„Super Mario“ verður forsætisráðherra og Luigi áfram utanríkisráðherra Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2021 08:50 Ríkisstjórn Mario Draghi verður sú 67. í röðinni á Ítalíu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Getty/Alessandro Di Meo Mario Draghi hefur þekkst boð um að taka að sér embætti forsætisráðherra Ítalíu og mun formlega taka við embættinu síðar í dag. Hinn 73 ára Draghi, sem gegndi embætti seðlabankastjóra Evrópu á árunum 2011 til 2019, hefur þegar tilkynnt um ráðherra í ríkisstjórn sinni eftir að hafa átt fund með forseta landsins. Draghi hlaut í seðlabankastjóratíð sinni viðurnefnið „Super Mario“ vegna aðgerða sinna á tímum fjármálakreppunnar í álfunni. Draghi tókst að tryggja sér stuðning nærri allra stærstu flokkanna á þinginu í kjölfar þess að stjórn Guiseppe Conte forsætisráðherra riðaði til falls í síðasta mánuði vegna deilna um hvernig skyldi verja fé úr neyðarsjóði Evrópusambandsins vegna kórónuveirunnar. Ítalía glímir nú við miklar efnahagsþrengingar vegna heimsfaraldursins, en alls hafa um 93 þúsund dauðsföll í landinu verið rakin til Covid-19. Er landið á sjötta sæti á lista yfir fjölda dauðsfalla af völdum veirunnar. Di Maio áfram utanríkisráðherra Eftir langar viðræður tókst Draghi að tryggja sér stuðning Fimm stjörnu hreyfingarinnar, en Luigi Di Maio úr þeim flokki mun áfram gegna embætti utanríkisráðherra landsins. Þá verður Giancarlo Giorgetti úr Bandalaginu, hægriöfgaflokki á þingi, nýr iðnaðarráðherra og Andrea Orlando úr Lýðræðisflokknum verður atvinnuvegaráðherra. Forsætisráðherrann Conte sagði af sér eftir að Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, dró flokk sinn, Italia Viva, úr samsteypustjórn Contes. Áður hafði Conte í fimmtán mánuði leitt samsteypustjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og hægriöfgaflokksins Bandalagsins. Sú stjórn sprakk þegar Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, dró flokkinn út úr stjórninni í tilraun til að ná fram nýjum kosningum. Það tókst hins vegar ekki eftir að Fimm stjörnu hreyfingin, Lýðræðisflokkurinn og fleiri flokkar ákváðu að snúa bökum saman og mynda nýja stjórn – aftur undir stjórn Contes. Ríkisstjórn Draghi verður sú 67. í röðinni á Ítalíu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Ítalía Tengdar fréttir Draghi verði beðinn um að mynda nýja stjórn Forseti Ítalíu mun í dag funda með fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi, þar sem búist er við að hann fari þess á leit við Draghi að hann myndi nýja ríkisstjórn í landinu. 3. febrúar 2021 09:35 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Hinn 73 ára Draghi, sem gegndi embætti seðlabankastjóra Evrópu á árunum 2011 til 2019, hefur þegar tilkynnt um ráðherra í ríkisstjórn sinni eftir að hafa átt fund með forseta landsins. Draghi hlaut í seðlabankastjóratíð sinni viðurnefnið „Super Mario“ vegna aðgerða sinna á tímum fjármálakreppunnar í álfunni. Draghi tókst að tryggja sér stuðning nærri allra stærstu flokkanna á þinginu í kjölfar þess að stjórn Guiseppe Conte forsætisráðherra riðaði til falls í síðasta mánuði vegna deilna um hvernig skyldi verja fé úr neyðarsjóði Evrópusambandsins vegna kórónuveirunnar. Ítalía glímir nú við miklar efnahagsþrengingar vegna heimsfaraldursins, en alls hafa um 93 þúsund dauðsföll í landinu verið rakin til Covid-19. Er landið á sjötta sæti á lista yfir fjölda dauðsfalla af völdum veirunnar. Di Maio áfram utanríkisráðherra Eftir langar viðræður tókst Draghi að tryggja sér stuðning Fimm stjörnu hreyfingarinnar, en Luigi Di Maio úr þeim flokki mun áfram gegna embætti utanríkisráðherra landsins. Þá verður Giancarlo Giorgetti úr Bandalaginu, hægriöfgaflokki á þingi, nýr iðnaðarráðherra og Andrea Orlando úr Lýðræðisflokknum verður atvinnuvegaráðherra. Forsætisráðherrann Conte sagði af sér eftir að Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, dró flokk sinn, Italia Viva, úr samsteypustjórn Contes. Áður hafði Conte í fimmtán mánuði leitt samsteypustjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og hægriöfgaflokksins Bandalagsins. Sú stjórn sprakk þegar Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, dró flokkinn út úr stjórninni í tilraun til að ná fram nýjum kosningum. Það tókst hins vegar ekki eftir að Fimm stjörnu hreyfingin, Lýðræðisflokkurinn og fleiri flokkar ákváðu að snúa bökum saman og mynda nýja stjórn – aftur undir stjórn Contes. Ríkisstjórn Draghi verður sú 67. í röðinni á Ítalíu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Ítalía Tengdar fréttir Draghi verði beðinn um að mynda nýja stjórn Forseti Ítalíu mun í dag funda með fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi, þar sem búist er við að hann fari þess á leit við Draghi að hann myndi nýja ríkisstjórn í landinu. 3. febrúar 2021 09:35 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Draghi verði beðinn um að mynda nýja stjórn Forseti Ítalíu mun í dag funda með fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi, þar sem búist er við að hann fari þess á leit við Draghi að hann myndi nýja ríkisstjórn í landinu. 3. febrúar 2021 09:35