Fótbolti

Zlatan klúðraði víti er Mílan jók forystuna á toppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukasz Skorupski sér við Zlatan.
Lukasz Skorupski sér við Zlatan. Mario Carlini/Getty

AC Milan er með fimm stiga forskot, að minnsta kosti fram á kvöld, í ítölsku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Bologna. Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður hjá Bologna.

Mílanóliðið fékk vítaspyrnu á 26. mínútu. Zlatan Ibrahimovic hefur klúðrað nokkrum vítaspyrnu á þessari leiktíð en hann steig samt sem áður á puntinn í dag. Vítaspyrnan fór forgörðum.

Það var hins vegar Ante Rebic sem tók frákastið og skoraði. Aftur fékk AC Milan vítaspyrnu á 55. mínútu en þá fór Franck Kessie á punktinn og skoraði. Andrea Poli minnkaði muninn á 82. mínútu en þar við sat og lokatölur 2-1.

AC Milan er á toppi deildarinnar með 46 stig. Grannarnir í Inter eru í öðru sætinu með 41 stig en þeir eiga leik gegn Benevento síðar í kvöld. Bologna er í þrettánda sætinu með tuttugu stig.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×