Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Sylvía Hall skrifar 16. janúar 2021 13:05 Fólkið var flutt með þyrlum Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur á sjúkrahús. Vísir/Vilhelm Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. Tilkynning um slysið barst klukkan 10:16 í dag en vegfarendur náðu fólkinu upp úr sjónum og hlúðu að fólkinu þar til viðbragðsaðilar komu á vettvang um klukkutíma síðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var fjölskylda í bílnum; karl, barn og kona. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra sem voru í bílnum að svo stöddu en rannsókn á tildrögum slyssins er hafin á vettvangi. Samkvæmt tilkynningu lögreglu er flughálka á veginum, lágskýjað og hægur vindur. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð vegna slyssins. Aðkoman erfið Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir vegfarendurna hafa unnið mikið þrekvirki, enda hafi það hlúað að farþegum bílsins við erfiðar aðstæður og veitt fyrstu hjálp. Hann hafði þó ekki upplýsingar um líðan þeirra. „Það er eflaust ekki auðvelt. Þetta var erfið aðkoma og erfitt verkefni sem þeir þurftu að sinna fyrsta klukkutímann áður en aðstoð kom,“ segir Rögnvaldur. Aðstæður gerðu viðbragðsaðilum erfitt fyrir. „Það var gríðarlega mikil hálka og lágskýjað, rigning og slydda. Það gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir, þeir komust ekki eins hratt yfir út af hálkunni.“ Fyrstu viðbragðsaðilar komu á svæðið um klukkan ellefu. Rétt fyrir klukkan tólf lentu svo þyrlur Landhelgisgæslunnar með lækna og kafara. Þær fluttu svo fjölskylduna til Reykjavíkur á sjúkrahús. Fréttin hefur verið uppfærð. Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Banaslys í Skötufirði Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Tilkynning um slysið barst klukkan 10:16 í dag en vegfarendur náðu fólkinu upp úr sjónum og hlúðu að fólkinu þar til viðbragðsaðilar komu á vettvang um klukkutíma síðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var fjölskylda í bílnum; karl, barn og kona. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra sem voru í bílnum að svo stöddu en rannsókn á tildrögum slyssins er hafin á vettvangi. Samkvæmt tilkynningu lögreglu er flughálka á veginum, lágskýjað og hægur vindur. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð vegna slyssins. Aðkoman erfið Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir vegfarendurna hafa unnið mikið þrekvirki, enda hafi það hlúað að farþegum bílsins við erfiðar aðstæður og veitt fyrstu hjálp. Hann hafði þó ekki upplýsingar um líðan þeirra. „Það er eflaust ekki auðvelt. Þetta var erfið aðkoma og erfitt verkefni sem þeir þurftu að sinna fyrsta klukkutímann áður en aðstoð kom,“ segir Rögnvaldur. Aðstæður gerðu viðbragðsaðilum erfitt fyrir. „Það var gríðarlega mikil hálka og lágskýjað, rigning og slydda. Það gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir, þeir komust ekki eins hratt yfir út af hálkunni.“ Fyrstu viðbragðsaðilar komu á svæðið um klukkan ellefu. Rétt fyrir klukkan tólf lentu svo þyrlur Landhelgisgæslunnar með lækna og kafara. Þær fluttu svo fjölskylduna til Reykjavíkur á sjúkrahús. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Banaslys í Skötufirði Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06