Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2021 10:27 Heilbrigðiskerfið í borginni Manaus í Brasilíu er komið að þolmörkum vegna mikillar fjölgunar smita. Getty/Lucas Silva Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. Vegna afbrigðisins hefur breska ríkisstjórnin ákveðið að banna komur ferðamanna til landsins sem koma frá Suður-Ameríku, Panama, Portúgal og Grænhöfðaeyjum. Bannið tók gildi klukkan fjögur í nótt og nær það til Portúgal og Grænhöfðaeyja vegna sterkra tengsla landanna við Brasilíu. Breskir og írskir ríkisborgarar munu áfram geta komið til Bretlands sem og erlendir ríkisborgarar sem hafa dvalarleyfi en með því skilyrði að fara í sóttkví í tíu daga við komuna til landsins. Heilbrigðiskerfið í brasilísku borginni Manaus er komið að þolmörkum vegna mikillar fjölgunar smita sem tengist brasilíska afbrigðinu. Afbrigðin þrjú eiga það öll sameiginlegt að stökkbreytingar hafa orðið á svokölluðu bindipróteini veirunnar. Próteinið er sá hluti sem veiran notast til að bindast frumum í mönnum. Stökkbreytingarnar virðast því valda því að afbrigðin bindist frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar. Það hafi síðan þær afleiðingar að afbrigðin dreifa sér meira á milli manna. Allt að þrjár stökkbreytingar á bindipróteinin Í umfjöllun BBC um þessi þrjú afbrigði og muninn á þeim segir að nýjustu rannsóknir Lýðheilsustofnunar Bretlands bendi til þess að breska afbrigðið sé allt að 30 til 50 prósent meira smitandi en aðrir stofnar. Það greindist fyrst í Kent í september og hefur borist til meira en fimmtíu landa, þar á meðal Íslands. Hér hefur það þó ekki breiðst út um samfélagið. Suður-afríska afbrigðið greindist í október og hefur mögulega mikilvægari stökkbreytingar á bindipróteininu en það breska. Það á eina stökkbreytingu sameiginlega með breska afbrigðinu auk tveggja til viðbótar sem vísindamenn telja að geti tengst meira inn á virkni bóluefna gegn Covid-19. Ein stökkbreytingin hjálpar mögulega veirunni þannig við að koma sér undan þeim hluta ónæmiskerfisins sem myndar mótefni, að því er kemur fram í umfjöllun BBC. Brasilíska afbrigðið greindist fyrst í júlí og var nýlega greint í fjórum ferðalöngum sem komu til Japans frá Brasilíu. Á því eru þrjár lykilstökkbreytingar á bindipróteininu sem gera það líkt suður-afríska afbrigðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Bretland Suður-Afríka Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira
Vegna afbrigðisins hefur breska ríkisstjórnin ákveðið að banna komur ferðamanna til landsins sem koma frá Suður-Ameríku, Panama, Portúgal og Grænhöfðaeyjum. Bannið tók gildi klukkan fjögur í nótt og nær það til Portúgal og Grænhöfðaeyja vegna sterkra tengsla landanna við Brasilíu. Breskir og írskir ríkisborgarar munu áfram geta komið til Bretlands sem og erlendir ríkisborgarar sem hafa dvalarleyfi en með því skilyrði að fara í sóttkví í tíu daga við komuna til landsins. Heilbrigðiskerfið í brasilísku borginni Manaus er komið að þolmörkum vegna mikillar fjölgunar smita sem tengist brasilíska afbrigðinu. Afbrigðin þrjú eiga það öll sameiginlegt að stökkbreytingar hafa orðið á svokölluðu bindipróteini veirunnar. Próteinið er sá hluti sem veiran notast til að bindast frumum í mönnum. Stökkbreytingarnar virðast því valda því að afbrigðin bindist frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar. Það hafi síðan þær afleiðingar að afbrigðin dreifa sér meira á milli manna. Allt að þrjár stökkbreytingar á bindipróteinin Í umfjöllun BBC um þessi þrjú afbrigði og muninn á þeim segir að nýjustu rannsóknir Lýðheilsustofnunar Bretlands bendi til þess að breska afbrigðið sé allt að 30 til 50 prósent meira smitandi en aðrir stofnar. Það greindist fyrst í Kent í september og hefur borist til meira en fimmtíu landa, þar á meðal Íslands. Hér hefur það þó ekki breiðst út um samfélagið. Suður-afríska afbrigðið greindist í október og hefur mögulega mikilvægari stökkbreytingar á bindipróteininu en það breska. Það á eina stökkbreytingu sameiginlega með breska afbrigðinu auk tveggja til viðbótar sem vísindamenn telja að geti tengst meira inn á virkni bóluefna gegn Covid-19. Ein stökkbreytingin hjálpar mögulega veirunni þannig við að koma sér undan þeim hluta ónæmiskerfisins sem myndar mótefni, að því er kemur fram í umfjöllun BBC. Brasilíska afbrigðið greindist fyrst í júlí og var nýlega greint í fjórum ferðalöngum sem komu til Japans frá Brasilíu. Á því eru þrjár lykilstökkbreytingar á bindipróteininu sem gera það líkt suður-afríska afbrigðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Bretland Suður-Afríka Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira