Ætti ég að tilkynna til barnaverndar? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 13:31 112 dagurinn í ár var helgaður öryggi og velferð barna og ungmenna. Hefur þú einhvern tímann haft áhyggjur af velferð barns? Hvað gerðir þú í málinu? Hefur þú lesið yfir hvað sé tilkynningaskylt til barnaverndar? Nýlega varð ég vör við mikinn æsing á umræðuþræði í stórum fésbókarhópi. Tilefnið var að einhver hafði tilkynnt móður til barnaverndar í kjölfar þess að hún birti mynd af barninu sínu í hópnum til að leita ráða með ákveðin einkenni sem sáust á myndinni. Móðirin var mjög sár yfir því að hafa verið tilkynnt vegna myndarinnar og mér sýndust flest ummælin snúast um að verja þessa móður og krossfesta þann sem hafði tilkynnt athæfið. Að einhverjum skyldi DETTA Í HUG að tilkynna til barnaverndar fyrir eitthvað sem var AUGLJÓSLEGA ekki skaðlegt fyrir barnið. Mig langar að ræða þessi viðbrögð við tilkynningu til barnaverndar, í stærra samhengi. Stundum finnst okkur augljóst að tilkynna þurfi til barnaverndar. Til dæmis ef við komum að áfengisdauðu foreldri heima með lítil börn eða ef barn mætir með stóran marblett á auga og segir að mamma sín hafi kýlt sig. Ég hef samt heyrt af sambærilegum atvikum þar sem enginn sendi tilkynningu til barnaverndar. En skoðum frekar þau atvik þar sem grunur vaknar um að eitthvað gæti verið í ólagi í aðstæðum eða hegðun barns, en við erum ekki viss. Hvað ef barn mætir ítrekað of seint í skólann, er stundum ekki með nesti, gengur illa að sinna heimalestri og er oft illa klætt í útiveru? Hvað ef þú sérð föður missa stjórn á skapi sínu við barn í Kringlunni og grípa harkalega í handlegginn á því? Er þetta tilkynningaskylt? Er um að ræða undantekningu eða reglu? Eru aðstæður ennþá verri heima? Hvað skal gera? Tilkynna? Tala við foreldrið? Eða bíða bara og sjá til? Tilkynningar til barnaverndar snúast oftar en ekki um óvissu, enda eru þær tilkynningar um grun, ekki ásakanir fyrir dómstólum. Þú ert að vita að óvissa sé til staðar og biðja um að kannað verði hvort að ástæða sé til afskipta. Þú átt ekki að reyna að leysa úr þessari óvissu eða bíða eftir að hún leysist áður en þú tilkynnir. Barnavernd er könnunaraðilinn, ekki þú. Þegar við erum óviss um hvort við eigum að tilkynna, ER ástæða til að tilkynna. Það er óvissan sem þú ert að tilkynna, ekkert annað. Ef þú óttast að vera krossfest fyrir að tilkynna aðstæður barns, skaltu muna þetta; fyrir hverja fullorðna manneskju sem þú hlífir við þeim óþægindum að fá bréf frá barnaverndarfulltrúa að ósekju, þá er barnsem þurfti á afskiptum barnaverndar að halda, en fær ekki aðstoð vegna þess að enginn taldi sig nógu vissan til að tilkynna. Þess vegna vil ég biðla til foreldra sem eru tilkynntir til barnaverndar að ósekju að verða ekki reiðir og byrja að sakast við tilefnið eða þann sem tilkynnti, heldur muna að til þess að grípa sem flest börn sem á þurfa að halda verða óhjákvæmilega sumir foreldrar tilkynntir vegna einhvers sem reynist ekki þarfnast afskipta. Barnavernd er ekki gamla grýlan sem sumar eldri kynslóðir hafa reynslu af, sem betur fer. Ég hef unnið á skólaskrifstofu, heilsugæslu og á sálfræðistofu með börnum og foreldrum í ellefu ár og hitt margar fjölskyldur sem njóta aðstoðar og stuðnings barnaverndar. Hættum að skrýmslavæða barnavernd eða líta á tilkynningu sem áfellisdóm. Barnæskan er dýrmæt og viðkvæm, hún leggur grunn að allri okkar framtíð. Við fullorðna fólkið eigum að girða okkur í brók og tilkynna grun/óvissu, ALLTAF. Við erum ekki könnunaraðilar, við eigum ekki að vita hvort ástæða sé til að tilkynna, það er hlutverk barnaverndar. Höfundur er sálfræðingur og stjórnandi á Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Börn og uppeldi Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
112 dagurinn í ár var helgaður öryggi og velferð barna og ungmenna. Hefur þú einhvern tímann haft áhyggjur af velferð barns? Hvað gerðir þú í málinu? Hefur þú lesið yfir hvað sé tilkynningaskylt til barnaverndar? Nýlega varð ég vör við mikinn æsing á umræðuþræði í stórum fésbókarhópi. Tilefnið var að einhver hafði tilkynnt móður til barnaverndar í kjölfar þess að hún birti mynd af barninu sínu í hópnum til að leita ráða með ákveðin einkenni sem sáust á myndinni. Móðirin var mjög sár yfir því að hafa verið tilkynnt vegna myndarinnar og mér sýndust flest ummælin snúast um að verja þessa móður og krossfesta þann sem hafði tilkynnt athæfið. Að einhverjum skyldi DETTA Í HUG að tilkynna til barnaverndar fyrir eitthvað sem var AUGLJÓSLEGA ekki skaðlegt fyrir barnið. Mig langar að ræða þessi viðbrögð við tilkynningu til barnaverndar, í stærra samhengi. Stundum finnst okkur augljóst að tilkynna þurfi til barnaverndar. Til dæmis ef við komum að áfengisdauðu foreldri heima með lítil börn eða ef barn mætir með stóran marblett á auga og segir að mamma sín hafi kýlt sig. Ég hef samt heyrt af sambærilegum atvikum þar sem enginn sendi tilkynningu til barnaverndar. En skoðum frekar þau atvik þar sem grunur vaknar um að eitthvað gæti verið í ólagi í aðstæðum eða hegðun barns, en við erum ekki viss. Hvað ef barn mætir ítrekað of seint í skólann, er stundum ekki með nesti, gengur illa að sinna heimalestri og er oft illa klætt í útiveru? Hvað ef þú sérð föður missa stjórn á skapi sínu við barn í Kringlunni og grípa harkalega í handlegginn á því? Er þetta tilkynningaskylt? Er um að ræða undantekningu eða reglu? Eru aðstæður ennþá verri heima? Hvað skal gera? Tilkynna? Tala við foreldrið? Eða bíða bara og sjá til? Tilkynningar til barnaverndar snúast oftar en ekki um óvissu, enda eru þær tilkynningar um grun, ekki ásakanir fyrir dómstólum. Þú ert að vita að óvissa sé til staðar og biðja um að kannað verði hvort að ástæða sé til afskipta. Þú átt ekki að reyna að leysa úr þessari óvissu eða bíða eftir að hún leysist áður en þú tilkynnir. Barnavernd er könnunaraðilinn, ekki þú. Þegar við erum óviss um hvort við eigum að tilkynna, ER ástæða til að tilkynna. Það er óvissan sem þú ert að tilkynna, ekkert annað. Ef þú óttast að vera krossfest fyrir að tilkynna aðstæður barns, skaltu muna þetta; fyrir hverja fullorðna manneskju sem þú hlífir við þeim óþægindum að fá bréf frá barnaverndarfulltrúa að ósekju, þá er barnsem þurfti á afskiptum barnaverndar að halda, en fær ekki aðstoð vegna þess að enginn taldi sig nógu vissan til að tilkynna. Þess vegna vil ég biðla til foreldra sem eru tilkynntir til barnaverndar að ósekju að verða ekki reiðir og byrja að sakast við tilefnið eða þann sem tilkynnti, heldur muna að til þess að grípa sem flest börn sem á þurfa að halda verða óhjákvæmilega sumir foreldrar tilkynntir vegna einhvers sem reynist ekki þarfnast afskipta. Barnavernd er ekki gamla grýlan sem sumar eldri kynslóðir hafa reynslu af, sem betur fer. Ég hef unnið á skólaskrifstofu, heilsugæslu og á sálfræðistofu með börnum og foreldrum í ellefu ár og hitt margar fjölskyldur sem njóta aðstoðar og stuðnings barnaverndar. Hættum að skrýmslavæða barnavernd eða líta á tilkynningu sem áfellisdóm. Barnæskan er dýrmæt og viðkvæm, hún leggur grunn að allri okkar framtíð. Við fullorðna fólkið eigum að girða okkur í brók og tilkynna grun/óvissu, ALLTAF. Við erum ekki könnunaraðilar, við eigum ekki að vita hvort ástæða sé til að tilkynna, það er hlutverk barnaverndar. Höfundur er sálfræðingur og stjórnandi á Litlu kvíðameðferðarstöðinni.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun