„Hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. janúar 2021 16:30 Aldís og Guðlaugur sögðu frá sinni reynslu sem foreldrar barns með sérþarfir, í þættinum Líf dafnar. Líf dafnar „Fyrir mína parta þá er þetta yndislegt. Þetta er besta tilfinning í heimi og þú gefur eitthvað af þér og færð það margfalt til baka,“ svarar Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, móðir, aðspurð af hverju fólk eignast börn. Aldís og Guðlaugur Steinar Gíslason eignuðust dreng á 31.viku meðgöngu. Nokkrum mánuðum síðar kom svo í jós að það vantaði hluta af erfðaefni barnsins. Þau vissu að það væru ákveðin vandamál sem hann væri að glíma við en vissu lítið um framtíðina sem var þeim erfitt. Aldís rifjar upp að hafa legið í rúminu og grátið yfir smáatriðum þegar heildarmyndin virtist yfirþyrmandi. Líf dafnar „Hann hefur gengið í gegnum erfiðustu hlutina af þessu öllu þó að við auðvitað finnum fyrir því sem foreldrar hans og sérstaklega þegar maður er mest hjálparvana og getur ekki hjálpað honum,“ segir Guðlaugur. Hann segir að það að hjálpa honum í þessu ferli sé það mest gefandi sem þau munu nokkurn tímann ganga í gegnum. Hér fyrir neðan má heyra hluta af þeirra sögu úr þættinum Líf dafnar. Í þættinum er meðal annars fjallað um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Klippa: Líf Dafnar - Aldís og Guðlaugur Glöð með hvar hann er í dag „Það hafa komið tímar sem eru bara ótrúlega erfiðir og virðast óyfirstíganlegir. Það er líka bara allt í lagi. Það er allt í lagi að gráta, það er allt í lagi að segja að manni líður ekki nógu vel. Bara ekki dvelja þar. Við erum klettarnir hans og við verðum að vera sterk fyrir hann því hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið. Við héldum að við værum að fara að kenna barninu okkar á lífið en hann er bara að kenna okkur svo mikið meira,“ segir Aldís. „Við tölum um að okkar verkefni er að efla sjálfstraustið hans þannig að hann geti farið inn í lífið með fullt sjálfstraust. Það er svona grunnurinn að hamingjunni.“ Aldís segir mikilvægast að hann sé ánægður með það sem hann getur. „Hann er að ná svo langt að í rauninni erum við svo glöð hvar hann er í dag. Við vitum alveg að í framtíðinni mun hann glíma við ýmis mál. Við vitum ekki hversu mörg eða hversu mikil. Ef hann er glaður þá getum við ekki leyft okkur að vera annað en glöð.“ Enn úti í miðri á Í þættinum var einnig rætt um áhrif barneigna á sambönd og hversu krefjandi uppeldið getur verið þegar börnin eru með einhvers konar frávik. „Ég held að áhrifin á sambandið séu engin önnur en að styrkja það. Maður lærir náttúrulega rosalega inn á makann að fara í gegnum svona verkefni. Þó að við séum kannski í miðri á í dag þá erum við búin að fara í gegnum nokkra læki þá held ég að þetta hafi í rauninni bara styrkt það og gert það dýpra.“ Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Líf dafnar Kviknar Tengdar fréttir „Mér fannst þetta ljótur heimur og ég var hrædd við að eignast stelpu“ Konur sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfa oft að takast á við áfallið aftur og erfiðar tilfinningar þegar þær ganga í gegnum barneignarferli. Nadía Rut Reynisdóttir varð fyrir kynferðisofbeldi í útilegu með fjölskyldu sinni og vinafólki og sagði hún sína sögu í þættinum Líf dafnar sem sýndur var í gær. 21. janúar 2021 13:00 „Þorði ekki að spyrja hvort að barnið myndi lifa“ Sigmundur Grétar Hermannsson og Eva Rún Guðmundsdóttir eiga saman þrjú börn. Dreng fæddan 2013 sem fæddist eftir 30 vikna meðgöngu, stúlku fædda 2015 eftir 32 vikna meðgöngu og svo eignuðust þau litla stúlku árið 2020 eftir fulla meðgöngu. 14. janúar 2021 17:30 Var með samviskubit í hálft ár yfir tengslarofinu „Þetta var æðislegt en örugglega svona fyrstu fimm, sex mánuðina gekk mér illa að ná þessari tengingu,“ segir Gunnar Helgason um tengslamyndunina eftir að hann varð faðir í fyrsta skipti. 7. janúar 2021 16:30 „Magnað hvað fólk er tilbúið að deila eigin reynslu í þágu annarra“ „Þetta eru innilega persónulegir þættir þar sem foreldrar og sérfræðingar ræða við okkur um raunina að eignast börn, bæði í gleði og sorg,“ segir þáttastjórnandinn Andrea Eyland um þættina Líf dafnar, sem fara af stað í kvöld. 6. janúar 2021 14:03 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Aldís og Guðlaugur Steinar Gíslason eignuðust dreng á 31.viku meðgöngu. Nokkrum mánuðum síðar kom svo í jós að það vantaði hluta af erfðaefni barnsins. Þau vissu að það væru ákveðin vandamál sem hann væri að glíma við en vissu lítið um framtíðina sem var þeim erfitt. Aldís rifjar upp að hafa legið í rúminu og grátið yfir smáatriðum þegar heildarmyndin virtist yfirþyrmandi. Líf dafnar „Hann hefur gengið í gegnum erfiðustu hlutina af þessu öllu þó að við auðvitað finnum fyrir því sem foreldrar hans og sérstaklega þegar maður er mest hjálparvana og getur ekki hjálpað honum,“ segir Guðlaugur. Hann segir að það að hjálpa honum í þessu ferli sé það mest gefandi sem þau munu nokkurn tímann ganga í gegnum. Hér fyrir neðan má heyra hluta af þeirra sögu úr þættinum Líf dafnar. Í þættinum er meðal annars fjallað um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Klippa: Líf Dafnar - Aldís og Guðlaugur Glöð með hvar hann er í dag „Það hafa komið tímar sem eru bara ótrúlega erfiðir og virðast óyfirstíganlegir. Það er líka bara allt í lagi. Það er allt í lagi að gráta, það er allt í lagi að segja að manni líður ekki nógu vel. Bara ekki dvelja þar. Við erum klettarnir hans og við verðum að vera sterk fyrir hann því hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið. Við héldum að við værum að fara að kenna barninu okkar á lífið en hann er bara að kenna okkur svo mikið meira,“ segir Aldís. „Við tölum um að okkar verkefni er að efla sjálfstraustið hans þannig að hann geti farið inn í lífið með fullt sjálfstraust. Það er svona grunnurinn að hamingjunni.“ Aldís segir mikilvægast að hann sé ánægður með það sem hann getur. „Hann er að ná svo langt að í rauninni erum við svo glöð hvar hann er í dag. Við vitum alveg að í framtíðinni mun hann glíma við ýmis mál. Við vitum ekki hversu mörg eða hversu mikil. Ef hann er glaður þá getum við ekki leyft okkur að vera annað en glöð.“ Enn úti í miðri á Í þættinum var einnig rætt um áhrif barneigna á sambönd og hversu krefjandi uppeldið getur verið þegar börnin eru með einhvers konar frávik. „Ég held að áhrifin á sambandið séu engin önnur en að styrkja það. Maður lærir náttúrulega rosalega inn á makann að fara í gegnum svona verkefni. Þó að við séum kannski í miðri á í dag þá erum við búin að fara í gegnum nokkra læki þá held ég að þetta hafi í rauninni bara styrkt það og gert það dýpra.“ Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Líf dafnar Kviknar Tengdar fréttir „Mér fannst þetta ljótur heimur og ég var hrædd við að eignast stelpu“ Konur sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfa oft að takast á við áfallið aftur og erfiðar tilfinningar þegar þær ganga í gegnum barneignarferli. Nadía Rut Reynisdóttir varð fyrir kynferðisofbeldi í útilegu með fjölskyldu sinni og vinafólki og sagði hún sína sögu í þættinum Líf dafnar sem sýndur var í gær. 21. janúar 2021 13:00 „Þorði ekki að spyrja hvort að barnið myndi lifa“ Sigmundur Grétar Hermannsson og Eva Rún Guðmundsdóttir eiga saman þrjú börn. Dreng fæddan 2013 sem fæddist eftir 30 vikna meðgöngu, stúlku fædda 2015 eftir 32 vikna meðgöngu og svo eignuðust þau litla stúlku árið 2020 eftir fulla meðgöngu. 14. janúar 2021 17:30 Var með samviskubit í hálft ár yfir tengslarofinu „Þetta var æðislegt en örugglega svona fyrstu fimm, sex mánuðina gekk mér illa að ná þessari tengingu,“ segir Gunnar Helgason um tengslamyndunina eftir að hann varð faðir í fyrsta skipti. 7. janúar 2021 16:30 „Magnað hvað fólk er tilbúið að deila eigin reynslu í þágu annarra“ „Þetta eru innilega persónulegir þættir þar sem foreldrar og sérfræðingar ræða við okkur um raunina að eignast börn, bæði í gleði og sorg,“ segir þáttastjórnandinn Andrea Eyland um þættina Líf dafnar, sem fara af stað í kvöld. 6. janúar 2021 14:03 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
„Mér fannst þetta ljótur heimur og ég var hrædd við að eignast stelpu“ Konur sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfa oft að takast á við áfallið aftur og erfiðar tilfinningar þegar þær ganga í gegnum barneignarferli. Nadía Rut Reynisdóttir varð fyrir kynferðisofbeldi í útilegu með fjölskyldu sinni og vinafólki og sagði hún sína sögu í þættinum Líf dafnar sem sýndur var í gær. 21. janúar 2021 13:00
„Þorði ekki að spyrja hvort að barnið myndi lifa“ Sigmundur Grétar Hermannsson og Eva Rún Guðmundsdóttir eiga saman þrjú börn. Dreng fæddan 2013 sem fæddist eftir 30 vikna meðgöngu, stúlku fædda 2015 eftir 32 vikna meðgöngu og svo eignuðust þau litla stúlku árið 2020 eftir fulla meðgöngu. 14. janúar 2021 17:30
Var með samviskubit í hálft ár yfir tengslarofinu „Þetta var æðislegt en örugglega svona fyrstu fimm, sex mánuðina gekk mér illa að ná þessari tengingu,“ segir Gunnar Helgason um tengslamyndunina eftir að hann varð faðir í fyrsta skipti. 7. janúar 2021 16:30
„Magnað hvað fólk er tilbúið að deila eigin reynslu í þágu annarra“ „Þetta eru innilega persónulegir þættir þar sem foreldrar og sérfræðingar ræða við okkur um raunina að eignast börn, bæði í gleði og sorg,“ segir þáttastjórnandinn Andrea Eyland um þættina Líf dafnar, sem fara af stað í kvöld. 6. janúar 2021 14:03