„Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. janúar 2021 13:37 Frá vettvangi banaslyssins í Skötufirði á laugardag. Varðstjóri á Ísafirði segir að innan samfélagsins fyrir vestan fari nú fram hávær umræða um slæmt ástand innviða í Ísafjarðardjúpi í skugga banaslyssins á laugardag. Hann vonar að slysið ýti við þeim sem ráða og að brugðist verði við brotalömum sem blasa við íbúum Vestfjarða. Kona á þrítugsaldri lést í banaslysinu sem varð í Skötufirði á laugardag. Karlmaður og ungt barn dvelja nú á sjúkrahúsi í Reykjavík en lögreglunni fyrir vestan var ekki kunnugt um ástand þeirra. Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri á Ísafirði, segir fólk vera orðið langþreytt á að tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda og að banaslysið í þessu litla samfélagi sé mikið reiðarslag. Hann segir slysið hafa undirstrikað ýmislegt sem þurfi að laga hið fyrsta. Fjarskipti séu sannarlega eitt þeirra. „Að það sé ekki fjarskiptasamband þarna á þessum bletti – og það er víða þarna í djúpinu þar sem símasamband dettur út. Þetta er ekki nógu gott og það vantar upp á þetta öryggisatriði. Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum.“ Gylfi var á meðal þeirra sem fór í útkallið og hann segir að færð á vegum hafi ekki verið viðunandi. „Við erum þarna klukkutíma á leiðinni að fara þessa vegalengd sem telur eitthvað um áttatíu kílómetra og það í forgangsakstri. Þarna var glerhálka og skrítið að það skuli ekki vera passað betur upp á að halda veginum færum.“ Bólusetning framlínustarfsfólks sé líka eitthvað sem viðbragðsaðilar hafi rætt sín á milli. Vestfirðir misstu tuttugu framlínustarfsmenn í úrvinnslusóttkví í rúman sólarhring vegna slyssins. „Að það skuli ekki vera hægt að tryggja framvarðasveitum bólusetningu. Mér skilst að einn læknir af fimm hafi verið kominn með bólusetningu fyrir COVID. Þarna voru sjúkraflutningamenn, lögreglumenn og gæslan sem hafði ekki fengið bólusetningu.“ Samgönguslys Samgöngur Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Banaslys í Skötufirði Fjarskipti Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18 Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37 Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30 Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. 16. janúar 2021 13:05 Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hann vonar að slysið ýti við þeim sem ráða og að brugðist verði við brotalömum sem blasa við íbúum Vestfjarða. Kona á þrítugsaldri lést í banaslysinu sem varð í Skötufirði á laugardag. Karlmaður og ungt barn dvelja nú á sjúkrahúsi í Reykjavík en lögreglunni fyrir vestan var ekki kunnugt um ástand þeirra. Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri á Ísafirði, segir fólk vera orðið langþreytt á að tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda og að banaslysið í þessu litla samfélagi sé mikið reiðarslag. Hann segir slysið hafa undirstrikað ýmislegt sem þurfi að laga hið fyrsta. Fjarskipti séu sannarlega eitt þeirra. „Að það sé ekki fjarskiptasamband þarna á þessum bletti – og það er víða þarna í djúpinu þar sem símasamband dettur út. Þetta er ekki nógu gott og það vantar upp á þetta öryggisatriði. Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum.“ Gylfi var á meðal þeirra sem fór í útkallið og hann segir að færð á vegum hafi ekki verið viðunandi. „Við erum þarna klukkutíma á leiðinni að fara þessa vegalengd sem telur eitthvað um áttatíu kílómetra og það í forgangsakstri. Þarna var glerhálka og skrítið að það skuli ekki vera passað betur upp á að halda veginum færum.“ Bólusetning framlínustarfsfólks sé líka eitthvað sem viðbragðsaðilar hafi rætt sín á milli. Vestfirðir misstu tuttugu framlínustarfsmenn í úrvinnslusóttkví í rúman sólarhring vegna slyssins. „Að það skuli ekki vera hægt að tryggja framvarðasveitum bólusetningu. Mér skilst að einn læknir af fimm hafi verið kominn með bólusetningu fyrir COVID. Þarna voru sjúkraflutningamenn, lögreglumenn og gæslan sem hafði ekki fengið bólusetningu.“
Samgönguslys Samgöngur Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Banaslys í Skötufirði Fjarskipti Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18 Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37 Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30 Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. 16. janúar 2021 13:05 Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18
Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37
Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30
Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. 16. janúar 2021 13:05
Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06