Risadagur í Kauphöllinni hjá Icelandair eftir flökkusöguhelgi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2021 16:31 Langflestum flugfreyjum Icelandair var sagt upp á síðasta ári. Til stendur að endurráða margar þegar ferðalög verða aftur hluti af lífi fólks. Vísir/Vilhelm Viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair voru 444 talsins í dag sem er fjórði stærsti dagurinn í fjölda viðskipta frá hlutafjárútboðinu síðastliðið haust og sá stærsti á árinu 2021. Veltan nam 544 milljónum króna svo meðalstærð viðskipta var 1,2 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands hefur meðalfjöldi viðskipta á dag með bréf í Icelandair frá útboðinu í haust verið 141. Viðskipti í dag voru þreföld á við það. Meðalveltan yfir sama tímabil er 256 milljónir króna sem svarar til meðalstærðar í viðskiptum upp á 1,8 milljónir króna. Ýmislegt bendir til þess að almenningur en ekki fjársterkir aðilar hafi verið í aðalhlutverki þegar kemur að viðskiptum í dag. Meðalstærð viðskipta á öllum markaðnum undanfarna mánuði er 10,1 milljón króna svo kaupendur í dag hafa verið að spila með mun lægri upphæðir en alla jafna. Foto: Hanna Andrésdóttir Flest viðskipti með bréf í Icelandair frá útboðinu í september voru 738 þann 10. desember en viðskiptin numu 998 milljónum króna. Met í Kauphöllinni í desember Mikill fjöldi viðskipta verið með bréf Icelandair undanfarna mánuði. 4.974 viðskipti voru gerð með bréf félagsins í desember sem voru þau flestu með eitt félag í einum mánuði í sögu Kauphallarinnar. Sérfræðingar hjá bönkunum og Kauphöll vildu ekki spekúlera um ástæður þess að svo margir ákváðu að gera viðskipti með bréf Icelandair í dag. Hávær orðrómur var um helgina um að samningur við bóluefnaframleiðandann Pfizer um bólusetningu þorra landsmanna væri í höfn. Umræður voru áberandi á samfélagsmiðlum, ábendingum rigndi yfir fjölmiðla og virtist málið á hvers manns vörum. Blés á „flökkusögur“ Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi í morgun margar „flökkusögur“ í gangi og blés á þessa. Sagði hann að það yrði tilkynnt ef slíkur samningur yrði gerður. Samningsdrög lægju ekki einu sinni fyrir frá Pfizer. Þá auglýsti Icelandair stöður flugstjóra á Boeing 7373 MAX og Boeing 757 farþegaþotur um helgina. Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti á dögunum kyrrsetningu fyrrnefndu vélanna og var von á tveimur MAX-þotum til Íslands frá Spáni öðru hvoru megin við helgina. Von er á ársuppgjöri frá Icelandair í dag sem verður kynnt í fyrramálið. Fundur stjórnar fyrirtækisins mun standa yfir og ekki ljóst hvenær honum lýkur. Icelandair Markaðir Tengdar fréttir „Enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert í hendi varðandi samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að gera hér rannsókn á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. 8. febrúar 2021 08:19 Segir að réttar upplýsingar um mögulega rannsókn Pfizer verði veittar þegar þær liggja fyrir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engin samningsdrög frá Pfizer liggja á borðinu varðandi rannsóknarverkefni á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer sé í höfn. 8. febrúar 2021 11:27 Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku. 5. febrúar 2021 16:49 Mest lesið Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands hefur meðalfjöldi viðskipta á dag með bréf í Icelandair frá útboðinu í haust verið 141. Viðskipti í dag voru þreföld á við það. Meðalveltan yfir sama tímabil er 256 milljónir króna sem svarar til meðalstærðar í viðskiptum upp á 1,8 milljónir króna. Ýmislegt bendir til þess að almenningur en ekki fjársterkir aðilar hafi verið í aðalhlutverki þegar kemur að viðskiptum í dag. Meðalstærð viðskipta á öllum markaðnum undanfarna mánuði er 10,1 milljón króna svo kaupendur í dag hafa verið að spila með mun lægri upphæðir en alla jafna. Foto: Hanna Andrésdóttir Flest viðskipti með bréf í Icelandair frá útboðinu í september voru 738 þann 10. desember en viðskiptin numu 998 milljónum króna. Met í Kauphöllinni í desember Mikill fjöldi viðskipta verið með bréf Icelandair undanfarna mánuði. 4.974 viðskipti voru gerð með bréf félagsins í desember sem voru þau flestu með eitt félag í einum mánuði í sögu Kauphallarinnar. Sérfræðingar hjá bönkunum og Kauphöll vildu ekki spekúlera um ástæður þess að svo margir ákváðu að gera viðskipti með bréf Icelandair í dag. Hávær orðrómur var um helgina um að samningur við bóluefnaframleiðandann Pfizer um bólusetningu þorra landsmanna væri í höfn. Umræður voru áberandi á samfélagsmiðlum, ábendingum rigndi yfir fjölmiðla og virtist málið á hvers manns vörum. Blés á „flökkusögur“ Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi í morgun margar „flökkusögur“ í gangi og blés á þessa. Sagði hann að það yrði tilkynnt ef slíkur samningur yrði gerður. Samningsdrög lægju ekki einu sinni fyrir frá Pfizer. Þá auglýsti Icelandair stöður flugstjóra á Boeing 7373 MAX og Boeing 757 farþegaþotur um helgina. Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti á dögunum kyrrsetningu fyrrnefndu vélanna og var von á tveimur MAX-þotum til Íslands frá Spáni öðru hvoru megin við helgina. Von er á ársuppgjöri frá Icelandair í dag sem verður kynnt í fyrramálið. Fundur stjórnar fyrirtækisins mun standa yfir og ekki ljóst hvenær honum lýkur.
Icelandair Markaðir Tengdar fréttir „Enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert í hendi varðandi samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að gera hér rannsókn á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. 8. febrúar 2021 08:19 Segir að réttar upplýsingar um mögulega rannsókn Pfizer verði veittar þegar þær liggja fyrir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engin samningsdrög frá Pfizer liggja á borðinu varðandi rannsóknarverkefni á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer sé í höfn. 8. febrúar 2021 11:27 Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku. 5. febrúar 2021 16:49 Mest lesið Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
„Enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert í hendi varðandi samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að gera hér rannsókn á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. 8. febrúar 2021 08:19
Segir að réttar upplýsingar um mögulega rannsókn Pfizer verði veittar þegar þær liggja fyrir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engin samningsdrög frá Pfizer liggja á borðinu varðandi rannsóknarverkefni á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer sé í höfn. 8. febrúar 2021 11:27
Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku. 5. febrúar 2021 16:49