Lazio vann slaginn um Róm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2021 21:40 Leikmenn Lazio fagna þriðja marki sínu í kvöld. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Leikur kvöldsins átti að verða hin besta skemmtun en „heimamenn“ í Lazio voru með öll völd á vellinum frá upphafi til enda. Þeir nældu sér í fyrsta gula spjald leiksins en það gerði Sergej Milinkovic-Savic á 11. mínútu og þremur mínútum síðar var Lazio komið yfir. Að sjálfsögðu Ciro Immobile með markið. Luis Alberto skoraði svo annað mark Lazio strax á 23. mínútu og róðurinn orðinn þungur hjá Roma. Manuel Lazzari lagði upp bæði mörkin. Staðan 2-0 í hálfleik og allar vonir Roma um endurkomu voru skotnar á bólakaf á 67. mínútu þegar Alberto skoraði aftur. Staðan orðin 3-0 og reyndust það lokatölur á Ólympíuleikvanginum í Róm. Lazio er nú í 7. sæti með 31 stig eftir 18 leiki en Roma er í 3. sæti með 34 stig eftir jafn marga leiki. AC Milan trónir sem fyrr á toppnum með 40 stig. Fótbolti Ítalski boltinn
Leikur kvöldsins átti að verða hin besta skemmtun en „heimamenn“ í Lazio voru með öll völd á vellinum frá upphafi til enda. Þeir nældu sér í fyrsta gula spjald leiksins en það gerði Sergej Milinkovic-Savic á 11. mínútu og þremur mínútum síðar var Lazio komið yfir. Að sjálfsögðu Ciro Immobile með markið. Luis Alberto skoraði svo annað mark Lazio strax á 23. mínútu og róðurinn orðinn þungur hjá Roma. Manuel Lazzari lagði upp bæði mörkin. Staðan 2-0 í hálfleik og allar vonir Roma um endurkomu voru skotnar á bólakaf á 67. mínútu þegar Alberto skoraði aftur. Staðan orðin 3-0 og reyndust það lokatölur á Ólympíuleikvanginum í Róm. Lazio er nú í 7. sæti með 31 stig eftir 18 leiki en Roma er í 3. sæti með 34 stig eftir jafn marga leiki. AC Milan trónir sem fyrr á toppnum með 40 stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti