Þrír kljást um að verða næsti formaður Kristilegra demókrata Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2021 11:27 Norbert Röttgen, Armin Laschet og Friedrich Merz vilja allir leiða Kristilega demókrata (CDU) í Þýskalandi. EPA/EFE/FILIP SINGER / POOL Landsfundur Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi, flokks Angelu Merkel kanslara, fer fram á netinu um helgina þar sem 1.001 landsfundarfulltrúi mun velja nýjan formann flokksins. Vinni Kristilegir demókratar sigur í þingkosningunum næsta haust kann svo að fara að nýr formaður CDU verði næsti kanslari landsins. Þrír karlar sækjast nú eftir að leiða flokkinn. Merkel lýsti því yfir árið 2018 ári að hún myndi láta af embætti kanslara eftir kosningarnar 2021 eftir að hafa gengt embættinu samfellt frá 2005. Árið 2018 lét Merkel af formennsku í flokknum og var þá Annegret Kramp-Karrenbauer, núverandi varnarmálaráðherra sem Merkel studdi til formennsku, kjörin nýr formaður. Síðasta vor tilkynnti Kramp-Karrenbauer hins vegar að hún hugðist láta af formennsku í flokknum á næsta landsfundi, þeim sem fram fer um helgina, og að hún myndi ekki sækjast eftir að verða kanslaraefni flokksins í næstu kosningum. Þrír karlar Það eru þrír karlar sem sækjast nú eftir að taka við formennsku í flokknum – fyrrverandi þingflokksformaður CDU, Friedrich Merz, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu, Armin Laschet, og loks formaður utanríkismálanefndar þingsins, Norbert Röttgen. Deutsche Welle segir frá því að margir hafi bent á að frambjóðendurnir þrír eigi margt sameiginlegt: fjölskyldumenn, kaþólskir og frá Norðurrín-Vestfalíu, fjölmennasta sambandsríki Þýskalands. Allir líti þeir á sig sem miðjumenn í pólitík. Þeir Merz, Laschet og Röttgen hafa allir heitið því að flýta stafrænni þróun í landinu og þrýsta á frekari aðgerðir til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Þetta skuli gert á sama tíma og öflugu efnahagslífi skuli við haldið. Eitthvað sem skilur þá að Þó er einnig bent á að það sé þó sitthvað sem skilji frambjóðendurna að. Þannig lýsir Laschet sjálfum sér sem miklum baráttumanni fyrir félagslegu réttlæti og réttarríkinu. Röttgen hefur talað mikið fyrir að Þýskaland taki á sig aukna ábyrgð á alþjóðasviðinu, bæði í Evrópu og víðar. Þá benda stuðningsmenn Friedrich Merz, sem hefur sterk tengsl við atvinnulífið, að hann sé líklegur til að ná kjósendum aftur frá hægriöfgaflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Þýskaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Merkel lýsti því yfir árið 2018 ári að hún myndi láta af embætti kanslara eftir kosningarnar 2021 eftir að hafa gengt embættinu samfellt frá 2005. Árið 2018 lét Merkel af formennsku í flokknum og var þá Annegret Kramp-Karrenbauer, núverandi varnarmálaráðherra sem Merkel studdi til formennsku, kjörin nýr formaður. Síðasta vor tilkynnti Kramp-Karrenbauer hins vegar að hún hugðist láta af formennsku í flokknum á næsta landsfundi, þeim sem fram fer um helgina, og að hún myndi ekki sækjast eftir að verða kanslaraefni flokksins í næstu kosningum. Þrír karlar Það eru þrír karlar sem sækjast nú eftir að taka við formennsku í flokknum – fyrrverandi þingflokksformaður CDU, Friedrich Merz, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu, Armin Laschet, og loks formaður utanríkismálanefndar þingsins, Norbert Röttgen. Deutsche Welle segir frá því að margir hafi bent á að frambjóðendurnir þrír eigi margt sameiginlegt: fjölskyldumenn, kaþólskir og frá Norðurrín-Vestfalíu, fjölmennasta sambandsríki Þýskalands. Allir líti þeir á sig sem miðjumenn í pólitík. Þeir Merz, Laschet og Röttgen hafa allir heitið því að flýta stafrænni þróun í landinu og þrýsta á frekari aðgerðir til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Þetta skuli gert á sama tíma og öflugu efnahagslífi skuli við haldið. Eitthvað sem skilur þá að Þó er einnig bent á að það sé þó sitthvað sem skilji frambjóðendurna að. Þannig lýsir Laschet sjálfum sér sem miklum baráttumanni fyrir félagslegu réttlæti og réttarríkinu. Röttgen hefur talað mikið fyrir að Þýskaland taki á sig aukna ábyrgð á alþjóðasviðinu, bæði í Evrópu og víðar. Þá benda stuðningsmenn Friedrich Merz, sem hefur sterk tengsl við atvinnulífið, að hann sé líklegur til að ná kjósendum aftur frá hægriöfgaflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD).
Þýskaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira