Áhrifavaldar og áhugafjárfestar Baldur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2021 07:31 Margir fagfjárfestar súpa hveljur yfir atburðarás síðustu vikna, þar sem hlutabréf einstakra fyrirtækja, sem vogunarsjóðir höfðu að sögn tekið miklar skortstöður í, voru keypt af áhugafjárfestum í svo miklum mæli að verð þeirra hækkaði jafnvel um þúsundir prósenta. Söguskýringin er nokkuð einföld: Bjánar á internetinu kaupa hlutabréf til þess eins að klekkja á vondum vogunarsjóðum. Þegar betur er að gáð er málið flóknara – og áhugaverðara – en svo. Óhefluð framkoma áhugafjárfestanna, hvort sem það er á spjallsíðum eða í viðtölum, hefur dregið athygli fólks frá þeirri staðreynd að í grunninn til byggja þessi viðskipti á nokkuð ítarlegum greiningum netverja, hvað sem fólki kann að finnast um viðskiptahættina eða áhrifin sem þetta hefur haft. Aðrir hafa sagt sína skoðun á þessum málum og viðeigandi yfirvöld munu væntanlega fara ofan í saumana á atburðarrásinni. Ég ætla því að láta það vera. Það sem mér finnst sjálfum spennandi í þessu eru öflin sem búa þarna að baki og möguleikarnir sem felast í samtakamætti fjöldans, ef honum er beitt með réttum hætti. Áhugafjárfestar hafa til þessa verið tiltölulega áhrifalausir. Fagfjárfestar hafa leitt og hinir hafa elt. Jafnvel í hópfjármögnun hlutabréfa (e. equity crowdfunding), sem gengur í grunninn til út á sniðganga hefðbundnar fjármögnunarleiðir og ná til áhugafjárfesta, hefur yfirleitt verið talin þörf á fagfjárfestum til að leiða fjármögnunina og trekkja að fjöldann. Aðgerðir síðustu vikna eru því algjör nýjung. Þegar þetta er skrifað hafa hækkanir á hlutabréfaverði flestra áðurnefndra fyrirtækja gengið að töluverðu leyti til baka.“. Einhverjir áhugafjárfestar hafa setið eftir með sárt ennið á meðan aðrir hafa malað gull. Sömu sögu má segja á fagfjárfestahliðinni. Fólk hrasar oft við að feta ótroðnar slóðir, en af flestum mistökum má draga lærdóm. Við ættum ekki vanmeta þá þekkingu og greiningargetu sem leynist í fjöldanum. Margir sjá þessa atburði sem enn aðra birtingarmynd þess að óyfirstíganleg gjá hefur myndast milli elítunnar og almúgans, Wall Street og Main Street, 1% og 99%. Ég sé þetta sem tækifæri til að brúa þetta bil og efla fjármálamarkaðina til góðs. Við sem störfum á markaðnum þurfum fyrst og fremst að reyna að skilja þessa hreyfingu, í stað þess að líta niður á hana og fordæma. Munum við sjá fjöldahreyfingar eins og þær sem leiddu áðurnefnda atburðarrás vera í leiðandi hlutverki í fjármögnun spennandi fyrirtækja í framtíðinni? Eða beita sér fyrir auknum áherslum fyrirtækja á umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS, eða ESG á ensku)? Það verður í öllu falli áhugavert að fylgjast með því hvernig þessi hreyfing mun þróast. Ef við ætlum að beisla krafta fjöldans til góðs þurfum við aukið samtal og meiri fræðslu. Við erum meira en til í það. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Markaðir Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margir fagfjárfestar súpa hveljur yfir atburðarás síðustu vikna, þar sem hlutabréf einstakra fyrirtækja, sem vogunarsjóðir höfðu að sögn tekið miklar skortstöður í, voru keypt af áhugafjárfestum í svo miklum mæli að verð þeirra hækkaði jafnvel um þúsundir prósenta. Söguskýringin er nokkuð einföld: Bjánar á internetinu kaupa hlutabréf til þess eins að klekkja á vondum vogunarsjóðum. Þegar betur er að gáð er málið flóknara – og áhugaverðara – en svo. Óhefluð framkoma áhugafjárfestanna, hvort sem það er á spjallsíðum eða í viðtölum, hefur dregið athygli fólks frá þeirri staðreynd að í grunninn til byggja þessi viðskipti á nokkuð ítarlegum greiningum netverja, hvað sem fólki kann að finnast um viðskiptahættina eða áhrifin sem þetta hefur haft. Aðrir hafa sagt sína skoðun á þessum málum og viðeigandi yfirvöld munu væntanlega fara ofan í saumana á atburðarrásinni. Ég ætla því að láta það vera. Það sem mér finnst sjálfum spennandi í þessu eru öflin sem búa þarna að baki og möguleikarnir sem felast í samtakamætti fjöldans, ef honum er beitt með réttum hætti. Áhugafjárfestar hafa til þessa verið tiltölulega áhrifalausir. Fagfjárfestar hafa leitt og hinir hafa elt. Jafnvel í hópfjármögnun hlutabréfa (e. equity crowdfunding), sem gengur í grunninn til út á sniðganga hefðbundnar fjármögnunarleiðir og ná til áhugafjárfesta, hefur yfirleitt verið talin þörf á fagfjárfestum til að leiða fjármögnunina og trekkja að fjöldann. Aðgerðir síðustu vikna eru því algjör nýjung. Þegar þetta er skrifað hafa hækkanir á hlutabréfaverði flestra áðurnefndra fyrirtækja gengið að töluverðu leyti til baka.“. Einhverjir áhugafjárfestar hafa setið eftir með sárt ennið á meðan aðrir hafa malað gull. Sömu sögu má segja á fagfjárfestahliðinni. Fólk hrasar oft við að feta ótroðnar slóðir, en af flestum mistökum má draga lærdóm. Við ættum ekki vanmeta þá þekkingu og greiningargetu sem leynist í fjöldanum. Margir sjá þessa atburði sem enn aðra birtingarmynd þess að óyfirstíganleg gjá hefur myndast milli elítunnar og almúgans, Wall Street og Main Street, 1% og 99%. Ég sé þetta sem tækifæri til að brúa þetta bil og efla fjármálamarkaðina til góðs. Við sem störfum á markaðnum þurfum fyrst og fremst að reyna að skilja þessa hreyfingu, í stað þess að líta niður á hana og fordæma. Munum við sjá fjöldahreyfingar eins og þær sem leiddu áðurnefnda atburðarrás vera í leiðandi hlutverki í fjármögnun spennandi fyrirtækja í framtíðinni? Eða beita sér fyrir auknum áherslum fyrirtækja á umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS, eða ESG á ensku)? Það verður í öllu falli áhugavert að fylgjast með því hvernig þessi hreyfing mun þróast. Ef við ætlum að beisla krafta fjöldans til góðs þurfum við aukið samtal og meiri fræðslu. Við erum meira en til í það. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun