Aðgengi fyrir börn af erlendum uppruna Alexandra Briem skrifar 9. febrúar 2021 20:31 Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti í dag stóraukna íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku með aukningu upp á 143 milljónir árlega í málaflokkinn næstu þrjú árin. Það skiptir miklu máli til að jafna tækifæri allra til að taka fullan þátt í samfélaginu, eignast vini, fylgjast með umræðunni og fréttum. Að því ógleymdu að í ýmsum störfum er það annað hvort beinlínis nauðsynlegt, eða að minnsta kosti gífurlega hjálplegt. Þetta snýst um lýðræði og jafnrétti og að skapa samfélag þar sem öllum getur liðið vel, notið hæfileika sinna og fengið tækifæri til þess að dafna. Það er jú okkur öllum í hag. Þess vegna er það á ábyrgð hins opinbera að sjá til þess að þau sem hingað flytjast eigi kost á því að læra tungumálið. Með þessari breytingu verður fjármagn á hvern nemanda verulega aukið og tvö ný íslenskuver verða opnuð. Það er til þess að tryggja öfluga íslenskukennslu nemenda sem hingað flytjast, fyrstu mánuði búsetunnar, sem gerir þeim í framhaldi kleift að koma inn í skólakerfið af meiri krafti með sínum jafnöldrum. Að auki verður stuðningur okkar sérfræðinga í Miðju máls og læsis aukinn. Brúarsmiðir verða ennfremur efldir sem tryggja gott samstarf skólakerfisins við fjöltyngd börn og foreldra þeirra.Svo verður auknu fjármagni varið í fjölmenningarlegt leikskólastarf. Umræðan um hvaða tungumál sé talað á Íslandi hefur verið nokkuð áberandi síðustu daga. Krafan um það að fólk tali mál heimafólks þegar það flyst búferlum getur verið æði ósanngjörn. Það getur legið betur fyrir Íslendingum að tala til að mynda ensku, sem við erum flest nær altalandi á hvort eð er. Eða dönsku sem við höfum lært frá ungum aldri eða önnur Norðurlandamál. Nú eða þýsku og önnur germönsk mál sem eru keimlík því sem við kunnum og nota svipaðar orðrætur og beygingarmyndir, verið einfaldara en fyrir mörgum sem hingað flytjast að læra ástkæra ylhýra málið okkar. Það er bæði málfræðilega flókið og sjaldheyrt utan landssteinanna. Þess vegna viljum við styðja enn betur við börn sem hingað koma svo þau standi jafnfætis íslenskum börnum þegar kemur að tækifærum. Píratar leggja alla áherslu á jafnræði og jafnrétti óháð uppruna. Ég er stolt af aðkomu okkar Pírata að þessu máli. Við róum öllum árum í þá átt að samfélagið sé gott fyrir fólk óháð stétt, stöðu eða uppruna. Þetta snýst um að búa til samfélag fyrir alla, þar sem fólk er ekki skilið útundan. Fjölbreytni mannlífsins er svo dýrmæt. Það skiptir öllu máli að gera okkur sem samfélagi kleift að njóta krafta öflugs fólks af ólíkum uppruna svo við megum öll dafna í sameiningu. Höfundur er fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Innflytjendamál Borgarstjórn Grunnskólar Réttindi barna Alexandra Briem Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti í dag stóraukna íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku með aukningu upp á 143 milljónir árlega í málaflokkinn næstu þrjú árin. Það skiptir miklu máli til að jafna tækifæri allra til að taka fullan þátt í samfélaginu, eignast vini, fylgjast með umræðunni og fréttum. Að því ógleymdu að í ýmsum störfum er það annað hvort beinlínis nauðsynlegt, eða að minnsta kosti gífurlega hjálplegt. Þetta snýst um lýðræði og jafnrétti og að skapa samfélag þar sem öllum getur liðið vel, notið hæfileika sinna og fengið tækifæri til þess að dafna. Það er jú okkur öllum í hag. Þess vegna er það á ábyrgð hins opinbera að sjá til þess að þau sem hingað flytjast eigi kost á því að læra tungumálið. Með þessari breytingu verður fjármagn á hvern nemanda verulega aukið og tvö ný íslenskuver verða opnuð. Það er til þess að tryggja öfluga íslenskukennslu nemenda sem hingað flytjast, fyrstu mánuði búsetunnar, sem gerir þeim í framhaldi kleift að koma inn í skólakerfið af meiri krafti með sínum jafnöldrum. Að auki verður stuðningur okkar sérfræðinga í Miðju máls og læsis aukinn. Brúarsmiðir verða ennfremur efldir sem tryggja gott samstarf skólakerfisins við fjöltyngd börn og foreldra þeirra.Svo verður auknu fjármagni varið í fjölmenningarlegt leikskólastarf. Umræðan um hvaða tungumál sé talað á Íslandi hefur verið nokkuð áberandi síðustu daga. Krafan um það að fólk tali mál heimafólks þegar það flyst búferlum getur verið æði ósanngjörn. Það getur legið betur fyrir Íslendingum að tala til að mynda ensku, sem við erum flest nær altalandi á hvort eð er. Eða dönsku sem við höfum lært frá ungum aldri eða önnur Norðurlandamál. Nú eða þýsku og önnur germönsk mál sem eru keimlík því sem við kunnum og nota svipaðar orðrætur og beygingarmyndir, verið einfaldara en fyrir mörgum sem hingað flytjast að læra ástkæra ylhýra málið okkar. Það er bæði málfræðilega flókið og sjaldheyrt utan landssteinanna. Þess vegna viljum við styðja enn betur við börn sem hingað koma svo þau standi jafnfætis íslenskum börnum þegar kemur að tækifærum. Píratar leggja alla áherslu á jafnræði og jafnrétti óháð uppruna. Ég er stolt af aðkomu okkar Pírata að þessu máli. Við róum öllum árum í þá átt að samfélagið sé gott fyrir fólk óháð stétt, stöðu eða uppruna. Þetta snýst um að búa til samfélag fyrir alla, þar sem fólk er ekki skilið útundan. Fjölbreytni mannlífsins er svo dýrmæt. Það skiptir öllu máli að gera okkur sem samfélagi kleift að njóta krafta öflugs fólks af ólíkum uppruna svo við megum öll dafna í sameiningu. Höfundur er fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar