund_a_manudi/ 5 https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Felagsmalaraduneytid/N%C3%BDtt%20kerfi%20starfsendurh%C3%A6fingar%20og%20mats%20%C3%A1%20starfsgetu.pdf
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar