Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2021 10:27 Heilbrigðiskerfið í borginni Manaus í Brasilíu er komið að þolmörkum vegna mikillar fjölgunar smita. Getty/Lucas Silva Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. Vegna afbrigðisins hefur breska ríkisstjórnin ákveðið að banna komur ferðamanna til landsins sem koma frá Suður-Ameríku, Panama, Portúgal og Grænhöfðaeyjum. Bannið tók gildi klukkan fjögur í nótt og nær það til Portúgal og Grænhöfðaeyja vegna sterkra tengsla landanna við Brasilíu. Breskir og írskir ríkisborgarar munu áfram geta komið til Bretlands sem og erlendir ríkisborgarar sem hafa dvalarleyfi en með því skilyrði að fara í sóttkví í tíu daga við komuna til landsins. Heilbrigðiskerfið í brasilísku borginni Manaus er komið að þolmörkum vegna mikillar fjölgunar smita sem tengist brasilíska afbrigðinu. Afbrigðin þrjú eiga það öll sameiginlegt að stökkbreytingar hafa orðið á svokölluðu bindipróteini veirunnar. Próteinið er sá hluti sem veiran notast til að bindast frumum í mönnum. Stökkbreytingarnar virðast því valda því að afbrigðin bindist frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar. Það hafi síðan þær afleiðingar að afbrigðin dreifa sér meira á milli manna. Allt að þrjár stökkbreytingar á bindipróteinin Í umfjöllun BBC um þessi þrjú afbrigði og muninn á þeim segir að nýjustu rannsóknir Lýðheilsustofnunar Bretlands bendi til þess að breska afbrigðið sé allt að 30 til 50 prósent meira smitandi en aðrir stofnar. Það greindist fyrst í Kent í september og hefur borist til meira en fimmtíu landa, þar á meðal Íslands. Hér hefur það þó ekki breiðst út um samfélagið. Suður-afríska afbrigðið greindist í október og hefur mögulega mikilvægari stökkbreytingar á bindipróteininu en það breska. Það á eina stökkbreytingu sameiginlega með breska afbrigðinu auk tveggja til viðbótar sem vísindamenn telja að geti tengst meira inn á virkni bóluefna gegn Covid-19. Ein stökkbreytingin hjálpar mögulega veirunni þannig við að koma sér undan þeim hluta ónæmiskerfisins sem myndar mótefni, að því er kemur fram í umfjöllun BBC. Brasilíska afbrigðið greindist fyrst í júlí og var nýlega greint í fjórum ferðalöngum sem komu til Japans frá Brasilíu. Á því eru þrjár lykilstökkbreytingar á bindipróteininu sem gera það líkt suður-afríska afbrigðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Bretland Suður-Afríka Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Vegna afbrigðisins hefur breska ríkisstjórnin ákveðið að banna komur ferðamanna til landsins sem koma frá Suður-Ameríku, Panama, Portúgal og Grænhöfðaeyjum. Bannið tók gildi klukkan fjögur í nótt og nær það til Portúgal og Grænhöfðaeyja vegna sterkra tengsla landanna við Brasilíu. Breskir og írskir ríkisborgarar munu áfram geta komið til Bretlands sem og erlendir ríkisborgarar sem hafa dvalarleyfi en með því skilyrði að fara í sóttkví í tíu daga við komuna til landsins. Heilbrigðiskerfið í brasilísku borginni Manaus er komið að þolmörkum vegna mikillar fjölgunar smita sem tengist brasilíska afbrigðinu. Afbrigðin þrjú eiga það öll sameiginlegt að stökkbreytingar hafa orðið á svokölluðu bindipróteini veirunnar. Próteinið er sá hluti sem veiran notast til að bindast frumum í mönnum. Stökkbreytingarnar virðast því valda því að afbrigðin bindist frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar. Það hafi síðan þær afleiðingar að afbrigðin dreifa sér meira á milli manna. Allt að þrjár stökkbreytingar á bindipróteinin Í umfjöllun BBC um þessi þrjú afbrigði og muninn á þeim segir að nýjustu rannsóknir Lýðheilsustofnunar Bretlands bendi til þess að breska afbrigðið sé allt að 30 til 50 prósent meira smitandi en aðrir stofnar. Það greindist fyrst í Kent í september og hefur borist til meira en fimmtíu landa, þar á meðal Íslands. Hér hefur það þó ekki breiðst út um samfélagið. Suður-afríska afbrigðið greindist í október og hefur mögulega mikilvægari stökkbreytingar á bindipróteininu en það breska. Það á eina stökkbreytingu sameiginlega með breska afbrigðinu auk tveggja til viðbótar sem vísindamenn telja að geti tengst meira inn á virkni bóluefna gegn Covid-19. Ein stökkbreytingin hjálpar mögulega veirunni þannig við að koma sér undan þeim hluta ónæmiskerfisins sem myndar mótefni, að því er kemur fram í umfjöllun BBC. Brasilíska afbrigðið greindist fyrst í júlí og var nýlega greint í fjórum ferðalöngum sem komu til Japans frá Brasilíu. Á því eru þrjár lykilstökkbreytingar á bindipróteininu sem gera það líkt suður-afríska afbrigðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Bretland Suður-Afríka Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira