ASÍ fussar og sveiar yfir uppsögnum Bláfugls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2021 16:29 Drífa Snædal er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands fordæmir það sem sambandið kallar enn eina tilraunina til félagslegra undirboða í flugrekstri hér á landi. Vísað er til uppsagnar fragtflugfélagsins Bláfugls sem sagði upp ellefu flugmönnum í desember í hagræðingarskyni. „Nú er það Bláfugl með fulltingi SA sem hefur sagt upp flugmönnum í miðri kjaradeilu með hótun um að „leita annarra leiða“ til að lækka launakostnað. Með slíkri framgöngu er vegið að grundvallarréttindum stéttarfélaga og þar með öllu launafólki á Íslandi. Atvinnurekendum er óheimilt að reyna að hafa áhrif á vinnudeilur eða stéttarfélagsaðild með uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn en um það er skýrt kveðið á um í 4 gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur,“ segir í yfirlýsingu ASÍ. Í tilkynningu Bláfugls vegna uppsagnanna í lok árs 2020 kom fram að flugmennirnir ellefu væru meðlimir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna og langlaunahæstu starfsmenn Bláfugls. „Bláfugl býður flugmönnum góð kjör sem eru samkeppnishæf við þá markaði sem Bláfugl starfar á. Umræddir flugmenn eru meðal annars íslenskir, danskir, þýskir, belgískir og hollenskir. Bláfugl er eftir sem áður mannað vel hæfu fólki með metnað fyrir sínum störfum,“ sagði í tilkynningunni. Alþýðusambandið er allt annað en sátt. „Fram hefur komið að Bláfugl nýtir sér þjónustu starfsmannaleiga sem þrátt fyrir skýr ákvæði laga nr. 139/2005 hafa ekki skráð sig hér á landi og enga grein gert fyrir kjörum starfsmanna sinna sem eiga að vera þau sömu og kjarasamningar hér á landi mæla fyrir um. Bláfugli er ekki heimilt að eiga viðskipti við starfsmannaleigur sem ekki sinna lögbundnum skyldum sínum og ASÍ skorar á Vinnumálastofnun að rísa undir hlutverki sínu og nota allar þær heimildir sem hún hefur til þess að tryggja að ekki séu stunduð félagsleg undirboð og lögbrot á íslenskum vinnumarkaði.“ Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00 Ellefu flugmönnum sagt upp hjá Bláfugli Fragtflugfélagið Bláfugl hefur sagt upp ellefu flugmönnum fyrirtækisins í hagræðingarskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 30. desember 2020 13:46 Bláfugl í eigu Avia Solutions Group Kaup Avia Solutions Group á Bláfugli ehf. eru gengin í gegn. 31. mars 2020 11:40 Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt Mikill samdráttur í farþegaflugi vekur spurningar um hvernig fer með útflutning á ferskum íslenskum sjávarafurðum með flugi en stór hluti nýtir farangursrými farþegaflugvéla. 18. mars 2020 16:45 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Sjá meira
„Nú er það Bláfugl með fulltingi SA sem hefur sagt upp flugmönnum í miðri kjaradeilu með hótun um að „leita annarra leiða“ til að lækka launakostnað. Með slíkri framgöngu er vegið að grundvallarréttindum stéttarfélaga og þar með öllu launafólki á Íslandi. Atvinnurekendum er óheimilt að reyna að hafa áhrif á vinnudeilur eða stéttarfélagsaðild með uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn en um það er skýrt kveðið á um í 4 gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur,“ segir í yfirlýsingu ASÍ. Í tilkynningu Bláfugls vegna uppsagnanna í lok árs 2020 kom fram að flugmennirnir ellefu væru meðlimir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna og langlaunahæstu starfsmenn Bláfugls. „Bláfugl býður flugmönnum góð kjör sem eru samkeppnishæf við þá markaði sem Bláfugl starfar á. Umræddir flugmenn eru meðal annars íslenskir, danskir, þýskir, belgískir og hollenskir. Bláfugl er eftir sem áður mannað vel hæfu fólki með metnað fyrir sínum störfum,“ sagði í tilkynningunni. Alþýðusambandið er allt annað en sátt. „Fram hefur komið að Bláfugl nýtir sér þjónustu starfsmannaleiga sem þrátt fyrir skýr ákvæði laga nr. 139/2005 hafa ekki skráð sig hér á landi og enga grein gert fyrir kjörum starfsmanna sinna sem eiga að vera þau sömu og kjarasamningar hér á landi mæla fyrir um. Bláfugli er ekki heimilt að eiga viðskipti við starfsmannaleigur sem ekki sinna lögbundnum skyldum sínum og ASÍ skorar á Vinnumálastofnun að rísa undir hlutverki sínu og nota allar þær heimildir sem hún hefur til þess að tryggja að ekki séu stunduð félagsleg undirboð og lögbrot á íslenskum vinnumarkaði.“
Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00 Ellefu flugmönnum sagt upp hjá Bláfugli Fragtflugfélagið Bláfugl hefur sagt upp ellefu flugmönnum fyrirtækisins í hagræðingarskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 30. desember 2020 13:46 Bláfugl í eigu Avia Solutions Group Kaup Avia Solutions Group á Bláfugli ehf. eru gengin í gegn. 31. mars 2020 11:40 Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt Mikill samdráttur í farþegaflugi vekur spurningar um hvernig fer með útflutning á ferskum íslenskum sjávarafurðum með flugi en stór hluti nýtir farangursrými farþegaflugvéla. 18. mars 2020 16:45 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Sjá meira
Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00
Ellefu flugmönnum sagt upp hjá Bláfugli Fragtflugfélagið Bláfugl hefur sagt upp ellefu flugmönnum fyrirtækisins í hagræðingarskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 30. desember 2020 13:46
Bláfugl í eigu Avia Solutions Group Kaup Avia Solutions Group á Bláfugli ehf. eru gengin í gegn. 31. mars 2020 11:40
Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt Mikill samdráttur í farþegaflugi vekur spurningar um hvernig fer með útflutning á ferskum íslenskum sjávarafurðum með flugi en stór hluti nýtir farangursrými farþegaflugvéla. 18. mars 2020 16:45