Alþjóðadagur til minningar um fórnarlömb helfararinnar – Af hverju er mikilvægt að minnast þessara atburða? René Biasone skrifar 27. janúar 2021 07:00 Í dag, þann 27. janúar, er alþjóðadagur til minningar um fórnarlömb helfararinnar. Þennan dag árið 1945 frelsuðu Sovétmenn fangana í Auschwitz. 60 árum síðar ákvað Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að á þessum degi myndum við minnast þessarar atburðarásar sem átti sér stað í hjarta Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar. Auschwitz hefur orðið að táknmynd þann stórfellda glæp gegn mannkyni sem átti sér stað í Evrópu. Talið er að af þeim 1,3 milljónum manna sem sendar voru til Auschwitz hafi 1,1 milljón dáið þar, en auk Auschwitz voru fjölmargar útrýmingar- þrælkunar- og fangabúðir nasista og fasista starfandi í Þýskalandi, Austurríki, Póllandi frá árinu 1933 og á Ítalíu frá 1943. Síðustu fórnarlömbin voru frelsuð 10. maí 1945 þegar Bandamenn komu til Dachau og Mauthausen. Af hverju er mikilvægt að minnast þessara atburða? Í dag eru aðeins örfáir sjónarvottar enn á lífi. Þau sem hafa notið þeirra forréttinda að kynnast þeim persónulega, tala við þau eða hafa jafnvel farið með þeim í svokallaðar minningaferðir til t.d. Dachau eða Auschwitz, vita hversu mikilvægt er að hlusta á sjónarvotta og sjá þessa staði til að skilja betur hvað átti sér stað þarna og hvernig svona lagað getur gerst. Mörg þeirra sem lifðu helförina af bjuggu við mikið samviskubit allt sítt líf því þau lifðu af á meðan systkini, ættingjar, foreldrar og vinir þeirra voru myrt. Mörg ákváðu að grafa sorgina djúpt í hjörtu sín og ræddu þessi mál aldrei. En mörg önnur töldu að forsjónin hefði valið þau til að vera til vitnis og þau gerðu það að lífsverki sínu að kynna helförina fyrir komandi kynslóðum og fræða fólk, ekki síst ungt fólk, um hversu hættulegt hatur og fordómar geta verið. Sagan segir að orsök helfararinnar í Evrópu megi rekja til margra áratuga uppsveiflu haturs og fordóma meðal ákveðinna hópa fólks innan samfélagsins. Strax að lokinni fyrri heimsstyrjöld, nýttu stjórnmálaflokkar sér víðs vegar í Evrópu – sérstaklega í Þýskalandi og á Ítalíu – hatur í pólitískum tilgangi og ólu á fordómum gagnvart semitum/gyðingum (vegna kynþáttar), gagnvart rómafólki (vegna menningar þeirra), gagnvart vottum Jehóva (vegna trúar þeirra), gagnvart kommúnistum og anarkistum (vegna pólitískra skoðanna þeirra), gagnvart samkynhneigðum (vegna kynhneigðar) og einnig gagnvart fötluðu fólki. Þessi hópar hafa allir þjáðst vegna kerfisbundins ofbeldis: fyrst voru réttindi þeirra takmörkuð, svo voru þau fangelsuð, hneppt í þrældóm og svo loks útrýmt, bæði í fangabúðum og með stríðsárásum. Hatrið og fordómarnir voru svo miklir að þetta fólk var jafnvel ekki talið til manneskja. Lykilatriði í þessu ferli var að hvert skref var „normaliserað“, ár eftir ár. Í dag horfum við upp á uppsveiflu popúlistaflokka sem nýta sér í pólitískum tilgangi fordóma og hatur gegn ákveðnum hópum, eins og t.d. múslimum og innflytjendum. Kynþátta- og kynhneigðarfordómar eru því miður enn þekktir víðar í heiminum og Evrópu, ekki síst Austur-Evrópu. Við verðum að gæta að því að við erum ekki laus undan hættunni á því að lenda aftur í sambærilegum aðstæðum þeim sem voru undanfari hins hryllilega ofbeldis gegn mannkyninu sem átti sér stað fyrir tæpum 100 árum. Þess vegna þurfum við að vera vakandi, við megum aldrei normalisera ofbeldi eða samþykkja það, og aldrei vera skeytingalaus gagnvart því. Við þurfum að skilja hvað gerðist, upptökin, ástæðurnar og og hvað við getum gert til að koma í veg fyrir að hörmungarnar endurtaki sig. Sem betur fer eru fjölmiðlar víða í Evrópu ötulir við að birta greinar sem minna á þessi mikilvægu mál. Síðustu fórnarlömb helfara nasista og fasista sem enn eru á lífi eru enn að sinna fræðslu, hitta skólahópa og gefa út bækur. Heimildarmyndir eru stundum sýndar í sjónvarpinu. Bíómyndir og teiknimyndir um helförina og um hatur og fordóma almennt eru gefnar út og sýndar. Skólar víðs vegar um Evrópu kynna nemendum söguna, allt niður í grunnskóla. Nokkur félagsamtök minna einnig á mikilvægi málaflokksins en það virðist duga skammt. Það er aldrei, aldrei nóg gert til að vekja athygli almennings á hættunni. Líkt og Covid-19, eru smitast hatur og fordómar og herja á heimsbyggðina líkt og faraldur. Þau dreifast æ ofan í æ út í samfélagið og oft með ógnarhraða. Þessi fasíska og andfrjálslynda hugmyndafræði er sama pestin og sú sem plagaði síðustu öld og er enn jafn hættuleg. Í fyrra vakti páfinn í Róm athygli þegar hann sagði: „Ég hræðist þegar ég hlusta á ræður stjórnmálaleiðtoga hinna nýju pópulistaflokka. Þær minna mig á ræður sem sáðu hatri á þriðja áratug síðustu aldar“. Páfinn sagði einnig að orðræðan um svokölluð „átök siðmenninganna“ þjóni einungis þeim tilgangi að réttlæta ofbeldi og ýta undir hatur. Skeytingarleysi og getuleysi stjórnmálanna að takast á við þetta ýta undir ofbeldisróttækni og hryðjuverk. Það er mikilvægt, sérstaklega fyrir þau sem kjósa í fyrsta sinn til Alþingis og í sveitarstjórnarkosningum á næstu 18 mánuðum, að vanda sig við valið og velja meðal þeirra stjórnmálaflokka sem hafa efst meðal sinna gilda og stefnu að berjast gegn hatri og fordómum. Þessi gildi ættu að vera leiðarljós allra stefnumála og við ættum aldrei að miðla málum þegar að þeim kemur. René Biasone, félagi í Vinstri Grænum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seinni heimsstyrjöldin René Biasone Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag, þann 27. janúar, er alþjóðadagur til minningar um fórnarlömb helfararinnar. Þennan dag árið 1945 frelsuðu Sovétmenn fangana í Auschwitz. 60 árum síðar ákvað Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að á þessum degi myndum við minnast þessarar atburðarásar sem átti sér stað í hjarta Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar. Auschwitz hefur orðið að táknmynd þann stórfellda glæp gegn mannkyni sem átti sér stað í Evrópu. Talið er að af þeim 1,3 milljónum manna sem sendar voru til Auschwitz hafi 1,1 milljón dáið þar, en auk Auschwitz voru fjölmargar útrýmingar- þrælkunar- og fangabúðir nasista og fasista starfandi í Þýskalandi, Austurríki, Póllandi frá árinu 1933 og á Ítalíu frá 1943. Síðustu fórnarlömbin voru frelsuð 10. maí 1945 þegar Bandamenn komu til Dachau og Mauthausen. Af hverju er mikilvægt að minnast þessara atburða? Í dag eru aðeins örfáir sjónarvottar enn á lífi. Þau sem hafa notið þeirra forréttinda að kynnast þeim persónulega, tala við þau eða hafa jafnvel farið með þeim í svokallaðar minningaferðir til t.d. Dachau eða Auschwitz, vita hversu mikilvægt er að hlusta á sjónarvotta og sjá þessa staði til að skilja betur hvað átti sér stað þarna og hvernig svona lagað getur gerst. Mörg þeirra sem lifðu helförina af bjuggu við mikið samviskubit allt sítt líf því þau lifðu af á meðan systkini, ættingjar, foreldrar og vinir þeirra voru myrt. Mörg ákváðu að grafa sorgina djúpt í hjörtu sín og ræddu þessi mál aldrei. En mörg önnur töldu að forsjónin hefði valið þau til að vera til vitnis og þau gerðu það að lífsverki sínu að kynna helförina fyrir komandi kynslóðum og fræða fólk, ekki síst ungt fólk, um hversu hættulegt hatur og fordómar geta verið. Sagan segir að orsök helfararinnar í Evrópu megi rekja til margra áratuga uppsveiflu haturs og fordóma meðal ákveðinna hópa fólks innan samfélagsins. Strax að lokinni fyrri heimsstyrjöld, nýttu stjórnmálaflokkar sér víðs vegar í Evrópu – sérstaklega í Þýskalandi og á Ítalíu – hatur í pólitískum tilgangi og ólu á fordómum gagnvart semitum/gyðingum (vegna kynþáttar), gagnvart rómafólki (vegna menningar þeirra), gagnvart vottum Jehóva (vegna trúar þeirra), gagnvart kommúnistum og anarkistum (vegna pólitískra skoðanna þeirra), gagnvart samkynhneigðum (vegna kynhneigðar) og einnig gagnvart fötluðu fólki. Þessi hópar hafa allir þjáðst vegna kerfisbundins ofbeldis: fyrst voru réttindi þeirra takmörkuð, svo voru þau fangelsuð, hneppt í þrældóm og svo loks útrýmt, bæði í fangabúðum og með stríðsárásum. Hatrið og fordómarnir voru svo miklir að þetta fólk var jafnvel ekki talið til manneskja. Lykilatriði í þessu ferli var að hvert skref var „normaliserað“, ár eftir ár. Í dag horfum við upp á uppsveiflu popúlistaflokka sem nýta sér í pólitískum tilgangi fordóma og hatur gegn ákveðnum hópum, eins og t.d. múslimum og innflytjendum. Kynþátta- og kynhneigðarfordómar eru því miður enn þekktir víðar í heiminum og Evrópu, ekki síst Austur-Evrópu. Við verðum að gæta að því að við erum ekki laus undan hættunni á því að lenda aftur í sambærilegum aðstæðum þeim sem voru undanfari hins hryllilega ofbeldis gegn mannkyninu sem átti sér stað fyrir tæpum 100 árum. Þess vegna þurfum við að vera vakandi, við megum aldrei normalisera ofbeldi eða samþykkja það, og aldrei vera skeytingalaus gagnvart því. Við þurfum að skilja hvað gerðist, upptökin, ástæðurnar og og hvað við getum gert til að koma í veg fyrir að hörmungarnar endurtaki sig. Sem betur fer eru fjölmiðlar víða í Evrópu ötulir við að birta greinar sem minna á þessi mikilvægu mál. Síðustu fórnarlömb helfara nasista og fasista sem enn eru á lífi eru enn að sinna fræðslu, hitta skólahópa og gefa út bækur. Heimildarmyndir eru stundum sýndar í sjónvarpinu. Bíómyndir og teiknimyndir um helförina og um hatur og fordóma almennt eru gefnar út og sýndar. Skólar víðs vegar um Evrópu kynna nemendum söguna, allt niður í grunnskóla. Nokkur félagsamtök minna einnig á mikilvægi málaflokksins en það virðist duga skammt. Það er aldrei, aldrei nóg gert til að vekja athygli almennings á hættunni. Líkt og Covid-19, eru smitast hatur og fordómar og herja á heimsbyggðina líkt og faraldur. Þau dreifast æ ofan í æ út í samfélagið og oft með ógnarhraða. Þessi fasíska og andfrjálslynda hugmyndafræði er sama pestin og sú sem plagaði síðustu öld og er enn jafn hættuleg. Í fyrra vakti páfinn í Róm athygli þegar hann sagði: „Ég hræðist þegar ég hlusta á ræður stjórnmálaleiðtoga hinna nýju pópulistaflokka. Þær minna mig á ræður sem sáðu hatri á þriðja áratug síðustu aldar“. Páfinn sagði einnig að orðræðan um svokölluð „átök siðmenninganna“ þjóni einungis þeim tilgangi að réttlæta ofbeldi og ýta undir hatur. Skeytingarleysi og getuleysi stjórnmálanna að takast á við þetta ýta undir ofbeldisróttækni og hryðjuverk. Það er mikilvægt, sérstaklega fyrir þau sem kjósa í fyrsta sinn til Alþingis og í sveitarstjórnarkosningum á næstu 18 mánuðum, að vanda sig við valið og velja meðal þeirra stjórnmálaflokka sem hafa efst meðal sinna gilda og stefnu að berjast gegn hatri og fordómum. Þessi gildi ættu að vera leiðarljós allra stefnumála og við ættum aldrei að miðla málum þegar að þeim kemur. René Biasone, félagi í Vinstri Grænum í Reykjavík.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar