Áhrifavaldar og áhugafjárfestar Baldur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2021 07:31 Margir fagfjárfestar súpa hveljur yfir atburðarás síðustu vikna, þar sem hlutabréf einstakra fyrirtækja, sem vogunarsjóðir höfðu að sögn tekið miklar skortstöður í, voru keypt af áhugafjárfestum í svo miklum mæli að verð þeirra hækkaði jafnvel um þúsundir prósenta. Söguskýringin er nokkuð einföld: Bjánar á internetinu kaupa hlutabréf til þess eins að klekkja á vondum vogunarsjóðum. Þegar betur er að gáð er málið flóknara – og áhugaverðara – en svo. Óhefluð framkoma áhugafjárfestanna, hvort sem það er á spjallsíðum eða í viðtölum, hefur dregið athygli fólks frá þeirri staðreynd að í grunninn til byggja þessi viðskipti á nokkuð ítarlegum greiningum netverja, hvað sem fólki kann að finnast um viðskiptahættina eða áhrifin sem þetta hefur haft. Aðrir hafa sagt sína skoðun á þessum málum og viðeigandi yfirvöld munu væntanlega fara ofan í saumana á atburðarrásinni. Ég ætla því að láta það vera. Það sem mér finnst sjálfum spennandi í þessu eru öflin sem búa þarna að baki og möguleikarnir sem felast í samtakamætti fjöldans, ef honum er beitt með réttum hætti. Áhugafjárfestar hafa til þessa verið tiltölulega áhrifalausir. Fagfjárfestar hafa leitt og hinir hafa elt. Jafnvel í hópfjármögnun hlutabréfa (e. equity crowdfunding), sem gengur í grunninn til út á sniðganga hefðbundnar fjármögnunarleiðir og ná til áhugafjárfesta, hefur yfirleitt verið talin þörf á fagfjárfestum til að leiða fjármögnunina og trekkja að fjöldann. Aðgerðir síðustu vikna eru því algjör nýjung. Þegar þetta er skrifað hafa hækkanir á hlutabréfaverði flestra áðurnefndra fyrirtækja gengið að töluverðu leyti til baka.“. Einhverjir áhugafjárfestar hafa setið eftir með sárt ennið á meðan aðrir hafa malað gull. Sömu sögu má segja á fagfjárfestahliðinni. Fólk hrasar oft við að feta ótroðnar slóðir, en af flestum mistökum má draga lærdóm. Við ættum ekki vanmeta þá þekkingu og greiningargetu sem leynist í fjöldanum. Margir sjá þessa atburði sem enn aðra birtingarmynd þess að óyfirstíganleg gjá hefur myndast milli elítunnar og almúgans, Wall Street og Main Street, 1% og 99%. Ég sé þetta sem tækifæri til að brúa þetta bil og efla fjármálamarkaðina til góðs. Við sem störfum á markaðnum þurfum fyrst og fremst að reyna að skilja þessa hreyfingu, í stað þess að líta niður á hana og fordæma. Munum við sjá fjöldahreyfingar eins og þær sem leiddu áðurnefnda atburðarrás vera í leiðandi hlutverki í fjármögnun spennandi fyrirtækja í framtíðinni? Eða beita sér fyrir auknum áherslum fyrirtækja á umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS, eða ESG á ensku)? Það verður í öllu falli áhugavert að fylgjast með því hvernig þessi hreyfing mun þróast. Ef við ætlum að beisla krafta fjöldans til góðs þurfum við aukið samtal og meiri fræðslu. Við erum meira en til í það. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Markaðir Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Sjá meira
Margir fagfjárfestar súpa hveljur yfir atburðarás síðustu vikna, þar sem hlutabréf einstakra fyrirtækja, sem vogunarsjóðir höfðu að sögn tekið miklar skortstöður í, voru keypt af áhugafjárfestum í svo miklum mæli að verð þeirra hækkaði jafnvel um þúsundir prósenta. Söguskýringin er nokkuð einföld: Bjánar á internetinu kaupa hlutabréf til þess eins að klekkja á vondum vogunarsjóðum. Þegar betur er að gáð er málið flóknara – og áhugaverðara – en svo. Óhefluð framkoma áhugafjárfestanna, hvort sem það er á spjallsíðum eða í viðtölum, hefur dregið athygli fólks frá þeirri staðreynd að í grunninn til byggja þessi viðskipti á nokkuð ítarlegum greiningum netverja, hvað sem fólki kann að finnast um viðskiptahættina eða áhrifin sem þetta hefur haft. Aðrir hafa sagt sína skoðun á þessum málum og viðeigandi yfirvöld munu væntanlega fara ofan í saumana á atburðarrásinni. Ég ætla því að láta það vera. Það sem mér finnst sjálfum spennandi í þessu eru öflin sem búa þarna að baki og möguleikarnir sem felast í samtakamætti fjöldans, ef honum er beitt með réttum hætti. Áhugafjárfestar hafa til þessa verið tiltölulega áhrifalausir. Fagfjárfestar hafa leitt og hinir hafa elt. Jafnvel í hópfjármögnun hlutabréfa (e. equity crowdfunding), sem gengur í grunninn til út á sniðganga hefðbundnar fjármögnunarleiðir og ná til áhugafjárfesta, hefur yfirleitt verið talin þörf á fagfjárfestum til að leiða fjármögnunina og trekkja að fjöldann. Aðgerðir síðustu vikna eru því algjör nýjung. Þegar þetta er skrifað hafa hækkanir á hlutabréfaverði flestra áðurnefndra fyrirtækja gengið að töluverðu leyti til baka.“. Einhverjir áhugafjárfestar hafa setið eftir með sárt ennið á meðan aðrir hafa malað gull. Sömu sögu má segja á fagfjárfestahliðinni. Fólk hrasar oft við að feta ótroðnar slóðir, en af flestum mistökum má draga lærdóm. Við ættum ekki vanmeta þá þekkingu og greiningargetu sem leynist í fjöldanum. Margir sjá þessa atburði sem enn aðra birtingarmynd þess að óyfirstíganleg gjá hefur myndast milli elítunnar og almúgans, Wall Street og Main Street, 1% og 99%. Ég sé þetta sem tækifæri til að brúa þetta bil og efla fjármálamarkaðina til góðs. Við sem störfum á markaðnum þurfum fyrst og fremst að reyna að skilja þessa hreyfingu, í stað þess að líta niður á hana og fordæma. Munum við sjá fjöldahreyfingar eins og þær sem leiddu áðurnefnda atburðarrás vera í leiðandi hlutverki í fjármögnun spennandi fyrirtækja í framtíðinni? Eða beita sér fyrir auknum áherslum fyrirtækja á umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS, eða ESG á ensku)? Það verður í öllu falli áhugavert að fylgjast með því hvernig þessi hreyfing mun þróast. Ef við ætlum að beisla krafta fjöldans til góðs þurfum við aukið samtal og meiri fræðslu. Við erum meira en til í það. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar