Ekkert „Hakuna Matata“ með verndun íslenskunnar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 15:31 Nokkur umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga um skort á talsettu efni á efnisveitunni Disney+, sem varð aðgengilegt Íslendingum í fyrra. Undanfarið hafa íslenskusérfræðingar og ráðamenn vakið athygli á þessu og sent áminningu til Disney um málið. Þar má benda á formlegt bréf mennta- og menningarmálaráðherra til stjórnenda fjölmiðlaveitunnar Vissulega er þetta jákvætt þar sem vilji flestra landsmanna er að vernda skuli íslenska tungu, en tungumálið er í hættu ef við stöndum ekki vörð um það. Sú hætta er margumtöluð og staðfest í hugum sérfræðinga. Þó getum við ekki einungis horft erlendis varðandi textun á sjónvarps- og kvikmyndaefni. Íslendingar bera meginábyrgð á verndun íslenskunar, þ.e. að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Textun á innlendu sjónvarpsefni hér á landi heyrir nánast til undantekninga, og það getur verið mörgum einstaklingum til vandræða. Textun innlends efnis myndi gagnast tugþúsundum landsmanna, og þá sérstaklega heyrnaskertum einstaklingum. Heyrnaskertir kunna málið en eiga oft erfitt með að heyra allt talmál í sjónvarpi. Jafnvel erlent barnaefni vantar stundum textun og við það eiga heyrnaskert börn erfitt með að fylgjast með talmáli og missa því af barnaefni. Það eru um 200 börn og unglingar sem þurfa heyrnatæki hér á landi. Einnig eru kringum 15% þjóðarinnar heyrnarskert að einhverju leiti. Það hefur lengi verið baráttumál heyrnaskertra að íslenskur texti fylgir því myndefni sem innlendar fjölmiðlaveitur miðla, og þá texti sem endurspeglar texta hljóðrásar myndefnisins eins nákvæmlega og kostur er. Frumvarp þess efnis hefur nokkrum sinnum verið lagt fram á Alþingi en ekki náð fram að ganga, sem er miður. Þá er einnig vert að benda á umræðu um læsi barna í þessu samhengi. Töluleg gögn um læsi barna á Íslandi hafa bent til þess að læsi hefur farið hnígandi. Við þurfum að leita alla leiða til að bæta úr þeirri stöðu, sem er vissulega mjög alvarleg í stóru myndinni og til framtíðarinnar litið. Það er ekki ásættanlegt að læsi t.d. leiðtoga, frumkvöðla og kennara framtíðarinnar sé ábótavant. Textun efnis getur eflt læsi barna, eðli máls samkvæmt. Það er samt ekki aðeins textun á barnaefni sem kemur þar til greinar heldur einnig textun á öðru íslensku efni svo sem kvikmyndum og þjóðfélagslegri umræðu í sjónvarpi. Í byrjun Covid-19 faraldursins var meiri áhersla lögð á gæðaefni í sjónvarpi til afþreyingar landsmanna. Þá var ánægjulegt að sjá meiri textun og meiri áherslu á táknmál þannig að allir gætu notið þess efnis sem birtist á skjáum landsmanna. En betur má ef duga skal og er því mikilvægt að nýta þá reynslu sem fékkst af þessu og halda áfram á sömu braut. Sjónarmið um erfiði og kostnað við textun eru vísað á bug. Hér erum við að tala um hagsmuni fólks og þá sérstaklega barna. Í dag eru meira að segja komnar ýmsar gerðir hugbúnaðar sem textar og jafnvel þýðir talmál jafnóðum og verður sífellt fullkomnari með hverju árinu. Óskastaðan væri sú að við stjórnmálamenn gætum sagt „Hakuna Matata“ í þessu málum, en þangað til er það okkar að þrýsta á þetta réttlætismál. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Skoðun: Kosningar 2021 Táknmál Íslenska á tækniöld Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nokkur umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga um skort á talsettu efni á efnisveitunni Disney+, sem varð aðgengilegt Íslendingum í fyrra. Undanfarið hafa íslenskusérfræðingar og ráðamenn vakið athygli á þessu og sent áminningu til Disney um málið. Þar má benda á formlegt bréf mennta- og menningarmálaráðherra til stjórnenda fjölmiðlaveitunnar Vissulega er þetta jákvætt þar sem vilji flestra landsmanna er að vernda skuli íslenska tungu, en tungumálið er í hættu ef við stöndum ekki vörð um það. Sú hætta er margumtöluð og staðfest í hugum sérfræðinga. Þó getum við ekki einungis horft erlendis varðandi textun á sjónvarps- og kvikmyndaefni. Íslendingar bera meginábyrgð á verndun íslenskunar, þ.e. að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Textun á innlendu sjónvarpsefni hér á landi heyrir nánast til undantekninga, og það getur verið mörgum einstaklingum til vandræða. Textun innlends efnis myndi gagnast tugþúsundum landsmanna, og þá sérstaklega heyrnaskertum einstaklingum. Heyrnaskertir kunna málið en eiga oft erfitt með að heyra allt talmál í sjónvarpi. Jafnvel erlent barnaefni vantar stundum textun og við það eiga heyrnaskert börn erfitt með að fylgjast með talmáli og missa því af barnaefni. Það eru um 200 börn og unglingar sem þurfa heyrnatæki hér á landi. Einnig eru kringum 15% þjóðarinnar heyrnarskert að einhverju leiti. Það hefur lengi verið baráttumál heyrnaskertra að íslenskur texti fylgir því myndefni sem innlendar fjölmiðlaveitur miðla, og þá texti sem endurspeglar texta hljóðrásar myndefnisins eins nákvæmlega og kostur er. Frumvarp þess efnis hefur nokkrum sinnum verið lagt fram á Alþingi en ekki náð fram að ganga, sem er miður. Þá er einnig vert að benda á umræðu um læsi barna í þessu samhengi. Töluleg gögn um læsi barna á Íslandi hafa bent til þess að læsi hefur farið hnígandi. Við þurfum að leita alla leiða til að bæta úr þeirri stöðu, sem er vissulega mjög alvarleg í stóru myndinni og til framtíðarinnar litið. Það er ekki ásættanlegt að læsi t.d. leiðtoga, frumkvöðla og kennara framtíðarinnar sé ábótavant. Textun efnis getur eflt læsi barna, eðli máls samkvæmt. Það er samt ekki aðeins textun á barnaefni sem kemur þar til greinar heldur einnig textun á öðru íslensku efni svo sem kvikmyndum og þjóðfélagslegri umræðu í sjónvarpi. Í byrjun Covid-19 faraldursins var meiri áhersla lögð á gæðaefni í sjónvarpi til afþreyingar landsmanna. Þá var ánægjulegt að sjá meiri textun og meiri áherslu á táknmál þannig að allir gætu notið þess efnis sem birtist á skjáum landsmanna. En betur má ef duga skal og er því mikilvægt að nýta þá reynslu sem fékkst af þessu og halda áfram á sömu braut. Sjónarmið um erfiði og kostnað við textun eru vísað á bug. Hér erum við að tala um hagsmuni fólks og þá sérstaklega barna. Í dag eru meira að segja komnar ýmsar gerðir hugbúnaðar sem textar og jafnvel þýðir talmál jafnóðum og verður sífellt fullkomnari með hverju árinu. Óskastaðan væri sú að við stjórnmálamenn gætum sagt „Hakuna Matata“ í þessu málum, en þangað til er það okkar að þrýsta á þetta réttlætismál. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun