Fjölskylda fórnarlamba flugslyssins höfðar mál gegn Boeing Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 23:31 Búist er við að bráðabirgðaskýrsla indónesískra yfirvalda um tildrög slyssins verði tilbúin snemma í febrúar. EPA/MAST IRHAM Indónesísk fjölskylda farþega sem létust í flugslysinu þegar vél flugfélagsins Sriwijaya Air hrapaði í Jövuhafi, úti fyrir ströndum Indónesíu, fyrr í þessum mánuði hefur höfðað mál gegn flugvélaframleiðandanum Boeing. Fjölskyldan segir flugvélina, sem var af gerðinni Boeing 373-500, hafa verið „gallaða og óeðlilega hættulega.“ Guardian greinir frá en 62 farþegar voru innanborðs þegar vélin hrapaði, aðeins nokkrum mínútum eftir að hún lagði af stað frá flugvellinum í Jakarta. Lögmannsstofan Wisner, sem fer með mál fjölskyldu þriggja fórnarlamba flugslyssins, segist hafa stefnt Boeing í síðustu viku fyrir rétti í Cook-sýslu í Illinois í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækið hefur höfuðstöðvar sínar. Að því er segir í stefnunni á hendur Boeing voru einn eða fleiri gallar á vélinni, meðal annars mögulegur galli í sjálfstýringarkerfi eða í flugstjórnarkerfi. Búist er við að bráðarbirgðaskýrsla Indónesískra yfirvalda um flugslysið verði tilbúin í byrjun febrúar. Flugriti vélarinnar hefur þegar komið í leitirnar en enn stendur yfir leit að hljóðrita úr flugstjórnarklefa sem ætti að gera rannsakendum kleift að hlusta á samskipti flugstjóra í aðdraganda slyssins. Lögmannsstofan segist aðeins höfða mál fyrir hönd einnar fjölskyldu en hafi þó verið í sambandi við aðstandendur fleiri farþega sem týndu lífi í slysinu. „Hugur okkar er hjá áhafnarmeðlimum Sriwijaya Air í flugi SI-182, farþegum og fjölskyldum þeirra. Tæknisérfræðingar Boeing aðstoða við rannsóknina og við höldum áfram að bjóða allan þann stuðning sem á þarf að halda á þessum erfiðu tímum,“ segir í yfirlýsingu frá Boeing. Indónesía Bandaríkin Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Guardian greinir frá en 62 farþegar voru innanborðs þegar vélin hrapaði, aðeins nokkrum mínútum eftir að hún lagði af stað frá flugvellinum í Jakarta. Lögmannsstofan Wisner, sem fer með mál fjölskyldu þriggja fórnarlamba flugslyssins, segist hafa stefnt Boeing í síðustu viku fyrir rétti í Cook-sýslu í Illinois í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækið hefur höfuðstöðvar sínar. Að því er segir í stefnunni á hendur Boeing voru einn eða fleiri gallar á vélinni, meðal annars mögulegur galli í sjálfstýringarkerfi eða í flugstjórnarkerfi. Búist er við að bráðarbirgðaskýrsla Indónesískra yfirvalda um flugslysið verði tilbúin í byrjun febrúar. Flugriti vélarinnar hefur þegar komið í leitirnar en enn stendur yfir leit að hljóðrita úr flugstjórnarklefa sem ætti að gera rannsakendum kleift að hlusta á samskipti flugstjóra í aðdraganda slyssins. Lögmannsstofan segist aðeins höfða mál fyrir hönd einnar fjölskyldu en hafi þó verið í sambandi við aðstandendur fleiri farþega sem týndu lífi í slysinu. „Hugur okkar er hjá áhafnarmeðlimum Sriwijaya Air í flugi SI-182, farþegum og fjölskyldum þeirra. Tæknisérfræðingar Boeing aðstoða við rannsóknina og við höldum áfram að bjóða allan þann stuðning sem á þarf að halda á þessum erfiðu tímum,“ segir í yfirlýsingu frá Boeing.
Indónesía Bandaríkin Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira