„Super Mario“ verður forsætisráðherra og Luigi áfram utanríkisráðherra Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2021 08:50 Ríkisstjórn Mario Draghi verður sú 67. í röðinni á Ítalíu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Getty/Alessandro Di Meo Mario Draghi hefur þekkst boð um að taka að sér embætti forsætisráðherra Ítalíu og mun formlega taka við embættinu síðar í dag. Hinn 73 ára Draghi, sem gegndi embætti seðlabankastjóra Evrópu á árunum 2011 til 2019, hefur þegar tilkynnt um ráðherra í ríkisstjórn sinni eftir að hafa átt fund með forseta landsins. Draghi hlaut í seðlabankastjóratíð sinni viðurnefnið „Super Mario“ vegna aðgerða sinna á tímum fjármálakreppunnar í álfunni. Draghi tókst að tryggja sér stuðning nærri allra stærstu flokkanna á þinginu í kjölfar þess að stjórn Guiseppe Conte forsætisráðherra riðaði til falls í síðasta mánuði vegna deilna um hvernig skyldi verja fé úr neyðarsjóði Evrópusambandsins vegna kórónuveirunnar. Ítalía glímir nú við miklar efnahagsþrengingar vegna heimsfaraldursins, en alls hafa um 93 þúsund dauðsföll í landinu verið rakin til Covid-19. Er landið á sjötta sæti á lista yfir fjölda dauðsfalla af völdum veirunnar. Di Maio áfram utanríkisráðherra Eftir langar viðræður tókst Draghi að tryggja sér stuðning Fimm stjörnu hreyfingarinnar, en Luigi Di Maio úr þeim flokki mun áfram gegna embætti utanríkisráðherra landsins. Þá verður Giancarlo Giorgetti úr Bandalaginu, hægriöfgaflokki á þingi, nýr iðnaðarráðherra og Andrea Orlando úr Lýðræðisflokknum verður atvinnuvegaráðherra. Forsætisráðherrann Conte sagði af sér eftir að Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, dró flokk sinn, Italia Viva, úr samsteypustjórn Contes. Áður hafði Conte í fimmtán mánuði leitt samsteypustjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og hægriöfgaflokksins Bandalagsins. Sú stjórn sprakk þegar Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, dró flokkinn út úr stjórninni í tilraun til að ná fram nýjum kosningum. Það tókst hins vegar ekki eftir að Fimm stjörnu hreyfingin, Lýðræðisflokkurinn og fleiri flokkar ákváðu að snúa bökum saman og mynda nýja stjórn – aftur undir stjórn Contes. Ríkisstjórn Draghi verður sú 67. í röðinni á Ítalíu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Ítalía Tengdar fréttir Draghi verði beðinn um að mynda nýja stjórn Forseti Ítalíu mun í dag funda með fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi, þar sem búist er við að hann fari þess á leit við Draghi að hann myndi nýja ríkisstjórn í landinu. 3. febrúar 2021 09:35 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Sjá meira
Hinn 73 ára Draghi, sem gegndi embætti seðlabankastjóra Evrópu á árunum 2011 til 2019, hefur þegar tilkynnt um ráðherra í ríkisstjórn sinni eftir að hafa átt fund með forseta landsins. Draghi hlaut í seðlabankastjóratíð sinni viðurnefnið „Super Mario“ vegna aðgerða sinna á tímum fjármálakreppunnar í álfunni. Draghi tókst að tryggja sér stuðning nærri allra stærstu flokkanna á þinginu í kjölfar þess að stjórn Guiseppe Conte forsætisráðherra riðaði til falls í síðasta mánuði vegna deilna um hvernig skyldi verja fé úr neyðarsjóði Evrópusambandsins vegna kórónuveirunnar. Ítalía glímir nú við miklar efnahagsþrengingar vegna heimsfaraldursins, en alls hafa um 93 þúsund dauðsföll í landinu verið rakin til Covid-19. Er landið á sjötta sæti á lista yfir fjölda dauðsfalla af völdum veirunnar. Di Maio áfram utanríkisráðherra Eftir langar viðræður tókst Draghi að tryggja sér stuðning Fimm stjörnu hreyfingarinnar, en Luigi Di Maio úr þeim flokki mun áfram gegna embætti utanríkisráðherra landsins. Þá verður Giancarlo Giorgetti úr Bandalaginu, hægriöfgaflokki á þingi, nýr iðnaðarráðherra og Andrea Orlando úr Lýðræðisflokknum verður atvinnuvegaráðherra. Forsætisráðherrann Conte sagði af sér eftir að Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, dró flokk sinn, Italia Viva, úr samsteypustjórn Contes. Áður hafði Conte í fimmtán mánuði leitt samsteypustjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og hægriöfgaflokksins Bandalagsins. Sú stjórn sprakk þegar Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, dró flokkinn út úr stjórninni í tilraun til að ná fram nýjum kosningum. Það tókst hins vegar ekki eftir að Fimm stjörnu hreyfingin, Lýðræðisflokkurinn og fleiri flokkar ákváðu að snúa bökum saman og mynda nýja stjórn – aftur undir stjórn Contes. Ríkisstjórn Draghi verður sú 67. í röðinni á Ítalíu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Ítalía Tengdar fréttir Draghi verði beðinn um að mynda nýja stjórn Forseti Ítalíu mun í dag funda með fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi, þar sem búist er við að hann fari þess á leit við Draghi að hann myndi nýja ríkisstjórn í landinu. 3. febrúar 2021 09:35 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Sjá meira
Draghi verði beðinn um að mynda nýja stjórn Forseti Ítalíu mun í dag funda með fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi, þar sem búist er við að hann fari þess á leit við Draghi að hann myndi nýja ríkisstjórn í landinu. 3. febrúar 2021 09:35