Einlægir þættir um minningar tengdar Reykjavíkurborg Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 21:31 Sveinn Orri Símonarson kvikmyndagerðarmaður segir sögur af eftirminnilegum augnablikum í Reykjavík í nýjum þáttum. Elvar Örn Egilsson Þættirnir Borgarminning hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga, en á bak við verkefnið er kvikmyndagerðarmaðurinn Sveinn Orri. Eyjólfur Jónsson og Alexander Hrafn Ragnarsson sáu um myndatöku og hljóðvinnslu þáttanna sem eru styrktir af Miðborgarsjóði Reykjavíkur. „Þetta er verkefni sem ég hef lengi verið með í bígerð og alveg frábært að hafa loksins fengið tækifæri til að framkvæma það,“ segir Sveinn Orri í samtali við Vísi. Hann leikstýrði ekki aðeins þáttunum heldur sá hann einnig um eftirvinnslu og samdi alla tónlistina. „Þetta eru einlægir vef-heimildarþættir þar sem fólk opnar sig um minningar sínar tengdar borginni. Fólk lítur til baka og rifjar upp áhugaverða hluti sem þau hafa upplifað á persónulegan hátt. Þeir eru í kringum fimm mínútur að lengd. Tilvalið til að horfa á í símanum á meðan verið er að undirbúa kvöldmatinn.“ Þættirnir Borgarminning eru sjö talsins.Borgarminning Dreymdi alla ævi um að flytja til Íslands Sveinn Orri útskrifaðist frá Kvikmyndaskóla Íslands af Leikstjórn og framleiðslu braut vorið 2013 og hefur starfað við kvikmyndagerð og ljósmyndun síðan þá. Þættirnir Borgarminning eru sjö talsins en fyrstu tveir þættirnir eru komnir á samfélagsmiðla verkefnisins. Nýr þáttur kemur svo inn alla þriðjudaga. „Viðmælendurnir eru mjög fjölbreytt flóra úr borgarlífinu. Meðal viðmælenda í þáttunum eru 70 ára listamaður sem uppgötvaði bíóhúsin í borginni þegar hann flutti til Reykjavíkur frá Patreksfirði átta ára gamall. Jógakennari sem kynntist stóru ástinni í borginni. Fyrrum New York-búi sem dreymdi alla sína ævi um að flytja til Íslands.“ Þættirnir voru teknir upp í desember víðs vegar í Reykjavík. „Markmiðið með þáttunum er að vekja okkur til umhugsunar um þær góðu minningar sem við eigum um borgina okkar. Það eru margar frábærar sögur sem fólk á þarna úti og það er mikilvægt að varðveita þær.“ Nánari upplýsingar og þættina sjálfa má finna á Facebook og Instagram síðu Borgarminningar. Stiklu fyrir þættina má sjá hér fyrir neðan. Reykjavík Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Eyjólfur Jónsson og Alexander Hrafn Ragnarsson sáu um myndatöku og hljóðvinnslu þáttanna sem eru styrktir af Miðborgarsjóði Reykjavíkur. „Þetta er verkefni sem ég hef lengi verið með í bígerð og alveg frábært að hafa loksins fengið tækifæri til að framkvæma það,“ segir Sveinn Orri í samtali við Vísi. Hann leikstýrði ekki aðeins þáttunum heldur sá hann einnig um eftirvinnslu og samdi alla tónlistina. „Þetta eru einlægir vef-heimildarþættir þar sem fólk opnar sig um minningar sínar tengdar borginni. Fólk lítur til baka og rifjar upp áhugaverða hluti sem þau hafa upplifað á persónulegan hátt. Þeir eru í kringum fimm mínútur að lengd. Tilvalið til að horfa á í símanum á meðan verið er að undirbúa kvöldmatinn.“ Þættirnir Borgarminning eru sjö talsins.Borgarminning Dreymdi alla ævi um að flytja til Íslands Sveinn Orri útskrifaðist frá Kvikmyndaskóla Íslands af Leikstjórn og framleiðslu braut vorið 2013 og hefur starfað við kvikmyndagerð og ljósmyndun síðan þá. Þættirnir Borgarminning eru sjö talsins en fyrstu tveir þættirnir eru komnir á samfélagsmiðla verkefnisins. Nýr þáttur kemur svo inn alla þriðjudaga. „Viðmælendurnir eru mjög fjölbreytt flóra úr borgarlífinu. Meðal viðmælenda í þáttunum eru 70 ára listamaður sem uppgötvaði bíóhúsin í borginni þegar hann flutti til Reykjavíkur frá Patreksfirði átta ára gamall. Jógakennari sem kynntist stóru ástinni í borginni. Fyrrum New York-búi sem dreymdi alla sína ævi um að flytja til Íslands.“ Þættirnir voru teknir upp í desember víðs vegar í Reykjavík. „Markmiðið með þáttunum er að vekja okkur til umhugsunar um þær góðu minningar sem við eigum um borgina okkar. Það eru margar frábærar sögur sem fólk á þarna úti og það er mikilvægt að varðveita þær.“ Nánari upplýsingar og þættina sjálfa má finna á Facebook og Instagram síðu Borgarminningar. Stiklu fyrir þættina má sjá hér fyrir neðan.
Reykjavík Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira