Hvers vegna að styðja við ferðaþjónustu? Jóhannes Þór Skúlason skrifar 2. febrúar 2021 12:30 Það er eðlilegt að fólk spyrji hvert sé virði þess að styðja við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki í þeirri heimskreppu sem nú gengur yfir, enda krefst það mikilla fjárútláta af hálfu ríkisins. Hvað fær almenningur á Íslandi fyrir þá peninga sem lagðir eru í aðgerðir stjórnvalda? Til að svara spurningunni er nauðsynlegt að þysja út, horfa á vandann í stærra samhengi en íslensku. Öll Evrópuríki, og í raun flest ríki í heiminum sem við berum okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið að dæla peningum úr ríkissjóðum sínum til að styðja við atvinnulíf – og þá sérstaklega við ferðaþjónustu. Vandinn er heimssögulegur og aðferðir ríkja til að takast á við hann áþekkar. Fjármunir sem þannig er dælt út í samfélagið – t.d. í styrki og lán til fyrirtækja og atvinnuleysisúrræði og styrki til almennings – er ætlað að takmarka áfallið. Þær eiga það sameiginlegt að vera skaðaminnkunaraðgerðir. Með því að veita gríðarlegu fjármagni úr opinberum sjóðum til fyrirtækja eru ríkin að gera það líklegra að fyrirtækin lifi kreppuna af. Fyrirtæki sem lifa gera fyrr ráðið fólk í vinnu að nýju, geta fyrr byrjað að skapa verðmæti aftur, geta fyrr byrjað aftur að skila sköttum í ríkiskassann. Það er viðspyrnan sem er sífellt verið að tala um. Styrkir til fyrirtækja tryggja hagsmuni almennings Með því að beita fjármunum ríkisins til að halda einkageiranum í öndunarvél kemur ríkið í veg fyrir að gríðarleg verðmæti glatist. Ekki bara verðmæti eigenda fyrirtækjanna, heldur verðmæti starfsfólks þeirra og fyrst og fremst verðmæti almennings. Ef við horfum nú sérstaklega til Íslands í þessu samhengi þá verða verðmætin sem halda uppi lífskjörum í landinu til í atvinnulífinu, t.d. með nýtingu auðlinda, með útflutningi, með framleiðslu, með þjónustu o.s.frv. Þeim mun stærri hluti af virðiskeðju atvinnulífsins sem hverfur í svona kreppuástandi, þeim mun lengur tekur að byrja upp á nýtt. Þeim mun fleiri munu þá þurfa að vera atvinnulausir þeim mun lengur. Þeim mun stærri verða neikvæð samfélagsleg áhrif þess og eim mun hærri verður kostnaður samfélagsins í auknum vanda t.d. sem birtist í auknum útgjöldum til heilbrigðiskerfisins o.s.frv. Með því að nota fjármuni ríkisins til að aðstoða atvinnufyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu, stærstu útflutningsgrein landsins, er ríkið að tryggja hagsmuni sína til framtíðar. Tryggja hagsmuni almennings. Minnka eins og hægt er langtímaskaðann af kreppuástandinu og beita kröftum sínum til að viðhalda lífskjörum þjóðarinnar eins og kostur er. Fjárfesting í verðmætasköpun sem skilar samfélaginu arði til framtíðar Á síðustu þremur árum fyrir Covid faraldurinn (2017-2019) skilaði ferðaþjónustan gríðarlegum fjárhæðum til samfélagsins. Hreinar tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu voru 192 milljarðar króna á tímabilinu – rúmir 60 milljarðar á ári. Og þá eru óbeinu tekjurnar ekki taldar með. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar og mati fjármálaráðuneytisins má gera ráð fyrir að um 45-55 milljarðar króna renni til ferðaþjónustufyrirtækja úr samþykktum aðgerðum stjórnvalda hingað til. Sett í samhengi hefur ríkið því í raun ákveðið að skila tæplega einum árstekjum af ferðaþjónustunni til baka inn í greinina til að tryggja að hún nái sér hraðar á strik á ný. Án þeirrar fjárfestingar myndi taka mun lengri tíma að endurreisa ferðaþjónustuna og alla virðiskeðju hennar sem teygir sig afar víða um samfélagið um allt land. Vegna þessarar skynsamlegu fjárfestingar mun ferðaþjónustan geta tekið hraðar við sér á ný, átt kröftugri og hraðari viðspyrnu en annars væri. Það mun skila sér í hraðari aukningu tekna sem atvinnugreinin skilar í ríkiskassann á næstu árum. Þannig skilar fjárfestingin arði aftur til samfélagsins mun hraðar en annars væri, bæði með verðmætasköpun og skattgreiðslum fyrirtækjanna og minni kostnaði ríkisins við velferðarkerfi samfélagsins. Og það er allra hagur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eðlilegt að fólk spyrji hvert sé virði þess að styðja við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki í þeirri heimskreppu sem nú gengur yfir, enda krefst það mikilla fjárútláta af hálfu ríkisins. Hvað fær almenningur á Íslandi fyrir þá peninga sem lagðir eru í aðgerðir stjórnvalda? Til að svara spurningunni er nauðsynlegt að þysja út, horfa á vandann í stærra samhengi en íslensku. Öll Evrópuríki, og í raun flest ríki í heiminum sem við berum okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið að dæla peningum úr ríkissjóðum sínum til að styðja við atvinnulíf – og þá sérstaklega við ferðaþjónustu. Vandinn er heimssögulegur og aðferðir ríkja til að takast á við hann áþekkar. Fjármunir sem þannig er dælt út í samfélagið – t.d. í styrki og lán til fyrirtækja og atvinnuleysisúrræði og styrki til almennings – er ætlað að takmarka áfallið. Þær eiga það sameiginlegt að vera skaðaminnkunaraðgerðir. Með því að veita gríðarlegu fjármagni úr opinberum sjóðum til fyrirtækja eru ríkin að gera það líklegra að fyrirtækin lifi kreppuna af. Fyrirtæki sem lifa gera fyrr ráðið fólk í vinnu að nýju, geta fyrr byrjað að skapa verðmæti aftur, geta fyrr byrjað aftur að skila sköttum í ríkiskassann. Það er viðspyrnan sem er sífellt verið að tala um. Styrkir til fyrirtækja tryggja hagsmuni almennings Með því að beita fjármunum ríkisins til að halda einkageiranum í öndunarvél kemur ríkið í veg fyrir að gríðarleg verðmæti glatist. Ekki bara verðmæti eigenda fyrirtækjanna, heldur verðmæti starfsfólks þeirra og fyrst og fremst verðmæti almennings. Ef við horfum nú sérstaklega til Íslands í þessu samhengi þá verða verðmætin sem halda uppi lífskjörum í landinu til í atvinnulífinu, t.d. með nýtingu auðlinda, með útflutningi, með framleiðslu, með þjónustu o.s.frv. Þeim mun stærri hluti af virðiskeðju atvinnulífsins sem hverfur í svona kreppuástandi, þeim mun lengur tekur að byrja upp á nýtt. Þeim mun fleiri munu þá þurfa að vera atvinnulausir þeim mun lengur. Þeim mun stærri verða neikvæð samfélagsleg áhrif þess og eim mun hærri verður kostnaður samfélagsins í auknum vanda t.d. sem birtist í auknum útgjöldum til heilbrigðiskerfisins o.s.frv. Með því að nota fjármuni ríkisins til að aðstoða atvinnufyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu, stærstu útflutningsgrein landsins, er ríkið að tryggja hagsmuni sína til framtíðar. Tryggja hagsmuni almennings. Minnka eins og hægt er langtímaskaðann af kreppuástandinu og beita kröftum sínum til að viðhalda lífskjörum þjóðarinnar eins og kostur er. Fjárfesting í verðmætasköpun sem skilar samfélaginu arði til framtíðar Á síðustu þremur árum fyrir Covid faraldurinn (2017-2019) skilaði ferðaþjónustan gríðarlegum fjárhæðum til samfélagsins. Hreinar tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu voru 192 milljarðar króna á tímabilinu – rúmir 60 milljarðar á ári. Og þá eru óbeinu tekjurnar ekki taldar með. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar og mati fjármálaráðuneytisins má gera ráð fyrir að um 45-55 milljarðar króna renni til ferðaþjónustufyrirtækja úr samþykktum aðgerðum stjórnvalda hingað til. Sett í samhengi hefur ríkið því í raun ákveðið að skila tæplega einum árstekjum af ferðaþjónustunni til baka inn í greinina til að tryggja að hún nái sér hraðar á strik á ný. Án þeirrar fjárfestingar myndi taka mun lengri tíma að endurreisa ferðaþjónustuna og alla virðiskeðju hennar sem teygir sig afar víða um samfélagið um allt land. Vegna þessarar skynsamlegu fjárfestingar mun ferðaþjónustan geta tekið hraðar við sér á ný, átt kröftugri og hraðari viðspyrnu en annars væri. Það mun skila sér í hraðari aukningu tekna sem atvinnugreinin skilar í ríkiskassann á næstu árum. Þannig skilar fjárfestingin arði aftur til samfélagsins mun hraðar en annars væri, bæði með verðmætasköpun og skattgreiðslum fyrirtækjanna og minni kostnaði ríkisins við velferðarkerfi samfélagsins. Og það er allra hagur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun